Biggi flugþjónn ósáttur við akstursbann: „Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 21:50 Birgir Örn, áður þekktur sem Biggi lögga, segist ósammála lögreglustjóranum „Ég skil vel að þeir séu ósáttir. Þó að þessi ákvörðun lögreglustjórans sé að vissu leyti skiljanleg er ég persónulega ekki sammála henni,“ segir Birgir Örn Guðjónsson fyrrum lögreglumaður um akstursbann Fornbílaklúbb Íslands á Ljósanótt. Birgir Örn, nú þekktur sem Biggi flugþjónn, skrifaði opna færslu um málið á Facebook. Þar segir hann að það geti verið mjög erfitt að finna meðalveginn og reyna að tryggja öryggi okkar ásættanlega án þess að skerða frelsið of mikið. Hvað næst?Eins og kom fram á Vísi í gær er Fornbílaklúbbur Íslands mjög ósáttur við ákvörðun Ólafs Helga Kjartanssonar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, fyrir að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ. Hátíðarakstur bifhjóla hefur ekki verið blásinn af á Ljósanæturhátíðinni sem verður haldin 2.september næstkomandi. „Nú hafa nokkrir glæpamenn nota bíla sem morðvopn. Bílar eru jú allsstaðar og líka fólk. Þetta er óþægilega einfalt. Hversu langt ætlum við nú að ganga til að vernda okkur frá því að einhver noti bíl sem morðvopn á fjölförnum stöðum. Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar? Ætlum við að loka götum, banna akstur eða banna bara fólk í kringum bíla? Hvað næst?“ skrifar Birgir Örn. Stórmál í stóru myndinniBirgir Örn segir að við séum stödd í því sem virðist vera endalaus eltingaleikur við óttann. „Hvað ætlum við að banna næst? Hvað ætlum við að leyfa glæpamönnum og morðingjum að hafa mikil áhrif á okkar daglega líf?“ Að hans mati ætti samfélagið að fara í naflaskoðun og ákveða hversu langt við erum til í að ganga í því að fórna gleði okkar, frelsi og mannréttindum á altari óttans „Það er kannski ekkert stórmál að banna einhverjum fornbílum að aka árlegan hátíðarakstur. Eða jú. Kannski er það stórmál í stóru myndinni. Myndinni sem stöðugt er verið er að mála af samfélaginu. Myndinni sem tekur sífelldum breytingum og er alltaf að þróast. Þetta er í raun enn ein óverðskulduð pensilstrokan sem hryðjuverkamenn fá að mála á strigann. Strigann okkar.“Færslu Birgis í heild sinni má lesa hér fyrir neðan: Ljósanótt Reykjanesbær Tengdar fréttir Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Ég skil vel að þeir séu ósáttir. Þó að þessi ákvörðun lögreglustjórans sé að vissu leyti skiljanleg er ég persónulega ekki sammála henni,“ segir Birgir Örn Guðjónsson fyrrum lögreglumaður um akstursbann Fornbílaklúbb Íslands á Ljósanótt. Birgir Örn, nú þekktur sem Biggi flugþjónn, skrifaði opna færslu um málið á Facebook. Þar segir hann að það geti verið mjög erfitt að finna meðalveginn og reyna að tryggja öryggi okkar ásættanlega án þess að skerða frelsið of mikið. Hvað næst?Eins og kom fram á Vísi í gær er Fornbílaklúbbur Íslands mjög ósáttur við ákvörðun Ólafs Helga Kjartanssonar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, fyrir að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ. Hátíðarakstur bifhjóla hefur ekki verið blásinn af á Ljósanæturhátíðinni sem verður haldin 2.september næstkomandi. „Nú hafa nokkrir glæpamenn nota bíla sem morðvopn. Bílar eru jú allsstaðar og líka fólk. Þetta er óþægilega einfalt. Hversu langt ætlum við nú að ganga til að vernda okkur frá því að einhver noti bíl sem morðvopn á fjölförnum stöðum. Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar? Ætlum við að loka götum, banna akstur eða banna bara fólk í kringum bíla? Hvað næst?“ skrifar Birgir Örn. Stórmál í stóru myndinniBirgir Örn segir að við séum stödd í því sem virðist vera endalaus eltingaleikur við óttann. „Hvað ætlum við að banna næst? Hvað ætlum við að leyfa glæpamönnum og morðingjum að hafa mikil áhrif á okkar daglega líf?“ Að hans mati ætti samfélagið að fara í naflaskoðun og ákveða hversu langt við erum til í að ganga í því að fórna gleði okkar, frelsi og mannréttindum á altari óttans „Það er kannski ekkert stórmál að banna einhverjum fornbílum að aka árlegan hátíðarakstur. Eða jú. Kannski er það stórmál í stóru myndinni. Myndinni sem stöðugt er verið er að mála af samfélaginu. Myndinni sem tekur sífelldum breytingum og er alltaf að þróast. Þetta er í raun enn ein óverðskulduð pensilstrokan sem hryðjuverkamenn fá að mála á strigann. Strigann okkar.“Færslu Birgis í heild sinni má lesa hér fyrir neðan:
Ljósanótt Reykjanesbær Tengdar fréttir Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40