Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 19:30 Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Sérstaklega vantar starfsfólk í frístundastarf með fötluðum börnum með þeim afleiðingum að eingöngu er boðið upp á vistun þrjá daga vikunnar. Áður en leikskólar og grunnskólar hófu starf eftir sumarfrí var ljóst að mikil mannekla yrði í skólastarfi. Síðustu vikur hefur verið unnið að ráðningum en enn vantar í 108 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 25 stöðugildi í grunnskólum, þar af átta kennara og 114 stöðugildi í frístundaheimilum eða 226 starfsmenn í hlutastarf. Þar af vantar 74 starfsmenn í sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn. Í frístundastarfi Klettaskóla vantar að ráða í 42 stöðugildi þannig að börnin fá vistun aðeins þrjá daga í viku.Manneklan endurspegli stærra vandamál Þórir Jónsson Hraundal, formaður Foreldrafélags Klettaskóla, segir ástandið hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið. „Auðvitað hefur þetta slæm áhrif á fjölskyldur, bæði foreldra og sömuleiðis börnin sjálf sem mörg hver eru háð sinni rútínu. Þannig að þetta er afar óheppilegt að þetta skuli aftur vera komið upp, þó þetta líti aðeins betur út í ár. Þetta er eitthvað sem er farið að gerast trekk í trekk sem þarf að bregðast við,“ segir Þórir, og bætir við að manneklan endurspegli stærra vandamál. „Það er annars vegar hvernig við lítum á þennan allra viðkvæmasta hóp í landinu, fötluð börn og hins vegar umönnunarstörf. Kjarni málsins er að það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverðari og hvort sem það er með hærri launum, fríðindum, eða einhverju slíku að þá þarf að bregðast við þessu á einhvern raunhæfan hátt. Ekki bara vona að þetta verði alltaf í lagi á hverju ári.“Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri.Margir að bítast um sama vinnuaflið Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, segir marga vera að bítast um sama vinnuaflið í borginni. „Staðan er betri þetta haustið, heldur en síðasta haust þar sem okkur vantaði mun fleira fólk. Þar gátum við í raun og veru ekki boðið þriggja daga vistun, en staðan er betri í dag. Við viljum hafa þetta betra, en svona er staðan,“ segir hann. „Það er er verið að taka viðtöl. Þetta gengur hægt og rólega en við vonumst til þess að þetta skáni, hratt.“ Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Sérstaklega vantar starfsfólk í frístundastarf með fötluðum börnum með þeim afleiðingum að eingöngu er boðið upp á vistun þrjá daga vikunnar. Áður en leikskólar og grunnskólar hófu starf eftir sumarfrí var ljóst að mikil mannekla yrði í skólastarfi. Síðustu vikur hefur verið unnið að ráðningum en enn vantar í 108 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 25 stöðugildi í grunnskólum, þar af átta kennara og 114 stöðugildi í frístundaheimilum eða 226 starfsmenn í hlutastarf. Þar af vantar 74 starfsmenn í sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn. Í frístundastarfi Klettaskóla vantar að ráða í 42 stöðugildi þannig að börnin fá vistun aðeins þrjá daga í viku.Manneklan endurspegli stærra vandamál Þórir Jónsson Hraundal, formaður Foreldrafélags Klettaskóla, segir ástandið hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið. „Auðvitað hefur þetta slæm áhrif á fjölskyldur, bæði foreldra og sömuleiðis börnin sjálf sem mörg hver eru háð sinni rútínu. Þannig að þetta er afar óheppilegt að þetta skuli aftur vera komið upp, þó þetta líti aðeins betur út í ár. Þetta er eitthvað sem er farið að gerast trekk í trekk sem þarf að bregðast við,“ segir Þórir, og bætir við að manneklan endurspegli stærra vandamál. „Það er annars vegar hvernig við lítum á þennan allra viðkvæmasta hóp í landinu, fötluð börn og hins vegar umönnunarstörf. Kjarni málsins er að það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverðari og hvort sem það er með hærri launum, fríðindum, eða einhverju slíku að þá þarf að bregðast við þessu á einhvern raunhæfan hátt. Ekki bara vona að þetta verði alltaf í lagi á hverju ári.“Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri.Margir að bítast um sama vinnuaflið Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, segir marga vera að bítast um sama vinnuaflið í borginni. „Staðan er betri þetta haustið, heldur en síðasta haust þar sem okkur vantaði mun fleira fólk. Þar gátum við í raun og veru ekki boðið þriggja daga vistun, en staðan er betri í dag. Við viljum hafa þetta betra, en svona er staðan,“ segir hann. „Það er er verið að taka viðtöl. Þetta gengur hægt og rólega en við vonumst til þess að þetta skáni, hratt.“
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent