Gylfi: Reiknaði ekki með að skora þaðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2017 07:32 Gylfi Þór var brosandi í gærkvöldi. Vísir/AFP Undramark Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti heimsathygli í gærkvöldi en sjálfur var hann hinn rólegasti yfir öllu saman í viðtali við heimasíðu Everton eftir leik. Markið hans tryggði Everton 1-1 jafntefli gegn Hajduk Split í síðari leik liðanna í umspilsumferð Evrópudeildar UEFA og 3-1 samanlagðan sigur. Everton verður því í hattinum þegar dregið verður í riðla í dag. Markið hans var ótrúlegt - skot af tæplega 50 metra færi, rétt innan við miðlínuna á vallarhelmingi króatíska liðsins. „Ég reiknaði líklega ekki með því að skora þaðan. En ég náði að koma snertingu á boltann og hann sat ágætlega fyrir mig. Ég hugsaði því með sjálfum mér að markvörðurinn væri væntanlega ekki á marklínunni og ákvað því að láta vaða. Sem betur fer fór það yfir markvörðinn og hitti á í markið,“ sagði Gylfi í viðtalinu. „Það var frábært fyrir mig að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið, á frábærum leikvangi og í frábærri stemningu.“ Sjá einnig: Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna „Við höldum ánægðir heim á leið, sem er aðalatriðið. Mikilvægast var að ná góðum úrslitum og vera með í pottinum þegar dregið verður.“ Þetta var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði í einn og hálfan mánuð og hugsaði hann fyrst og fremst um að komast almennilega í gegnum hann. Sjá einnig: Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa „Ég er svolítið þreyttur en naut þess að spila. Þetta var gott kvöld fyrir mig persónulega og liðið líka,“ sagði Gylfi sem spilaði allar 90 mínúturnar - mun meira en hann reiknaði með. „Stjórinn [Ronald Koeman] sagði alltaf tíu mínútur í viðbót. Hann sagði það örugglega þrisvar eða fjórum sinnum. Ég sá svo að það voru 85 mínútur liðnar af leiknum. En hann sagði svo bara við mig að ég hefði þurft á mínútunum að halda,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33 Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45 Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52 Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Undramark Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti heimsathygli í gærkvöldi en sjálfur var hann hinn rólegasti yfir öllu saman í viðtali við heimasíðu Everton eftir leik. Markið hans tryggði Everton 1-1 jafntefli gegn Hajduk Split í síðari leik liðanna í umspilsumferð Evrópudeildar UEFA og 3-1 samanlagðan sigur. Everton verður því í hattinum þegar dregið verður í riðla í dag. Markið hans var ótrúlegt - skot af tæplega 50 metra færi, rétt innan við miðlínuna á vallarhelmingi króatíska liðsins. „Ég reiknaði líklega ekki með því að skora þaðan. En ég náði að koma snertingu á boltann og hann sat ágætlega fyrir mig. Ég hugsaði því með sjálfum mér að markvörðurinn væri væntanlega ekki á marklínunni og ákvað því að láta vaða. Sem betur fer fór það yfir markvörðinn og hitti á í markið,“ sagði Gylfi í viðtalinu. „Það var frábært fyrir mig að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið, á frábærum leikvangi og í frábærri stemningu.“ Sjá einnig: Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna „Við höldum ánægðir heim á leið, sem er aðalatriðið. Mikilvægast var að ná góðum úrslitum og vera með í pottinum þegar dregið verður.“ Þetta var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði í einn og hálfan mánuð og hugsaði hann fyrst og fremst um að komast almennilega í gegnum hann. Sjá einnig: Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa „Ég er svolítið þreyttur en naut þess að spila. Þetta var gott kvöld fyrir mig persónulega og liðið líka,“ sagði Gylfi sem spilaði allar 90 mínúturnar - mun meira en hann reiknaði með. „Stjórinn [Ronald Koeman] sagði alltaf tíu mínútur í viðbót. Hann sagði það örugglega þrisvar eða fjórum sinnum. Ég sá svo að það voru 85 mínútur liðnar af leiknum. En hann sagði svo bara við mig að ég hefði þurft á mínútunum að halda,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33 Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45 Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52 Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33
Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45
Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52
Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01