Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2017 22:13 Auglýsingin er flennistór. Vísir/Stefán Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd er pokinn nokkuð fyrirferðarmikill, auk þess sem textinn á skiltinu er á ensku. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir á opnun verslunarinnar í Smáralind 26. ágúst næstkomandi. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á pokanum fyrr í dag og velti því upp hver gæfi leyfi fyrir slíkri auglýsingunum. Tengir hann við frétt Stundarinnar þar sem greint er frá því að Reykjavíkurborg hafi ekki gefið leyfi fyrir uppsetningu innkaupapokans og að hann verði fjarlægður á morgun.Æi þetta er ekki fallegt. Hver leyfir svona? pic.twitter.com/yykn7LqSWO— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) August 21, 2017 Í samtali við Vísi segir Guðmundur Vignir Óskarsson, verkefnastjóri leyfisveitinga borgarlands þó að ekki sé rétt að pokinn verði fjarlægður á morgun. H&M hafi sótt um tilskilin leyfi fyrir innkaupapokanum og að hann fái að standa fram yfir mánaðamót. Borgin meti það sem svo að verið sé að kynna viðburð. „Okkur hugsun er bara sú að þetta er jákvætt innlegg í verslunarrekstur í miðborginni. Við leyfum þetta í tilgangi, að kynna þessa stórverslun sem er að koma hingað inn,“ segir Guðmundur Vignir en H&M mun einnig opna verslun í Kringlunni sem og í Hafnartorgi, í grennd við innkaupapokann.Getum við ekki sleppt því að brenna IKEA geitina í ár og kveikt frekar öll í ógeðslega ljóta H&M innkaupapokanum sem er kominn á Lækjatorg?— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) August 21, 2017 Guðmundur líkir þessu við það leyfi sem Kóklestin svokallaða hefur fengið í kringum jólin til að keyra í gegnum miðbæinn. Hann segir þó að borgin geri sér vel grein fyrir því að slíkar auglýsingar geti verið umdeildar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru örugglega mjög skiptar skoðanir um hvað á að ganga langt í þessum efnum.“ Stærð innkaupapokans er þó ekki það eina sem hefur verið gagnrýnd en sú staðreynd að auglýsingin er á ensku hefur vakið mismikla lukku.Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.Vísir/EyþórKristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra gagnrýndi skiltið í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Sagði hann enskunotkun fyrirtækja vera dapurlega. „Mér finnst það mjög dapurt. Ég sé núna auglýsingar á einhverri verslun sem er að fara að opna. Það er enska sem tröllríður þar, eitthvert stærðarinnar skilti á Lækjartorgi. Mér finnst þetta dapurt. Vegna þess að það er ósköp einfalt að við eigum að nota íslensku til alls. Við eigum orð á íslensku yfir alla mögulega hluti,“ sagði Kristján Þór. Vakið hefur athygli að fyrirtæki með starfsemi á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér ensku á kostnað íslenskunnar, stutt er síðan Flugfélag Íslands breytti nafni sínu í Air Iceland Connect. Hefur þetta verið tengt við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi en ráðherrann gefur lítið fyrir þær skýringar. „Mér finnst þetta svona frekar slakt, bara svo ég láti nú vaða. Ég meina, útlendingar, erlendir ferðamenn, eru að koma hingað til að upplifa Ísland. Hluti af Íslandi er að geta boðið erlendu fólki upp á það sem íslenskt er. Og ef að málið okkar er ekki gjaldgengt í þeirri upplifun, þá spyr ég: Hvað eru menn að gagga þarna þegar þeir eru að reyna að berja saman einhverja texta á erlendu máli?" sagði Kristján í samtali við Síðdegisútvarp Rásar 2.Þá hnýtir rithöfundurinn Andri Snær Magnason í auglýsinguna og gagnrýnir að enskt heiti ágústmánaðar sé notað í stað þess íslenska, líkt og sjá má hér að neðan.HM opnar í August, skv ljósaskilti. #fokkíslenska— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) August 20, 2017 Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd er pokinn nokkuð fyrirferðarmikill, auk þess sem textinn á skiltinu er á ensku. