Ungir Píratar vilja koma í veg fyrir lokun Hugarafls Ingvar Þór Björnsson skrifar 12. ágúst 2017 11:18 Frá fundi Karsl Péturs Jónssonar og Sigrúnar Gunnarsdóttur með Hugarafli. vísir/anton brink Ungir Píratar krefjast þess að Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, komi í veg fyrir lokun Hugarafls. Þetta kemur fram í ályktun frá ungliðahreyfingunni. Hugarafl eru samtök notenda geðheilbrigðisþjónustu og stærstu samtök utan stofnana sem vinna að þessum málaflokki. Opinber framlög til samtakanna hafa verið skorin niður um sex og hálfa milljón frá því á síðasta ári. Í samtökunum vinnur félagsfólk og starfsfólk á jafningjagrundvelli við að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og bjóða upp á aðstoð sem byggir á mannlegum gildum, valdeflingu og bataferli. Samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2003. „Við hörmum vanrækslu yfirvalda á þessum mikilvæga málaflokki og nú virðist botninum vera náð. Við gerum þá kröfu að þeim hundruðum sem þurfa á starfi Hugarafls að halda sé sýnd sómasamleg virðing og að þessi hópur fái nauðsynlegan stuðning,“ segir í tilkynningunni.Fjárveitingin vanvirðing við HugaraflÁætlað er að 1,5 milljónir króna renni til Hugarafls á þessu ári samanborið við átta milljónir króna í fyrra. Telja forsvarsmenn Hugarafls upphæðina vera allt of lága þar sem samtökin þjónusti fjölda manns með geðraskanir á hverju ári. Í apríl á þessu ári var niðurskurður til Hugarafls í brennidepli en samtökin mótmæltu lágum fjárveitingum við velferðarráðuneytið. Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson, þingmenn Pírata tóku þátt í mótmælunum með samtökunum. Í tilkynningu frá Hugarafli sem send var út fyrir mótmælin sögðu samtökin að „fjárveitingin væri vanvirðing við Hugarafl sem hefur lagt gríðarlega af mörkum til geðheilbrigðiskerfisins undanfarin 14 ár.“ Í kjölfarið á mótmælunum funduðu Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, og Sigrún Gunnarsdóttur, aðstoðarmaður Óttars Proppé, með hugarafli. Sagði Karl Pétur að vonandi væri hægt að finna einhverja lausn á málum Hugarafls þrátt fyrir að ekki væri hægt að lofa meiri fjárveitingum til samtakanna eins og staðan væri núna. Enginn frá heilbrigðsráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu komið og kynnt sér starfseminaAuður Axelsdóttir, ein af stofnendum Hugarafls, ræddi málefni félagsins í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni þann 2. ágúst síðastliðinn. Ræddi hún þar um stöðu félagsins og starfsemi þess. Sagði Auður að ráðamenn og embættismenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað samtökin hafa stækkað mikið undanfarin ár. „Það eru hjá okkur upp í 160 manns á mánuði og yfir 350 manns á ári sækja mjög virka þjónustu. Ef við segjum að hver einstaklingur kosti um 200.000 krónur í endurhæfingu á mánuði þá erum við komin upp í miklar upphæðir,“ sagði Auður. Þá nefndi hún einnig að enginn úr heilbrigðismálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu hafi komið og kynnt sér starfsemina áður en úthlutað var.Hugarafl hefur fengið fund með félagsmálaráðherra þann 17. ágúst. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Ungir Píratar krefjast þess að Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, komi í veg fyrir lokun Hugarafls. Þetta kemur fram í ályktun frá ungliðahreyfingunni. Hugarafl eru samtök notenda geðheilbrigðisþjónustu og stærstu samtök utan stofnana sem vinna að þessum málaflokki. Opinber framlög til samtakanna hafa verið skorin niður um sex og hálfa milljón frá því á síðasta ári. Í samtökunum vinnur félagsfólk og starfsfólk á jafningjagrundvelli við að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og bjóða upp á aðstoð sem byggir á mannlegum gildum, valdeflingu og bataferli. Samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2003. „Við hörmum vanrækslu yfirvalda á þessum mikilvæga málaflokki og nú virðist botninum vera náð. Við gerum þá kröfu að þeim hundruðum sem þurfa á starfi Hugarafls að halda sé sýnd sómasamleg virðing og að þessi hópur fái nauðsynlegan stuðning,“ segir í tilkynningunni.Fjárveitingin vanvirðing við HugaraflÁætlað er að 1,5 milljónir króna renni til Hugarafls á þessu ári samanborið við átta milljónir króna í fyrra. Telja forsvarsmenn Hugarafls upphæðina vera allt of lága þar sem samtökin þjónusti fjölda manns með geðraskanir á hverju ári. Í apríl á þessu ári var niðurskurður til Hugarafls í brennidepli en samtökin mótmæltu lágum fjárveitingum við velferðarráðuneytið. Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson, þingmenn Pírata tóku þátt í mótmælunum með samtökunum. Í tilkynningu frá Hugarafli sem send var út fyrir mótmælin sögðu samtökin að „fjárveitingin væri vanvirðing við Hugarafl sem hefur lagt gríðarlega af mörkum til geðheilbrigðiskerfisins undanfarin 14 ár.“ Í kjölfarið á mótmælunum funduðu Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, og Sigrún Gunnarsdóttur, aðstoðarmaður Óttars Proppé, með hugarafli. Sagði Karl Pétur að vonandi væri hægt að finna einhverja lausn á málum Hugarafls þrátt fyrir að ekki væri hægt að lofa meiri fjárveitingum til samtakanna eins og staðan væri núna. Enginn frá heilbrigðsráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu komið og kynnt sér starfseminaAuður Axelsdóttir, ein af stofnendum Hugarafls, ræddi málefni félagsins í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni þann 2. ágúst síðastliðinn. Ræddi hún þar um stöðu félagsins og starfsemi þess. Sagði Auður að ráðamenn og embættismenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað samtökin hafa stækkað mikið undanfarin ár. „Það eru hjá okkur upp í 160 manns á mánuði og yfir 350 manns á ári sækja mjög virka þjónustu. Ef við segjum að hver einstaklingur kosti um 200.000 krónur í endurhæfingu á mánuði þá erum við komin upp í miklar upphæðir,“ sagði Auður. Þá nefndi hún einnig að enginn úr heilbrigðismálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu hafi komið og kynnt sér starfsemina áður en úthlutað var.Hugarafl hefur fengið fund með félagsmálaráðherra þann 17. ágúst.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira