Vill koma á fót Þjóðgarðastofnun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 13:37 Þingvellir. Vísir/Vilhelm Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls ásamt öðrum tilteknum verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið með stofnuninni sé að efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu þjóðgarða og friðlýstra svæða en um leið viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna. Þrjár opinberar stofnanir fara nú með umsjón með rekstri þjóðgarða, friðlýstra svæða og annarra náttúruverndarsvæða í landinu; Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og Umhverfisstofnun, en undir stofnunina heyrir Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og friðlýst svæði utan þjóðgarða.Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.„Veigamikil rök eru til þess að samþætta starfsemi þessara stofnana sem fást við sambærileg verkefni. Þar má nefna að málefni náttúruverndar verða sífellt mikilvægari, aukinn rekstur og starfsemi er á þessum svæðum og aukin krafa um þjónustu, ekki síst vegna mikils fjölda ferðamanna. Þannig hefur á örfáum árum orðið mikil breyting á þessum svæðum, gestafjöldi hefur margfaldast og mikil þörf er á styrkingu starfseminnar,” segir í tilkynningu. Með þessu er gert ráð fyrir að sameina verkefni sem meðal annars tengjast verndaraðgerðum, gerð stjórnunar- og verndaráætlana, stýringu ferðamanna, landvörslu, meðferð og útgáfu sérleyfa, veitingu þjónustu og innheimtu þjónustugjalda, uppbyggingu og rekstri innviða, framkvæmdum á verndarsvæðum og viðhaldi, framkvæmd friðlýsinga, leyfisveitingum og annarri stjórnsýslu. Gengið er út frá því að viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna, en jafnframt efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu. Þá er gert ráð fyrir að viðhalda því fyrirkomulagi sem verið hefur um tengsl Alþingis við Þjóðgarðinn á Þingvöllum og sérstöðu hans, sem og þeirri valddreifingu sem felst í aðkomu sveitarfélaga í Vatnajökulsþjóðgarði. Jafnframt yrði leitast við að efla valddreifingu og aðkomu heimamanna að öðrum friðlýstum svæðum. „Áhersla er lögð á að með sameiningu verkefna er fyrst og fremst verið að styrkja faglegt starf og stoðþjónustu og því verður störfum sem lúta að þessum verkefnum ekki fækkað í tengslum við stofnun Þjóðgarðastofnunar.” Unnið verður að gerð lagafrumvarps um nýja Þjóðgarðsstofnun á næstu mánuðum sem umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2018. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls ásamt öðrum tilteknum verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið með stofnuninni sé að efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu þjóðgarða og friðlýstra svæða en um leið viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna. Þrjár opinberar stofnanir fara nú með umsjón með rekstri þjóðgarða, friðlýstra svæða og annarra náttúruverndarsvæða í landinu; Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og Umhverfisstofnun, en undir stofnunina heyrir Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og friðlýst svæði utan þjóðgarða.Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.„Veigamikil rök eru til þess að samþætta starfsemi þessara stofnana sem fást við sambærileg verkefni. Þar má nefna að málefni náttúruverndar verða sífellt mikilvægari, aukinn rekstur og starfsemi er á þessum svæðum og aukin krafa um þjónustu, ekki síst vegna mikils fjölda ferðamanna. Þannig hefur á örfáum árum orðið mikil breyting á þessum svæðum, gestafjöldi hefur margfaldast og mikil þörf er á styrkingu starfseminnar,” segir í tilkynningu. Með þessu er gert ráð fyrir að sameina verkefni sem meðal annars tengjast verndaraðgerðum, gerð stjórnunar- og verndaráætlana, stýringu ferðamanna, landvörslu, meðferð og útgáfu sérleyfa, veitingu þjónustu og innheimtu þjónustugjalda, uppbyggingu og rekstri innviða, framkvæmdum á verndarsvæðum og viðhaldi, framkvæmd friðlýsinga, leyfisveitingum og annarri stjórnsýslu. Gengið er út frá því að viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna, en jafnframt efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu. Þá er gert ráð fyrir að viðhalda því fyrirkomulagi sem verið hefur um tengsl Alþingis við Þjóðgarðinn á Þingvöllum og sérstöðu hans, sem og þeirri valddreifingu sem felst í aðkomu sveitarfélaga í Vatnajökulsþjóðgarði. Jafnframt yrði leitast við að efla valddreifingu og aðkomu heimamanna að öðrum friðlýstum svæðum. „Áhersla er lögð á að með sameiningu verkefna er fyrst og fremst verið að styrkja faglegt starf og stoðþjónustu og því verður störfum sem lúta að þessum verkefnum ekki fækkað í tengslum við stofnun Þjóðgarðastofnunar.” Unnið verður að gerð lagafrumvarps um nýja Þjóðgarðsstofnun á næstu mánuðum sem umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2018.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira