Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 14:15 AHA og drónatæknifyrirtækið Flytrex tilkynntu í dag formlega opnun á sendingaþjónustu með drónum á höfuðborgarsvæðinu, en þjónustan er sögð fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Í fréttatilkynningu um þessa nýjung kemur fram að kerfinu sé ætlað í framtíðinni að auka skilvirkni í sendingaþjónustu, stytta sendingatímann og draga úr orkunotkun. „Við erum lengi búin að fylgjast vel með tækni fyrir sendingar og skoða nýjungar um allan heim. Þessi lausn hefur forskot á sínu sviði með skjótri, afkastamikilli og viðskiptalega raunhæfri lausn. Við vonumst til að samstarf okkar við Flytrex nái ekki bara yfir Ísland heldur einnig yfir lausnir okkar fyrir verslunarmiðstöðvar erlendis,“ segir Maron Kristófersson annar stofnandi og eigandi AHA. AHA hefur nú fengið leyfi frá Samgöngustofu til þess að hefja flug með drónum eftir einni flugleið í höfuðborginni. Drónarnir munu lenda í Skemmtigarðinum í Grafarvogi og býðst fólki að velja sækja mat og vörur þangað. AHA notar þetta einnig til þess að auðvelda hluta af sínu heimsendingarferli, bílstjórar AHA munu sækja einhverjar sendingar í Skemmtigarðinn og keyra þær áfram heim að dyrum hjá fólki.Mikilvægt að kynna tæknina „Markmiðið er að nota þessa flugleið til þess að kynna tæknina fyrir almenningi og leyfa fólki að panta og sækja þangað. Það er svo mikilvægt að fólk skilji öryggishliðina á tækninni áður en við förum að fljúga lengra,“ sagði Maron í samtali við Vísi. Starfsmaður tekur á móti drónunum í Skemmtigarðinum og útskýrir drónana fyrir fólki þegar það sækir vöruna eða matinn sem það pantaði. „Það er líka mikið atriði í þessu að búa til flugreynslu þannig að ef að við náum að fljúga nokkur þúsund flug áður en við förum að fljúga nær heimilum fólks þá líður okkur og öllum öðrum mun betur með ferlið. Þetta er allt háð því að við fáum leyfi fyrir slíku flugi í framtíðinni, það er lykilatriðið að byrja.“Maron Kristófersson og Helgi Már Þórðarson eigendur AHAJóhann K. JóhannssonEins og áður sagði geta viðskiptavinir valið að sækja sendinguna í Skemmtigarðinn. „Fyrsta skrefið er að kynna tæknina fyrir fólki. Ég held að fólk myndi frekar vilja sjá drónann lenda í skemmtigarðinum í Grafarvogi áður en það sér hann lenda í garðinum heima,“ útskýrir Maron.Léttir á samgöngum „Drónarnir koma til með að létta á samgöngum og gera þannig vegakerfið okkar öruggara. Svo má auðvitað líka horfa til þess að borgarbúar fá betri og hraðari heimsendingaþjónustu og það getur ekki verið neitt nema gott mál,“ segir Þórólfur Árnason forstjóri samgöngustofu um drónasendingarnar. „Drónatæknin er sífellt að þróast og komast á enn meira flug og nú er Ísland að taka forskot á þessu sviði,“ segir Yariv Bash, forstjóri og meðstofnandi Flytrex. Hann vonar að fyrirtækið geti í framtíðinni gert heimsendingarþjónustu með drónum að veruleika í Reykjavík og um allan heim. Sendingarkerfið stýrir flugi drónans á milli tveggja svæða sem skilin eru að af Elliðaárvogi. Eftir ákveðinn reynslutíma og prófanir stefna AHA og Flytrex að því að senda vörur og veitingar með drónum eftir fleiri flugleiðum og að lokum beint í garðinn hjá neytendum. Fyrst þarf sú þjónusta að fara í umsóknarferli hjá Samgöngustofu. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
