Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 14:58 Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Vísir/Stefán Karlsson Jón Viðar Arnþórsson, ein af aðalsprautunum í íþróttafélaginu Mjölni, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Jón var formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu. Það gerði hann fyrir stjórnarfund sem haldinn var á miðvikudaginn. Jón Viðar var ekki sáttur við ýmsar þær breytingar sem ráðist verður í með nýjum hluthöfum. Meðal hluthafa í félaginu Mjölni, sem stofnað var fyrir flutninga félagsins úr Loftkastalanum á Seljavegi og í Keiluhöllina, eru Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Stjórnin vildi að framkvæmdastjórinn Haraldur Nelson yrði ofar í skipuritinu en formaðurinn Jón Viðar. Jón Viðar var ekki sáttur við þá stefnu. Þá hafa verið uppi háværar óánægjuraddir innan félagsins með þá ákvörðun Jóns að ráða kærustu sína sem markaðsstjóra félagsins. Hafa nokkrir af þjálfurum og liðsmenn keppnisliðs Mjölnis yfirgefið félagið undanfarið meðal annars vegna stöðu mála. Niðurstaða fundarins á miðvikudag var sú að Haraldur verður áfram framkvæmdastjóri félagsins en Jón Viðar dregur sig í hlé. Í færslu á Facebook segir Jón Viðar að hann muni þó áfram starfa í stjórn félagsins - „en meira svona utanfrá“ eins og hann orðar það. Þá muni hann stíga „frá kennslu og daglegum rekstri í smá tíma.“ Hann segir þetta ekki hafa verið auðvelda ákvörðun en hann sé þó ekki horfinn. Ætli „einungis í smá dvala.“ Hann muni í millitíðinni einbeita sér að fjölskyldu og vinum ásamt því að vinna að uppbyggingu annars fyrirtækis sem hann á, ISR - Öryggistök og Neyðarvörn. Færslu hans má sjá hér að neðan. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná á Jón Viðar og aðra stjórnarmeðlimi Mjölnis síðustu daga en án árangurs. Upphaflega var sagt að ágreiningur hafi verið uppi á milli Jóns og annarra stjórnarmeðlima um ráðningu faglegs framkvæmdastjóra. Það orðalag var ekki nógu skýrt en ágreiningur snerist samkvæmt heimildum Vísis meðal annars um að framkvæmdastjórinn yrði ofar formanni í skipuritinu. Viðtal við Harald má finna hér.Frétt síðast uppfærð klukkan 18:38. Tengdar fréttir Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, ein af aðalsprautunum í íþróttafélaginu Mjölni, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Jón var formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu. Það gerði hann fyrir stjórnarfund sem haldinn var á miðvikudaginn. Jón Viðar var ekki sáttur við ýmsar þær breytingar sem ráðist verður í með nýjum hluthöfum. Meðal hluthafa í félaginu Mjölni, sem stofnað var fyrir flutninga félagsins úr Loftkastalanum á Seljavegi og í Keiluhöllina, eru Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Stjórnin vildi að framkvæmdastjórinn Haraldur Nelson yrði ofar í skipuritinu en formaðurinn Jón Viðar. Jón Viðar var ekki sáttur við þá stefnu. Þá hafa verið uppi háværar óánægjuraddir innan félagsins með þá ákvörðun Jóns að ráða kærustu sína sem markaðsstjóra félagsins. Hafa nokkrir af þjálfurum og liðsmenn keppnisliðs Mjölnis yfirgefið félagið undanfarið meðal annars vegna stöðu mála. Niðurstaða fundarins á miðvikudag var sú að Haraldur verður áfram framkvæmdastjóri félagsins en Jón Viðar dregur sig í hlé. Í færslu á Facebook segir Jón Viðar að hann muni þó áfram starfa í stjórn félagsins - „en meira svona utanfrá“ eins og hann orðar það. Þá muni hann stíga „frá kennslu og daglegum rekstri í smá tíma.“ Hann segir þetta ekki hafa verið auðvelda ákvörðun en hann sé þó ekki horfinn. Ætli „einungis í smá dvala.“ Hann muni í millitíðinni einbeita sér að fjölskyldu og vinum ásamt því að vinna að uppbyggingu annars fyrirtækis sem hann á, ISR - Öryggistök og Neyðarvörn. Færslu hans má sjá hér að neðan. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná á Jón Viðar og aðra stjórnarmeðlimi Mjölnis síðustu daga en án árangurs. Upphaflega var sagt að ágreiningur hafi verið uppi á milli Jóns og annarra stjórnarmeðlima um ráðningu faglegs framkvæmdastjóra. Það orðalag var ekki nógu skýrt en ágreiningur snerist samkvæmt heimildum Vísis meðal annars um að framkvæmdastjórinn yrði ofar formanni í skipuritinu. Viðtal við Harald má finna hér.Frétt síðast uppfærð klukkan 18:38.
Tengdar fréttir Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07
Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55