Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 14. ágúst 2017 13:30 Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiðin fylgi Dýrafjarðargöngum. Fjallað var verkefnið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Vegagerðin hefur kynnt drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Vegalengdin er alls um 70 kílómetrar en Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Helsta breyting á vegstæði verður við Dynjandisvog. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar verður talsverð breyting á veglínu til þess að fullnægja hönnunarskilyrðum um langhalla vegar þar upp. En að stórum hluta fylgir vegurinn mikið til gamla veginum sem var lagður og opnaður 1959,” segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Í Vatnsfirði er áformað að færa veginn suður yfir ána Pennu og fjær Flókalundi en þar eru hættuleg gatnamót. „Nú er þetta náttúrlega friðland í Vatnsfirði alveg upp á fjallabrúnir þannig að þetta verður dálítið viðkvæmt. Þar er óhjákvæmilegt að þurfi að fara í gegnum kjarrlendi til að rýma fyrir nýjum vegi. En á móti kemur að það er auðvelt að plægja upp gamla veginn og planta í hann í staðinn, - skila honum til baka sem skógi. Og sama er auðvitað við Dynjanda, sem er friðlýst náttúruvætti. Það er auðvitað viðkvæm öll vegarlagning þar,” segir Guðmundur.Í Vatnsfirði ofan Flókalundar er áformað að vegurinn flytjist suður yfir ána Pennu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Efst á heiðinni verður vegurinn fluttur yfir í snjóléttari holt, beygjur rúnaðar af og dregið úr halla vegarins svo hann fari hvergi yfir sjö prósent. Yfirverkstjórinn telur að þannig fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. „Þar er vorkoman svona kannski mánuði fyrr heldur en á Steingrímsfjarðarheiði. Þannig að ég hef fulla trú á því, með nútíma vegarlagningu, góðum fláum, háum vegi og góðum skeringum, þá sé ekkert mál að hafa þjónustuhæfan veg þarna yfir heiðina,” segir Guðmundur. Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau eru til lítils gagns nema leiðin sé fær yfir Dynjandisheiði. „Það hefur alltaf verið talað um að það sé gert samhliða jarðgöngunum þannig að þegar jarðgöngin verða tilbúin þá verði vegurinn svona að mestu leyti kominn,” segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf Dynjandisheiði að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. „Þetta er langt ferli. En ef vel tekst til þá á það að geta unnist á kannski 2-3 árum og menn sjái það fyrir sér að um líkt leyti, kannski 2020, þegar við förum að opna Dýrafjarðargöng, þá verði þessi vinna komin í gang. Það er í raun ekkert sem ætti að aftra því í sjálfu sér,” segir Guðmundur, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Dýrafjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiðin fylgi Dýrafjarðargöngum. Fjallað var verkefnið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Vegagerðin hefur kynnt drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Vegalengdin er alls um 70 kílómetrar en Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Helsta breyting á vegstæði verður við Dynjandisvog. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar verður talsverð breyting á veglínu til þess að fullnægja hönnunarskilyrðum um langhalla vegar þar upp. En að stórum hluta fylgir vegurinn mikið til gamla veginum sem var lagður og opnaður 1959,” segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Í Vatnsfirði er áformað að færa veginn suður yfir ána Pennu og fjær Flókalundi en þar eru hættuleg gatnamót. „Nú er þetta náttúrlega friðland í Vatnsfirði alveg upp á fjallabrúnir þannig að þetta verður dálítið viðkvæmt. Þar er óhjákvæmilegt að þurfi að fara í gegnum kjarrlendi til að rýma fyrir nýjum vegi. En á móti kemur að það er auðvelt að plægja upp gamla veginn og planta í hann í staðinn, - skila honum til baka sem skógi. Og sama er auðvitað við Dynjanda, sem er friðlýst náttúruvætti. Það er auðvitað viðkvæm öll vegarlagning þar,” segir Guðmundur.Í Vatnsfirði ofan Flókalundar er áformað að vegurinn flytjist suður yfir ána Pennu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Efst á heiðinni verður vegurinn fluttur yfir í snjóléttari holt, beygjur rúnaðar af og dregið úr halla vegarins svo hann fari hvergi yfir sjö prósent. Yfirverkstjórinn telur að þannig fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. „Þar er vorkoman svona kannski mánuði fyrr heldur en á Steingrímsfjarðarheiði. Þannig að ég hef fulla trú á því, með nútíma vegarlagningu, góðum fláum, háum vegi og góðum skeringum, þá sé ekkert mál að hafa þjónustuhæfan veg þarna yfir heiðina,” segir Guðmundur. Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau eru til lítils gagns nema leiðin sé fær yfir Dynjandisheiði. „Það hefur alltaf verið talað um að það sé gert samhliða jarðgöngunum þannig að þegar jarðgöngin verða tilbúin þá verði vegurinn svona að mestu leyti kominn,” segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf Dynjandisheiði að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. „Þetta er langt ferli. En ef vel tekst til þá á það að geta unnist á kannski 2-3 árum og menn sjái það fyrir sér að um líkt leyti, kannski 2020, þegar við förum að opna Dýrafjarðargöng, þá verði þessi vinna komin í gang. Það er í raun ekkert sem ætti að aftra því í sjálfu sér,” segir Guðmundur, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.
Dýrafjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35