Þau temja tófur sem gæludýr í Arnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. ágúst 2017 21:30 Á afskekktum sveitabæ við Arnarfjörð hafa menn tekið upp á því að ala refi sem gæludýr. Bóndinn segir að eftir nokkrar vikur í tamningu fylgi refurinn þér eins og hundur. Frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns má sjá hér að ofan. Á íslenskum sveitabæjum í gegnum tíðina hefur tófan iðulega verið talin hið versta óhræsi. En ekki á Laugabóli við Arnarfjörð. Árni B. Erlingsson og fjölskylda stunda þar hrossarækt og leigja út gistiherbergi fyrir ferðamenn og njóta þess að hafa heitt vatn í sundlaug og til húsahitunar. En það eru yrðlingarnir sem jafnan stela senunni. „Við höfum bara oft haft yrðlinga hér sem gæludýr og við höfum oft getað haft þá í nokkur ár,” segir Árni bóndi á Laugabóli. Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð. Fyrir aftan er hin finnska Mari að sinna yrðlingunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Yrðlingarnir tveir, sem nú eru á bænum, komu úr greni sem refaskyttur unnu í vor, - þeir einu sem fengu að lifa af sjö. „Við biðjum nú bara refaveiðimenn, sem eru að vinna greni, um að hlífa einum eða tveimur fyrir okkur. Og þeir færa okkur þetta. Svo höfum við þá bara hér eins og gæludýr, núna aðallega fyrir ferðamennina, því núna erum við komin í ferðaþjónustu. Ásamt lauginni hefur þetta bara töluvert aðdráttarafl,” segir Árni. Finnsk vinnustúlka á bænum, Mari Kemppainen, segist hafa mikla ánægju af yrðlingunum og hún laugar þá reglulega með vatni úr heita pottinum. Hluti tamningarinnar er að lauga yrðlingana. Baðið er jafnframt til halda þeim hreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún segir það hluta af tamningunni að baða þá en einnig til að kenna þeim að þetta sé allt í lagi, það sé ekki sárt. „Líka til að hafa þá hreinni, - í smástund,” segir Mari. -En er ekkert mál að temja villtan ref? „Nei, það er ekkert mál. En þetta temst aðeins verr en hundur. Við skulum segja að þetta sé eins og lélegur hundur í tamningu. Eftir að við erum búnir að hafa þá í taumi í tvo-þrjá mánuði, þá getur þetta fylgt okkur bara eins og hundur,” segir Árni. Stöð 2 heimsótti Árna á Laugabóli einnig haustið 2010 en þann þátt má sjá hér. Dýr Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Á afskekktum sveitabæ við Arnarfjörð hafa menn tekið upp á því að ala refi sem gæludýr. Bóndinn segir að eftir nokkrar vikur í tamningu fylgi refurinn þér eins og hundur. Frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns má sjá hér að ofan. Á íslenskum sveitabæjum í gegnum tíðina hefur tófan iðulega verið talin hið versta óhræsi. En ekki á Laugabóli við Arnarfjörð. Árni B. Erlingsson og fjölskylda stunda þar hrossarækt og leigja út gistiherbergi fyrir ferðamenn og njóta þess að hafa heitt vatn í sundlaug og til húsahitunar. En það eru yrðlingarnir sem jafnan stela senunni. „Við höfum bara oft haft yrðlinga hér sem gæludýr og við höfum oft getað haft þá í nokkur ár,” segir Árni bóndi á Laugabóli. Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð. Fyrir aftan er hin finnska Mari að sinna yrðlingunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Yrðlingarnir tveir, sem nú eru á bænum, komu úr greni sem refaskyttur unnu í vor, - þeir einu sem fengu að lifa af sjö. „Við biðjum nú bara refaveiðimenn, sem eru að vinna greni, um að hlífa einum eða tveimur fyrir okkur. Og þeir færa okkur þetta. Svo höfum við þá bara hér eins og gæludýr, núna aðallega fyrir ferðamennina, því núna erum við komin í ferðaþjónustu. Ásamt lauginni hefur þetta bara töluvert aðdráttarafl,” segir Árni. Finnsk vinnustúlka á bænum, Mari Kemppainen, segist hafa mikla ánægju af yrðlingunum og hún laugar þá reglulega með vatni úr heita pottinum. Hluti tamningarinnar er að lauga yrðlingana. Baðið er jafnframt til halda þeim hreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún segir það hluta af tamningunni að baða þá en einnig til að kenna þeim að þetta sé allt í lagi, það sé ekki sárt. „Líka til að hafa þá hreinni, - í smástund,” segir Mari. -En er ekkert mál að temja villtan ref? „Nei, það er ekkert mál. En þetta temst aðeins verr en hundur. Við skulum segja að þetta sé eins og lélegur hundur í tamningu. Eftir að við erum búnir að hafa þá í taumi í tvo-þrjá mánuði, þá getur þetta fylgt okkur bara eins og hundur,” segir Árni. Stöð 2 heimsótti Árna á Laugabóli einnig haustið 2010 en þann þátt má sjá hér.
Dýr Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46