Innlent

Fíkniefnamál á Flúðum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Flúðir taka á móti mörgum gestum um helgina.
Flúðir taka á móti mörgum gestum um helgina. Vísir/Vilhelm
Nóttin gekk „bara nokkuð þokkalega fyrir sig“ á Suðurlandi þrátt fyrir margmenni og „slatta af málum“ sem komu upp að sögn Sveins Rúnars Kristjánssonar, yfirlögregluþjóns í umdæminu.

Að frátaldri Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er stærsta úthátíðin á Suðurlandi á Flúðum og þar þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum gestum. 

Tuttugu ökumenn voru að sögn Sveins stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og einn er talinn hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Sjá einnig: Nóg að gera í borginni en rólegt á landsbyggðinni

Þá komu sex fíkniefnamál inn á borð lögreglunnar í nótt, einhver á vegum úti en önnur á Flúðum. Ekkert málanna sem kom upp getur þó talist alvarlegt að mati yfirlögregluþjónsins.

Annars var „rífandi stemning“ á Flúðum að sögn þeirra sem Vísir hefur rætt við við í morgun. Uppistandssýning Péturs Jóhanns Sigfússonar sló í gegn og „þakið ætlaði að rifna af kofanum“ þegar Stuðbandið lék fyrir dansi í félagsheimilinu. Dagskráin á Flúðum stendur alla helgina og nær hápunkti annað kvöld þegar Á Móti Sól og Made in Sveitin leika fyrir dansi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×