AHA og drónatæknifyrirtækið Flytrex tilkynntu í dag formlega opnun á sendingaþjónustu með drónum á höfuðborgarsvæðinu, en þjónustan er sögð fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Í fréttatilkynningu um þessa nýjung kemur fram að kerfinu sé ætlað í framtíðinni að auka skilvirkni í sendingaþjónustu, stytta sendingatímann og draga úr orkunotkun. „Við erum lengi búin að fylgjast vel með tækni fyrir sendingar og skoða nýjungar um allan heim. Þessi lausn hefur forskot á sínu sviði með skjótri, afkastamikilli og viðskiptalega raunhæfri lausn. Við vonumst til að samstarf okkar við Flytrex nái ekki bara yfir Ísland heldur einnig yfir lausnir okkar fyrir verslunarmiðstöðvar erlendis,“ segir Maron Kristófersson annar stofnandi og eigandi AHA. AHA hefur nú fengið leyfi frá Samgöngustofu til þess að hefja flug með drónum eftir einni flugleið í höfuðborginni. Drónarnir munu lenda í Skemmtigarðinum í Grafarvogi og býðst fólki að velja sækja mat og vörur þangað. AHA notar þetta einnig til þess að auðvelda hluta af sínu heimsendingarferli, bílstjórar AHA munu sækja einhverjar sendingar í Skemmtigarðinn og keyra þær áfram heim að dyrum hjá fólki.Mikilvægt að kynna tæknina „Markmiðið er að nota þessa flugleið til þess að kynna tæknina fyrir almenningi og leyfa fólki að panta og sækja þangað. Það er svo mikilvægt að fólk skilji öryggishliðina á tækninni áður en við förum að fljúga lengra,“ sagði Maron í samtali við Vísi. Starfsmaður tekur á móti drónunum í Skemmtigarðinum og útskýrir drónana fyrir fólki þegar það sækir vöruna eða matinn sem það pantaði. „Það er líka mikið atriði í þessu að búa til flugreynslu þannig að ef að við náum að fljúga nokkur þúsund flug áður en við förum að fljúga nær heimilum fólks þá líður okkur og öllum öðrum mun betur með ferlið. Þetta er allt háð því að við fáum leyfi fyrir slíku flugi í framtíðinni, það er lykilatriðið að byrja.“Maron Kristófersson og Helgi Már Þórðarson eigendur AHAJóhann K. JóhannssonEins og áður sagði geta viðskiptavinir valið að sækja sendinguna í Skemmtigarðinn. „Fyrsta skrefið er að kynna tæknina fyrir fólki. Ég held að fólk myndi frekar vilja sjá drónann lenda í skemmtigarðinum í Grafarvogi áður en það sér hann lenda í garðinum heima,“ útskýrir Maron.Léttir á samgöngum „Drónarnir koma til með að létta á samgöngum og gera þannig vegakerfið okkar öruggara. Svo má auðvitað líka horfa til þess að borgarbúar fá betri og hraðari heimsendingaþjónustu og það getur ekki verið neitt nema gott mál,“ segir Þórólfur Árnason forstjóri samgöngustofu um drónasendingarnar. „Drónatæknin er sífellt að þróast og komast á enn meira flug og nú er Ísland að taka forskot á þessu sviði,“ segir Yariv Bash, forstjóri og meðstofnandi Flytrex. Hann vonar að fyrirtækið geti í framtíðinni gert heimsendingarþjónustu með drónum að veruleika í Reykjavík og um allan heim. Sendingarkerfið stýrir flugi drónans á milli tveggja svæða sem skilin eru að af Elliðaárvogi. Eftir ákveðinn reynslutíma og prófanir stefna AHA og Flytrex að því að senda vörur og veitingar með drónum eftir fleiri flugleiðum og að lokum beint í garðinn hjá neytendum. Fyrst þarf sú þjónusta að fara í umsóknarferli hjá Samgöngustofu.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira