Ungir Píratar vilja koma í veg fyrir lokun Hugarafls Ingvar Þór Björnsson skrifar 12. ágúst 2017 11:18 Frá fundi Karsl Péturs Jónssonar og Sigrúnar Gunnarsdóttur með Hugarafli. vísir/anton brink Ungir Píratar krefjast þess að Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, komi í veg fyrir lokun Hugarafls. Þetta kemur fram í ályktun frá ungliðahreyfingunni. Hugarafl eru samtök notenda geðheilbrigðisþjónustu og stærstu samtök utan stofnana sem vinna að þessum málaflokki. Opinber framlög til samtakanna hafa verið skorin niður um sex og hálfa milljón frá því á síðasta ári. Í samtökunum vinnur félagsfólk og starfsfólk á jafningjagrundvelli við að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og bjóða upp á aðstoð sem byggir á mannlegum gildum, valdeflingu og bataferli. Samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2003. „Við hörmum vanrækslu yfirvalda á þessum mikilvæga málaflokki og nú virðist botninum vera náð. Við gerum þá kröfu að þeim hundruðum sem þurfa á starfi Hugarafls að halda sé sýnd sómasamleg virðing og að þessi hópur fái nauðsynlegan stuðning,“ segir í tilkynningunni.Fjárveitingin vanvirðing við HugaraflÁætlað er að 1,5 milljónir króna renni til Hugarafls á þessu ári samanborið við átta milljónir króna í fyrra. Telja forsvarsmenn Hugarafls upphæðina vera allt of lága þar sem samtökin þjónusti fjölda manns með geðraskanir á hverju ári. Í apríl á þessu ári var niðurskurður til Hugarafls í brennidepli en samtökin mótmæltu lágum fjárveitingum við velferðarráðuneytið. Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson, þingmenn Pírata tóku þátt í mótmælunum með samtökunum. Í tilkynningu frá Hugarafli sem send var út fyrir mótmælin sögðu samtökin að „fjárveitingin væri vanvirðing við Hugarafl sem hefur lagt gríðarlega af mörkum til geðheilbrigðiskerfisins undanfarin 14 ár.“ Í kjölfarið á mótmælunum funduðu Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, og Sigrún Gunnarsdóttur, aðstoðarmaður Óttars Proppé, með hugarafli. Sagði Karl Pétur að vonandi væri hægt að finna einhverja lausn á málum Hugarafls þrátt fyrir að ekki væri hægt að lofa meiri fjárveitingum til samtakanna eins og staðan væri núna. Enginn frá heilbrigðsráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu komið og kynnt sér starfseminaAuður Axelsdóttir, ein af stofnendum Hugarafls, ræddi málefni félagsins í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni þann 2. ágúst síðastliðinn. Ræddi hún þar um stöðu félagsins og starfsemi þess. Sagði Auður að ráðamenn og embættismenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað samtökin hafa stækkað mikið undanfarin ár. „Það eru hjá okkur upp í 160 manns á mánuði og yfir 350 manns á ári sækja mjög virka þjónustu. Ef við segjum að hver einstaklingur kosti um 200.000 krónur í endurhæfingu á mánuði þá erum við komin upp í miklar upphæðir,“ sagði Auður. Þá nefndi hún einnig að enginn úr heilbrigðismálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu hafi komið og kynnt sér starfsemina áður en úthlutað var.Hugarafl hefur fengið fund með félagsmálaráðherra þann 17. ágúst. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ungir Píratar krefjast þess að Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, komi í veg fyrir lokun Hugarafls. Þetta kemur fram í ályktun frá ungliðahreyfingunni. Hugarafl eru samtök notenda geðheilbrigðisþjónustu og stærstu samtök utan stofnana sem vinna að þessum málaflokki. Opinber framlög til samtakanna hafa verið skorin niður um sex og hálfa milljón frá því á síðasta ári. Í samtökunum vinnur félagsfólk og starfsfólk á jafningjagrundvelli við að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og bjóða upp á aðstoð sem byggir á mannlegum gildum, valdeflingu og bataferli. Samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2003. „Við hörmum vanrækslu yfirvalda á þessum mikilvæga málaflokki og nú virðist botninum vera náð. Við gerum þá kröfu að þeim hundruðum sem þurfa á starfi Hugarafls að halda sé sýnd sómasamleg virðing og að þessi hópur fái nauðsynlegan stuðning,“ segir í tilkynningunni.Fjárveitingin vanvirðing við HugaraflÁætlað er að 1,5 milljónir króna renni til Hugarafls á þessu ári samanborið við átta milljónir króna í fyrra. Telja forsvarsmenn Hugarafls upphæðina vera allt of lága þar sem samtökin þjónusti fjölda manns með geðraskanir á hverju ári. Í apríl á þessu ári var niðurskurður til Hugarafls í brennidepli en samtökin mótmæltu lágum fjárveitingum við velferðarráðuneytið. Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson, þingmenn Pírata tóku þátt í mótmælunum með samtökunum. Í tilkynningu frá Hugarafli sem send var út fyrir mótmælin sögðu samtökin að „fjárveitingin væri vanvirðing við Hugarafl sem hefur lagt gríðarlega af mörkum til geðheilbrigðiskerfisins undanfarin 14 ár.“ Í kjölfarið á mótmælunum funduðu Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, og Sigrún Gunnarsdóttur, aðstoðarmaður Óttars Proppé, með hugarafli. Sagði Karl Pétur að vonandi væri hægt að finna einhverja lausn á málum Hugarafls þrátt fyrir að ekki væri hægt að lofa meiri fjárveitingum til samtakanna eins og staðan væri núna. Enginn frá heilbrigðsráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu komið og kynnt sér starfseminaAuður Axelsdóttir, ein af stofnendum Hugarafls, ræddi málefni félagsins í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni þann 2. ágúst síðastliðinn. Ræddi hún þar um stöðu félagsins og starfsemi þess. Sagði Auður að ráðamenn og embættismenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað samtökin hafa stækkað mikið undanfarin ár. „Það eru hjá okkur upp í 160 manns á mánuði og yfir 350 manns á ári sækja mjög virka þjónustu. Ef við segjum að hver einstaklingur kosti um 200.000 krónur í endurhæfingu á mánuði þá erum við komin upp í miklar upphæðir,“ sagði Auður. Þá nefndi hún einnig að enginn úr heilbrigðismálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu hafi komið og kynnt sér starfsemina áður en úthlutað var.Hugarafl hefur fengið fund með félagsmálaráðherra þann 17. ágúst.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira