Fótbolti

Valverde vill styrkja lið Barcelona áður en að félagskiptaglugginn lokar

Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona.
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona. Vísir/Getty
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, gefur í skyn að fleiri leikmenn muni koma til liðs við félagið áður en að félagskiptaglugginn lokar.

Barcelona staðfesti kaup á Ousmane Dembele frá Dortmund, sem varð dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins, á 145 milljón evrur. Marlon Santos, Gerard Deulofeu, Nelson Semedo og Paulinho eru einnig allir komnir til liðs við Katalóníufélagið.

Valverde segir að hann vonist eftir því að ná að semja við fleiri leikmenn fyrir lokun á félagskiptaglugganum til þess að styrkja liðið en segist geta unnið með hópinn sem hann er með fyrir.

Barcelona hefur boðið þrisvar sinnum í Philippe Coutinho, leikmann Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en öllum þremur tilboðum Barcelona voru umsvifalaust hafnað af forráðamönnum Liverpool, þrátt fyrir að Coutinho vilji yfirgefa Liverpool.

Athyglisvert verður að sjá hvort að Valverde og félagar í Barcelona nái að krækja í Coutinho og/eða fleiri leikmenn áður en að glugginn lokar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×