Hættir sauðfjárrækt og gerist ferðabóndi í von um að geta búið áfram á Rauðasandi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2017 22:30 Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi á Rauðasandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bóndinn á Rauðasandi, sem lamaðist í bílslysi fyrir fjórtán árum, Ástþór Skúlason, hefur ákveðið að hætta sauðfjárbúskap. Hann hyggst í staðinn ásamt konu sinni freista gæfunnar í ferðaþjónustu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Ástþór, sem sjá má hér. Þegar ekið er úr Patreksfirði yfir á Rauðasand er það bærinn Melanes sem sést lengst á vinstri hönd út með fjallinu. Það var í slysi á þessum vegi árið 2003 sem bóndinn þar, Ástþór Skúlason, lamaðist neðan mittis, en hann þótti sýna ótrúlega þrautsegju þegar hann ákvað að halda áfram búskap, bundinn í hjólastól.Ekið niður á Rauðasand. Bærinn Melanes er út með fjallinu lengst til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er komið að tímamótum. Ástþór hefur losað sig við megnið af fjárstofninum. „Ég er jú með fáeinar kindur enn en svo má kannski segja að maður sé að snúa sér í ferðamennskuna og gerast ferðabóndi,” segir Ástþór. Afkoman var orðin svo léleg að hann sá fram á að örorkubæturnar færu til að greiða með sauðkindinni. En fleira kemur til. „Ég er einn eftir hér á stóru svæði með sauðfé og smalamennskur eru orðnar mjög erfiðar. Ég er eiginlega algerlega upp á aðra kominn með smalamennskur, þannig séð. Það er bara að verða erfiðara og erfiðara að fá fólk í smalamennskur.”Frá tjaldstæðinu á Melanesi. Fjaran á Rauðasandi sést fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sem næsti nágranni við hið sögufræga eyðibýli Sjöundá sér Ástþór tækifæri í þeim þúsundum ferðamanna sem heimsækja Rauðasand. „Ætli það hafi ekki komið hér í gegn í fyrrasumar trúlega eitthvað í kringum sextán þúsund manns. Það er stöðug aukning.” Ástþór og kona hans, Sigríður María Sigurðardóttir, stofnuðu í fyrra fyrirtæki um ferðaþjónustu og hafa komið upp tjaldstæði með þjónustuhúsum. „Við ákváðum að reisa hér nýja aðstöðu. Draumurinn er að geta látið það vaxa svolítið og hafa af því tekjur í framtíðinni.” Ný þjónustuhús eru risin við tjaldstæðið. Draumurinn er að koma einnig upp gistihúsum fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Markmiðið er jafnframt að reisa hús til útleigu á Melanesi. „Ef það tekst þá sjáum við fram á að geta vel búið hér áfram. En það náttúrlega veltur á því að geta komið upp frekari aðstöðu,” segir Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi. Tengdar fréttir Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Sjá meira
Bóndinn á Rauðasandi, sem lamaðist í bílslysi fyrir fjórtán árum, Ástþór Skúlason, hefur ákveðið að hætta sauðfjárbúskap. Hann hyggst í staðinn ásamt konu sinni freista gæfunnar í ferðaþjónustu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Ástþór, sem sjá má hér. Þegar ekið er úr Patreksfirði yfir á Rauðasand er það bærinn Melanes sem sést lengst á vinstri hönd út með fjallinu. Það var í slysi á þessum vegi árið 2003 sem bóndinn þar, Ástþór Skúlason, lamaðist neðan mittis, en hann þótti sýna ótrúlega þrautsegju þegar hann ákvað að halda áfram búskap, bundinn í hjólastól.Ekið niður á Rauðasand. Bærinn Melanes er út með fjallinu lengst til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er komið að tímamótum. Ástþór hefur losað sig við megnið af fjárstofninum. „Ég er jú með fáeinar kindur enn en svo má kannski segja að maður sé að snúa sér í ferðamennskuna og gerast ferðabóndi,” segir Ástþór. Afkoman var orðin svo léleg að hann sá fram á að örorkubæturnar færu til að greiða með sauðkindinni. En fleira kemur til. „Ég er einn eftir hér á stóru svæði með sauðfé og smalamennskur eru orðnar mjög erfiðar. Ég er eiginlega algerlega upp á aðra kominn með smalamennskur, þannig séð. Það er bara að verða erfiðara og erfiðara að fá fólk í smalamennskur.”Frá tjaldstæðinu á Melanesi. Fjaran á Rauðasandi sést fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sem næsti nágranni við hið sögufræga eyðibýli Sjöundá sér Ástþór tækifæri í þeim þúsundum ferðamanna sem heimsækja Rauðasand. „Ætli það hafi ekki komið hér í gegn í fyrrasumar trúlega eitthvað í kringum sextán þúsund manns. Það er stöðug aukning.” Ástþór og kona hans, Sigríður María Sigurðardóttir, stofnuðu í fyrra fyrirtæki um ferðaþjónustu og hafa komið upp tjaldstæði með þjónustuhúsum. „Við ákváðum að reisa hér nýja aðstöðu. Draumurinn er að geta látið það vaxa svolítið og hafa af því tekjur í framtíðinni.” Ný þjónustuhús eru risin við tjaldstæðið. Draumurinn er að koma einnig upp gistihúsum fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Markmiðið er jafnframt að reisa hús til útleigu á Melanesi. „Ef það tekst þá sjáum við fram á að geta vel búið hér áfram. En það náttúrlega veltur á því að geta komið upp frekari aðstöðu,” segir Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi.
Tengdar fréttir Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Sjá meira
Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15
Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00