„Við verðum alltaf vinir“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2017 17:50 Haraldur Nelson er framkvæmdastjóri Mjölnis en hann hefur sinnt því starfi frá árinu 2012. mynd/sóllilja baltasarsdóttir „Allir eru vinir. Þetta er auðvitað erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Við erum að tala saman og við verðum alltaf vinir.“ Þetta segir Haraldur Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, um ákvörðun Jóns Viðars Arnþórssonar að segja starfi sínu lausu sem starfandi stjórnarformaður Mjölnis. Haraldur hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2012 en Jón Viðar er einn af stofnendum félagsins.Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Jón Viðar segir í samtali við Mbl.is í dag að staðið hafi verið að ráðningu hennar eins og annarra. Um fjölskyldufélag hafi verið að ræða.Vísir/Stefán KarlssonNýir hluthafar Mjölnir steig stórt skref þegar félagið flutti fyrri á árinu úr Loftkastalnum við Seljaveg upp í Öskjuhlíð þar sem keiluhöll var rekin árum saman. Félag var stofnað um starfsemi þess og fjárfestar fegnir inn. Meðal þeirra Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Auk þeirra eiga Gunnar Nelson, Jón Viðar Arnþórsson, Bjarni Baldursson og Árni Þór Jónsson hlut í félaginu. Ágreiningur hefur verið innan félagsins undanfarið þar sem menn hafa ekki verið sammála um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu. Þá hefur gætt óánægju með ráðningu Jóns Viðars á kærustu sinni, Sóllilju Baltasarsdóttur, sem markaðsstjóra Mjölnis. Jón Viðar, Haraldur og Gunnar Nelson á góðri stundu.Vísir/Friðrik ÞórHætti fyrir fundinn Haraldur vildi koma því á framfæri að stjórnarfundurinn, sem haldinn var á miðvikudaginn, hafi farið vel fram og að mönnum hafi ekki verið heitt í hamsi. Hann segir að Jón Viðar hafi ákveðið að mæta ekki á fundinn því hann hafi verið búinn að gera upp hug sinn fyrirfram. Að sögn Haraldar var Jón Viðar ekki sáttur við ýmsar breytingar sem nýir hluthafar vilja ráðast í og ákvað hann því að draga sig í hlé. „Við verðum alltaf vinir og það mun alltaf vera þannig,“ ítrekar Haraldur.Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman (á myndinnni) eiga nú um þriðjung í félaginu.alvogenSameina bar og búð Haraldur segir að orðrómur þess efnis að þjálfarar hafi sagt upp séu rangur og þá segir hann einnig að meðlimum í félaginu fari ekki fækkandi heldur, þvert á móti, fjölgandi. Frá ársbyrjun hafi meðlimir verið tólf til þrettán hundruð en í dag séu þeir sextán hundruð. En hvaða breytingar verður ráðist í með nýjum hluthöfum? Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. Þá stendur til að sameina verslun félagsins og barinn. Haraldur vill hafa mildari stemningu yfir barnum þannig að það henti betur þeirri starfsemi sem er í húsnæðinu. Haraldur segir að endingu að Jón Viðar hafi unnið ómetanlegt starf fyrir Mjölni og ennfremur að hann muni áfram gera það. Hann vill ólmur fá hann aftur sem fyrst. Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Allir eru vinir. Þetta er auðvitað erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Við erum að tala saman og við verðum alltaf vinir.“ Þetta segir Haraldur Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, um ákvörðun Jóns Viðars Arnþórssonar að segja starfi sínu lausu sem starfandi stjórnarformaður Mjölnis. Haraldur hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2012 en Jón Viðar er einn af stofnendum félagsins.Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Jón Viðar segir í samtali við Mbl.is í dag að staðið hafi verið að ráðningu hennar eins og annarra. Um fjölskyldufélag hafi verið að ræða.Vísir/Stefán KarlssonNýir hluthafar Mjölnir steig stórt skref þegar félagið flutti fyrri á árinu úr Loftkastalnum við Seljaveg upp í Öskjuhlíð þar sem keiluhöll var rekin árum saman. Félag var stofnað um starfsemi þess og fjárfestar fegnir inn. Meðal þeirra Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Auk þeirra eiga Gunnar Nelson, Jón Viðar Arnþórsson, Bjarni Baldursson og Árni Þór Jónsson hlut í félaginu. Ágreiningur hefur verið innan félagsins undanfarið þar sem menn hafa ekki verið sammála um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu. Þá hefur gætt óánægju með ráðningu Jóns Viðars á kærustu sinni, Sóllilju Baltasarsdóttur, sem markaðsstjóra Mjölnis. Jón Viðar, Haraldur og Gunnar Nelson á góðri stundu.Vísir/Friðrik ÞórHætti fyrir fundinn Haraldur vildi koma því á framfæri að stjórnarfundurinn, sem haldinn var á miðvikudaginn, hafi farið vel fram og að mönnum hafi ekki verið heitt í hamsi. Hann segir að Jón Viðar hafi ákveðið að mæta ekki á fundinn því hann hafi verið búinn að gera upp hug sinn fyrirfram. Að sögn Haraldar var Jón Viðar ekki sáttur við ýmsar breytingar sem nýir hluthafar vilja ráðast í og ákvað hann því að draga sig í hlé. „Við verðum alltaf vinir og það mun alltaf vera þannig,“ ítrekar Haraldur.Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman (á myndinnni) eiga nú um þriðjung í félaginu.alvogenSameina bar og búð Haraldur segir að orðrómur þess efnis að þjálfarar hafi sagt upp séu rangur og þá segir hann einnig að meðlimum í félaginu fari ekki fækkandi heldur, þvert á móti, fjölgandi. Frá ársbyrjun hafi meðlimir verið tólf til þrettán hundruð en í dag séu þeir sextán hundruð. En hvaða breytingar verður ráðist í með nýjum hluthöfum? Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. Þá stendur til að sameina verslun félagsins og barinn. Haraldur vill hafa mildari stemningu yfir barnum þannig að það henti betur þeirri starfsemi sem er í húsnæðinu. Haraldur segir að endingu að Jón Viðar hafi unnið ómetanlegt starf fyrir Mjölni og ennfremur að hann muni áfram gera það. Hann vill ólmur fá hann aftur sem fyrst.
Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58
Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55