83 prósent nota símann undir stýri Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Hlutfall framhaldsskólanema sem tala í símann undir stýri hækkar með hækkandi aldri. vísir/stefán Fimm af hverjum sex framhaldsskólanemum hér á landi notar snjallsíma undir stýri. Notkun eykst með hækkandi aldri. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Sjóvá lét gera. Könnunin var lögð fyrir framhaldsskólanema og tóku rúmlega sjötíu prósent þátt. Alls sögðust 83 prósent nota símann undir stýri. Rúmlega sjö af hverjum tíu 17 ára nemum játuðu því að nota símann stundum eða oftar við akstur en í hópi 20 ára og eldri var hlutfallið 92 prósent. Flestir tala í símann undir stýri eða 71 prósent. Tæplega sex af hverjum tíu senda SMS eða nota símann til að leita upplýsinga samhliða akstri og helmingur segist skoða og senda Snapchat skilaboð undir stýri.Einar Magnús MagnússonÍ svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölda slysa sem rekja megi til farsímanotkunar í akstri segir að slík tölfræði sé af skornum skammti. Vanskráning sé á þeim þar sem lögreglan hafi litlar heimildir til rannsókna umfram það að spyrja hvort farsímanotkun hafi átt sér stað. Flestir ökumenn neiti því. „Það hafa orðið banaslys sem rakin eru til farsímanotkunar ökumanna,“ segir Einar Magnús Einarsson, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu. Hann bætir því við að þau banaslys séu notuð í forvarnarefni stofnunarinnar. Einar segir einnig að niðurstöður könnunarinnar séu sláandi. Fyrir nokkru hafi Samgöngustofa látið gera könnun meðal ökumanna um viðhorf þeirra til farsímanotkunar undir stýri. Tæplega 100 prósent aðspurðra hafi svarað því að þeir telji hana hættulega. Í vikunni fer átakið Höldum fókus af stað á nýjan leik en því er ætlað að fá ökumenn til að sleppa farsímanum meðan þeir aka. Einar telur einnig að rétt sé að kanna að breyta verklagi og reglum hér á landi. „Í Bretlandi er bannað með öllu að handleika farsíma á meðan á akstri stendur. Það er spurning hvort við þurfum að taka slíkar reglur upp hér,“ segir Einar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að lægstu sektir fyrir umferðarlagabrot verði 20 þúsund krónur Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. 12. júlí 2017 18:07 Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Fimm af hverjum sex framhaldsskólanemum hér á landi notar snjallsíma undir stýri. Notkun eykst með hækkandi aldri. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Sjóvá lét gera. Könnunin var lögð fyrir framhaldsskólanema og tóku rúmlega sjötíu prósent þátt. Alls sögðust 83 prósent nota símann undir stýri. Rúmlega sjö af hverjum tíu 17 ára nemum játuðu því að nota símann stundum eða oftar við akstur en í hópi 20 ára og eldri var hlutfallið 92 prósent. Flestir tala í símann undir stýri eða 71 prósent. Tæplega sex af hverjum tíu senda SMS eða nota símann til að leita upplýsinga samhliða akstri og helmingur segist skoða og senda Snapchat skilaboð undir stýri.Einar Magnús MagnússonÍ svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölda slysa sem rekja megi til farsímanotkunar í akstri segir að slík tölfræði sé af skornum skammti. Vanskráning sé á þeim þar sem lögreglan hafi litlar heimildir til rannsókna umfram það að spyrja hvort farsímanotkun hafi átt sér stað. Flestir ökumenn neiti því. „Það hafa orðið banaslys sem rakin eru til farsímanotkunar ökumanna,“ segir Einar Magnús Einarsson, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu. Hann bætir því við að þau banaslys séu notuð í forvarnarefni stofnunarinnar. Einar segir einnig að niðurstöður könnunarinnar séu sláandi. Fyrir nokkru hafi Samgöngustofa látið gera könnun meðal ökumanna um viðhorf þeirra til farsímanotkunar undir stýri. Tæplega 100 prósent aðspurðra hafi svarað því að þeir telji hana hættulega. Í vikunni fer átakið Höldum fókus af stað á nýjan leik en því er ætlað að fá ökumenn til að sleppa farsímanum meðan þeir aka. Einar telur einnig að rétt sé að kanna að breyta verklagi og reglum hér á landi. „Í Bretlandi er bannað með öllu að handleika farsíma á meðan á akstri stendur. Það er spurning hvort við þurfum að taka slíkar reglur upp hér,“ segir Einar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að lægstu sektir fyrir umferðarlagabrot verði 20 þúsund krónur Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. 12. júlí 2017 18:07 Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Gera ráð fyrir að lægstu sektir fyrir umferðarlagabrot verði 20 þúsund krónur Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. 12. júlí 2017 18:07
Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30