Hnattflugsþristur á leið til Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2017 17:48 Douglas DC 3-vélin var smiðuð árið 1940. Mynd/Breitling. Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli á Suður-Grænlandi nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Brottför frá Grænlandi hafði þá frestast um sex klukkustundir vegna ísingarhættu og smávægilegrar bilunar. Áformað hafði verið að flugvélin lenti í Reykjavík en þegar flugáætlun hafði verið uppreiknuð eftir flugtak frá Grænlandi kom babb í bátinn. Hún sýndi að vélin myndi ekki ná til Reykjavíkur fyrr en klukkan 23.18, en samkvæmt reglum flugvallarins eru lendingar bannaðar þar eftir klukkan 23. Því neyðist þristurinn til að lenda í Keflavík. Hér má fylgjast með flugferli vélarinnar. Þessi 77 ára gamli forngripur er í sex mánaða hnattflugi á vegum svissneska Breitling-úraframleiðandans í því skyni að setja heimsmet. Henni er ætlað að verða elsta flugvélin til að fljúga umhverfis jörðina. Flugið hófst í Genf í marsmánuði og var förinni fyrst heitið um Miðausturlönd og Asíu. Síðustu vikur hefur leiðin legið yfir Ameríku en heimsreisunni lýkur í Sviss þann 13. september.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson. Vélin hét áður Gljáfaxi og lagði grunninn að innanlandsfluginu.Á morgun, sunnudag, var fyrirhugað að íslenski þristurinn Páll Sveinsson og Breitling-þristurinn flygju saman yfir Reykjavík og nágrenni. Þrátt fyrir lendinguna í Keflavík vonast Tómas Dagur til að áhöfn Breitlings-þristsins fáist til að fljúga vélinni yfir til Reykjavíkur í fyrramálið svo að samflugið geti farið fram á morgun. Frá Íslandi er áætlað að hnattflugsvélin fljúgi til Skotlands á mánudag. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið. Þess er skemmst að minnast að Lancaster-sprengjuflugvél lenti í Reykjavík árið 2014 og Catalina-flugbátur kom árið 2012. Því má ætla að þessi heimsókn veki eftirtekt flugáhugamanna. Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07 Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli á Suður-Grænlandi nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Brottför frá Grænlandi hafði þá frestast um sex klukkustundir vegna ísingarhættu og smávægilegrar bilunar. Áformað hafði verið að flugvélin lenti í Reykjavík en þegar flugáætlun hafði verið uppreiknuð eftir flugtak frá Grænlandi kom babb í bátinn. Hún sýndi að vélin myndi ekki ná til Reykjavíkur fyrr en klukkan 23.18, en samkvæmt reglum flugvallarins eru lendingar bannaðar þar eftir klukkan 23. Því neyðist þristurinn til að lenda í Keflavík. Hér má fylgjast með flugferli vélarinnar. Þessi 77 ára gamli forngripur er í sex mánaða hnattflugi á vegum svissneska Breitling-úraframleiðandans í því skyni að setja heimsmet. Henni er ætlað að verða elsta flugvélin til að fljúga umhverfis jörðina. Flugið hófst í Genf í marsmánuði og var förinni fyrst heitið um Miðausturlönd og Asíu. Síðustu vikur hefur leiðin legið yfir Ameríku en heimsreisunni lýkur í Sviss þann 13. september.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson. Vélin hét áður Gljáfaxi og lagði grunninn að innanlandsfluginu.Á morgun, sunnudag, var fyrirhugað að íslenski þristurinn Páll Sveinsson og Breitling-þristurinn flygju saman yfir Reykjavík og nágrenni. Þrátt fyrir lendinguna í Keflavík vonast Tómas Dagur til að áhöfn Breitlings-þristsins fáist til að fljúga vélinni yfir til Reykjavíkur í fyrramálið svo að samflugið geti farið fram á morgun. Frá Íslandi er áætlað að hnattflugsvélin fljúgi til Skotlands á mánudag. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið. Þess er skemmst að minnast að Lancaster-sprengjuflugvél lenti í Reykjavík árið 2014 og Catalina-flugbátur kom árið 2012. Því má ætla að þessi heimsókn veki eftirtekt flugáhugamanna.
Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07 Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30
Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30
Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07
Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38