„Við verðum alltaf vinir“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2017 17:50 Haraldur Nelson er framkvæmdastjóri Mjölnis en hann hefur sinnt því starfi frá árinu 2012. mynd/sóllilja baltasarsdóttir „Allir eru vinir. Þetta er auðvitað erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Við erum að tala saman og við verðum alltaf vinir.“ Þetta segir Haraldur Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, um ákvörðun Jóns Viðars Arnþórssonar að segja starfi sínu lausu sem starfandi stjórnarformaður Mjölnis. Haraldur hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2012 en Jón Viðar er einn af stofnendum félagsins.Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Jón Viðar segir í samtali við Mbl.is í dag að staðið hafi verið að ráðningu hennar eins og annarra. Um fjölskyldufélag hafi verið að ræða.Vísir/Stefán KarlssonNýir hluthafar Mjölnir steig stórt skref þegar félagið flutti fyrri á árinu úr Loftkastalnum við Seljaveg upp í Öskjuhlíð þar sem keiluhöll var rekin árum saman. Félag var stofnað um starfsemi þess og fjárfestar fegnir inn. Meðal þeirra Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Auk þeirra eiga Gunnar Nelson, Jón Viðar Arnþórsson, Bjarni Baldursson og Árni Þór Jónsson hlut í félaginu. Ágreiningur hefur verið innan félagsins undanfarið þar sem menn hafa ekki verið sammála um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu. Þá hefur gætt óánægju með ráðningu Jóns Viðars á kærustu sinni, Sóllilju Baltasarsdóttur, sem markaðsstjóra Mjölnis. Jón Viðar, Haraldur og Gunnar Nelson á góðri stundu.Vísir/Friðrik ÞórHætti fyrir fundinn Haraldur vildi koma því á framfæri að stjórnarfundurinn, sem haldinn var á miðvikudaginn, hafi farið vel fram og að mönnum hafi ekki verið heitt í hamsi. Hann segir að Jón Viðar hafi ákveðið að mæta ekki á fundinn því hann hafi verið búinn að gera upp hug sinn fyrirfram. Að sögn Haraldar var Jón Viðar ekki sáttur við ýmsar breytingar sem nýir hluthafar vilja ráðast í og ákvað hann því að draga sig í hlé. „Við verðum alltaf vinir og það mun alltaf vera þannig,“ ítrekar Haraldur.Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman (á myndinnni) eiga nú um þriðjung í félaginu.alvogenSameina bar og búð Haraldur segir að orðrómur þess efnis að þjálfarar hafi sagt upp séu rangur og þá segir hann einnig að meðlimum í félaginu fari ekki fækkandi heldur, þvert á móti, fjölgandi. Frá ársbyrjun hafi meðlimir verið tólf til þrettán hundruð en í dag séu þeir sextán hundruð. En hvaða breytingar verður ráðist í með nýjum hluthöfum? Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. Þá stendur til að sameina verslun félagsins og barinn. Haraldur vill hafa mildari stemningu yfir barnum þannig að það henti betur þeirri starfsemi sem er í húsnæðinu. Haraldur segir að endingu að Jón Viðar hafi unnið ómetanlegt starf fyrir Mjölni og ennfremur að hann muni áfram gera það. Hann vill ólmur fá hann aftur sem fyrst. Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Allir eru vinir. Þetta er auðvitað erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Við erum að tala saman og við verðum alltaf vinir.“ Þetta segir Haraldur Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, um ákvörðun Jóns Viðars Arnþórssonar að segja starfi sínu lausu sem starfandi stjórnarformaður Mjölnis. Haraldur hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2012 en Jón Viðar er einn af stofnendum félagsins.Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Jón Viðar segir í samtali við Mbl.is í dag að staðið hafi verið að ráðningu hennar eins og annarra. Um fjölskyldufélag hafi verið að ræða.Vísir/Stefán KarlssonNýir hluthafar Mjölnir steig stórt skref þegar félagið flutti fyrri á árinu úr Loftkastalnum við Seljaveg upp í Öskjuhlíð þar sem keiluhöll var rekin árum saman. Félag var stofnað um starfsemi þess og fjárfestar fegnir inn. Meðal þeirra Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Auk þeirra eiga Gunnar Nelson, Jón Viðar Arnþórsson, Bjarni Baldursson og Árni Þór Jónsson hlut í félaginu. Ágreiningur hefur verið innan félagsins undanfarið þar sem menn hafa ekki verið sammála um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu. Þá hefur gætt óánægju með ráðningu Jóns Viðars á kærustu sinni, Sóllilju Baltasarsdóttur, sem markaðsstjóra Mjölnis. Jón Viðar, Haraldur og Gunnar Nelson á góðri stundu.Vísir/Friðrik ÞórHætti fyrir fundinn Haraldur vildi koma því á framfæri að stjórnarfundurinn, sem haldinn var á miðvikudaginn, hafi farið vel fram og að mönnum hafi ekki verið heitt í hamsi. Hann segir að Jón Viðar hafi ákveðið að mæta ekki á fundinn því hann hafi verið búinn að gera upp hug sinn fyrirfram. Að sögn Haraldar var Jón Viðar ekki sáttur við ýmsar breytingar sem nýir hluthafar vilja ráðast í og ákvað hann því að draga sig í hlé. „Við verðum alltaf vinir og það mun alltaf vera þannig,“ ítrekar Haraldur.Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman (á myndinnni) eiga nú um þriðjung í félaginu.alvogenSameina bar og búð Haraldur segir að orðrómur þess efnis að þjálfarar hafi sagt upp séu rangur og þá segir hann einnig að meðlimum í félaginu fari ekki fækkandi heldur, þvert á móti, fjölgandi. Frá ársbyrjun hafi meðlimir verið tólf til þrettán hundruð en í dag séu þeir sextán hundruð. En hvaða breytingar verður ráðist í með nýjum hluthöfum? Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. Þá stendur til að sameina verslun félagsins og barinn. Haraldur vill hafa mildari stemningu yfir barnum þannig að það henti betur þeirri starfsemi sem er í húsnæðinu. Haraldur segir að endingu að Jón Viðar hafi unnið ómetanlegt starf fyrir Mjölni og ennfremur að hann muni áfram gera það. Hann vill ólmur fá hann aftur sem fyrst.
Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58
Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55