Gera ráð fyrir að lægstu sektir fyrir umferðarlagabrot verði 20 þúsund krónur Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2017 18:07 Hækkunin fer úr 5 til tíu þúsund krónum í 20 þúsund krónur. vísir/andri marínó Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. Gert er ráð fyrir að lægstu sektir verði 20 þúsund krónur. Ef ökuskírteini gleymist verði sektin 10 þúsund krónur. Þá er einnig gert ráð fyrir að sektir fyrir mörg brot verði hæst 500 þúsund krónur. Það krefst breytinga á umferðarlögum sem nú gera ráð fyrir 300 þúsund krónum fyrir samanlagðar sektir. Núgildandi reglugerð, sem mun falla úr gildi samþykki ráðherra tillögur ríkissaksóknara að nýrri reglugerð, var sett árið 2006. Í tillögu að reglugerðinni má sjá að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar mun hækka í 40 þúsund krónur úr 5 þúsund krónum líkt og komið hefur fram í fréttum. Þá munu sektir fyrir óþarfa mengun frá vélknúnu ökutæki hækka í 20 þúsund krónur úr 10 þúsund krónum. Íslendingar munu líklega hugsa sig tvisvar um, ef ekki oftar, ætli þeir sér að bruna yfir á rauðu ljósi þar sem sektin mun, miðað við þessar tillögur, hækka úr 15 þúsundum í 30 þúsund krónur. Utanvegaakstur hækkar úr 5 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. Þá munu sektir einnig hækka í 20 þúsund krónur fyrir að aka ógætilega með þeim afleiðingum að aur slettist á vegfarendur, ef of stutt bil er á milli ökutækja í umferðinni, ef öryggisbelti er sleppt og ef farmur byrgir ökumanni útsýni. Þáverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, óskaði eftir tillögu ríkissaksóknara um sektir fyrir umferðarlagabrot í september 2016. Þar var sérstaklega lögð áhersla á notkun farsíma undir stýri án notkun handfrjáls búnaðar. Samgöngur Tengdar fréttir Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. Gert er ráð fyrir að lægstu sektir verði 20 þúsund krónur. Ef ökuskírteini gleymist verði sektin 10 þúsund krónur. Þá er einnig gert ráð fyrir að sektir fyrir mörg brot verði hæst 500 þúsund krónur. Það krefst breytinga á umferðarlögum sem nú gera ráð fyrir 300 þúsund krónum fyrir samanlagðar sektir. Núgildandi reglugerð, sem mun falla úr gildi samþykki ráðherra tillögur ríkissaksóknara að nýrri reglugerð, var sett árið 2006. Í tillögu að reglugerðinni má sjá að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar mun hækka í 40 þúsund krónur úr 5 þúsund krónum líkt og komið hefur fram í fréttum. Þá munu sektir fyrir óþarfa mengun frá vélknúnu ökutæki hækka í 20 þúsund krónur úr 10 þúsund krónum. Íslendingar munu líklega hugsa sig tvisvar um, ef ekki oftar, ætli þeir sér að bruna yfir á rauðu ljósi þar sem sektin mun, miðað við þessar tillögur, hækka úr 15 þúsundum í 30 þúsund krónur. Utanvegaakstur hækkar úr 5 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. Þá munu sektir einnig hækka í 20 þúsund krónur fyrir að aka ógætilega með þeim afleiðingum að aur slettist á vegfarendur, ef of stutt bil er á milli ökutækja í umferðinni, ef öryggisbelti er sleppt og ef farmur byrgir ökumanni útsýni. Þáverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, óskaði eftir tillögu ríkissaksóknara um sektir fyrir umferðarlagabrot í september 2016. Þar var sérstaklega lögð áhersla á notkun farsíma undir stýri án notkun handfrjáls búnaðar.
Samgöngur Tengdar fréttir Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30