Ungir Píratar vilja koma í veg fyrir lokun Hugarafls Ingvar Þór Björnsson skrifar 12. ágúst 2017 11:18 Frá fundi Karsl Péturs Jónssonar og Sigrúnar Gunnarsdóttur með Hugarafli. vísir/anton brink Ungir Píratar krefjast þess að Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, komi í veg fyrir lokun Hugarafls. Þetta kemur fram í ályktun frá ungliðahreyfingunni. Hugarafl eru samtök notenda geðheilbrigðisþjónustu og stærstu samtök utan stofnana sem vinna að þessum málaflokki. Opinber framlög til samtakanna hafa verið skorin niður um sex og hálfa milljón frá því á síðasta ári. Í samtökunum vinnur félagsfólk og starfsfólk á jafningjagrundvelli við að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og bjóða upp á aðstoð sem byggir á mannlegum gildum, valdeflingu og bataferli. Samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2003. „Við hörmum vanrækslu yfirvalda á þessum mikilvæga málaflokki og nú virðist botninum vera náð. Við gerum þá kröfu að þeim hundruðum sem þurfa á starfi Hugarafls að halda sé sýnd sómasamleg virðing og að þessi hópur fái nauðsynlegan stuðning,“ segir í tilkynningunni.Fjárveitingin vanvirðing við HugaraflÁætlað er að 1,5 milljónir króna renni til Hugarafls á þessu ári samanborið við átta milljónir króna í fyrra. Telja forsvarsmenn Hugarafls upphæðina vera allt of lága þar sem samtökin þjónusti fjölda manns með geðraskanir á hverju ári. Í apríl á þessu ári var niðurskurður til Hugarafls í brennidepli en samtökin mótmæltu lágum fjárveitingum við velferðarráðuneytið. Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson, þingmenn Pírata tóku þátt í mótmælunum með samtökunum. Í tilkynningu frá Hugarafli sem send var út fyrir mótmælin sögðu samtökin að „fjárveitingin væri vanvirðing við Hugarafl sem hefur lagt gríðarlega af mörkum til geðheilbrigðiskerfisins undanfarin 14 ár.“ Í kjölfarið á mótmælunum funduðu Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, og Sigrún Gunnarsdóttur, aðstoðarmaður Óttars Proppé, með hugarafli. Sagði Karl Pétur að vonandi væri hægt að finna einhverja lausn á málum Hugarafls þrátt fyrir að ekki væri hægt að lofa meiri fjárveitingum til samtakanna eins og staðan væri núna. Enginn frá heilbrigðsráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu komið og kynnt sér starfseminaAuður Axelsdóttir, ein af stofnendum Hugarafls, ræddi málefni félagsins í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni þann 2. ágúst síðastliðinn. Ræddi hún þar um stöðu félagsins og starfsemi þess. Sagði Auður að ráðamenn og embættismenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað samtökin hafa stækkað mikið undanfarin ár. „Það eru hjá okkur upp í 160 manns á mánuði og yfir 350 manns á ári sækja mjög virka þjónustu. Ef við segjum að hver einstaklingur kosti um 200.000 krónur í endurhæfingu á mánuði þá erum við komin upp í miklar upphæðir,“ sagði Auður. Þá nefndi hún einnig að enginn úr heilbrigðismálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu hafi komið og kynnt sér starfsemina áður en úthlutað var.Hugarafl hefur fengið fund með félagsmálaráðherra þann 17. ágúst. Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ungir Píratar krefjast þess að Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, komi í veg fyrir lokun Hugarafls. Þetta kemur fram í ályktun frá ungliðahreyfingunni. Hugarafl eru samtök notenda geðheilbrigðisþjónustu og stærstu samtök utan stofnana sem vinna að þessum málaflokki. Opinber framlög til samtakanna hafa verið skorin niður um sex og hálfa milljón frá því á síðasta ári. Í samtökunum vinnur félagsfólk og starfsfólk á jafningjagrundvelli við að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og bjóða upp á aðstoð sem byggir á mannlegum gildum, valdeflingu og bataferli. Samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2003. „Við hörmum vanrækslu yfirvalda á þessum mikilvæga málaflokki og nú virðist botninum vera náð. Við gerum þá kröfu að þeim hundruðum sem þurfa á starfi Hugarafls að halda sé sýnd sómasamleg virðing og að þessi hópur fái nauðsynlegan stuðning,“ segir í tilkynningunni.Fjárveitingin vanvirðing við HugaraflÁætlað er að 1,5 milljónir króna renni til Hugarafls á þessu ári samanborið við átta milljónir króna í fyrra. Telja forsvarsmenn Hugarafls upphæðina vera allt of lága þar sem samtökin þjónusti fjölda manns með geðraskanir á hverju ári. Í apríl á þessu ári var niðurskurður til Hugarafls í brennidepli en samtökin mótmæltu lágum fjárveitingum við velferðarráðuneytið. Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson, þingmenn Pírata tóku þátt í mótmælunum með samtökunum. Í tilkynningu frá Hugarafli sem send var út fyrir mótmælin sögðu samtökin að „fjárveitingin væri vanvirðing við Hugarafl sem hefur lagt gríðarlega af mörkum til geðheilbrigðiskerfisins undanfarin 14 ár.“ Í kjölfarið á mótmælunum funduðu Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, og Sigrún Gunnarsdóttur, aðstoðarmaður Óttars Proppé, með hugarafli. Sagði Karl Pétur að vonandi væri hægt að finna einhverja lausn á málum Hugarafls þrátt fyrir að ekki væri hægt að lofa meiri fjárveitingum til samtakanna eins og staðan væri núna. Enginn frá heilbrigðsráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu komið og kynnt sér starfseminaAuður Axelsdóttir, ein af stofnendum Hugarafls, ræddi málefni félagsins í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni þann 2. ágúst síðastliðinn. Ræddi hún þar um stöðu félagsins og starfsemi þess. Sagði Auður að ráðamenn og embættismenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað samtökin hafa stækkað mikið undanfarin ár. „Það eru hjá okkur upp í 160 manns á mánuði og yfir 350 manns á ári sækja mjög virka þjónustu. Ef við segjum að hver einstaklingur kosti um 200.000 krónur í endurhæfingu á mánuði þá erum við komin upp í miklar upphæðir,“ sagði Auður. Þá nefndi hún einnig að enginn úr heilbrigðismálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu hafi komið og kynnt sér starfsemina áður en úthlutað var.Hugarafl hefur fengið fund með félagsmálaráðherra þann 17. ágúst.
Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira