Innlent

Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Vélin er á leið yfir Atlantshafið til Bretlands en ferðalag hennar er þáttur í því að heiðra minningu þeirra fjölmörgu áhafnarliða bresku sprengjuflugsveitanna sem létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni.

Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti á svæðið og myndaði vélina að innan sem utan eins og sjá má hér að neðan.

Þá leit Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, við og tók flugstjórann tali ásamt fleirum úr áhöfn vélarinnar. Viðtölin má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×