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir á opnun verslunarinnar í Smáralind 26. ágúst næstkomandi. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á pokanum fyrr í dag og velti því upp hver gæfi leyfi fyrir slíkri auglýsingunum. Tengir hann við frétt Stundarinnar þar sem greint er frá því að Reykjavíkurborg hafi ekki gefið leyfi fyrir uppsetningu innkaupapokans og að hann verði fjarlægður á morgun.Æi þetta er ekki fallegt. Hver leyfir svona? pic.twitter.com/yykn7LqSWO— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) August 21, 2017 Í samtali við Vísi segir Guðmundur Vignir Óskarsson, verkefnastjóri leyfisveitinga borgarlands þó að ekki sé rétt að pokinn verði fjarlægður á morgun. H&M hafi sótt um tilskilin leyfi fyrir innkaupapokanum og að hann fái að standa fram yfir mánaðamót. Borgin meti það sem svo að verið sé að kynna viðburð. „Okkur hugsun er bara sú að þetta er jákvætt innlegg í verslunarrekstur í miðborginni. Við leyfum þetta í tilgangi, að kynna þessa stórverslun sem er að koma hingað inn,“ segir Guðmundur Vignir en H&M mun einnig opna verslun í Kringlunni sem og í Hafnartorgi, í grennd við innkaupapokann.Getum við ekki sleppt því að brenna IKEA geitina í ár og kveikt frekar öll í ógeðslega ljóta H&M innkaupapokanum sem er kominn á Lækjatorg?— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) August 21, 2017 Guðmundur líkir þessu við það leyfi sem Kóklestin svokallaða hefur fengið í kringum jólin til að keyra í gegnum miðbæinn. Hann segir þó að borgin geri sér vel grein fyrir því að slíkar auglýsingar geti verið umdeildar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru örugglega mjög skiptar skoðanir um hvað á að ganga langt í þessum efnum.“ Stærð innkaupapokans er þó ekki það eina sem hefur verið gagnrýnd en sú staðreynd að auglýsingin er á ensku hefur vakið mismikla lukku.Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.Vísir/EyþórKristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra gagnrýndi skiltið í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Sagði hann enskunotkun fyrirtækja vera dapurlega. „Mér finnst það mjög dapurt. Ég sé núna auglýsingar á einhverri verslun sem er að fara að opna. Það er enska sem tröllríður þar, eitthvert stærðarinnar skilti á Lækjartorgi. Mér finnst þetta dapurt. Vegna þess að það er ósköp einfalt að við eigum að nota íslensku til alls. Við eigum orð á íslensku yfir alla mögulega hluti,“ sagði Kristján Þór. Vakið hefur athygli að fyrirtæki með starfsemi á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér ensku á kostnað íslenskunnar, stutt er síðan Flugfélag Íslands breytti nafni sínu í Air Iceland Connect. Hefur þetta verið tengt við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi en ráðherrann gefur lítið fyrir þær skýringar. „Mér finnst þetta svona frekar slakt, bara svo ég láti nú vaða. Ég meina, útlendingar, erlendir ferðamenn, eru að koma hingað til að upplifa Ísland. Hluti af Íslandi er að geta boðið erlendu fólki upp á það sem íslenskt er. Og ef að málið okkar er ekki gjaldgengt í þeirri upplifun, þá spyr ég: Hvað eru menn að gagga þarna þegar þeir eru að reyna að berja saman einhverja texta á erlendu máli?" sagði Kristján í samtali við Síðdegisútvarp Rásar 2.Þá hnýtir rithöfundurinn Andri Snær Magnason í auglýsinguna og gagnrýnir að enskt heiti ágústmánaðar sé notað í stað þess íslenska, líkt og sjá má hér að neðan.HM opnar í August, skv ljósaskilti. #fokkíslenska— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) August 20, 2017
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent