Innlent

Bátur vélarvana við Þjórsárósa: Þyrla bjargaði fólki úr bátnum

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu. Vísir/Vilhelm
Bátur varð vélarvana við Þjórsárósa nú fyrir stuttu. Fjórar manneskjur eru um borð. Þyrla er komin á svæðið og verður fólkið líklega flutt úr bátnum ef hætta er á því að báturinn lendi í fjöru eða á landi. Þá er björgunarskip frá Vestmannaeyjum og björgunarsveitir á leiðinni á vettvang. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Uppfært 19:51

Búið er að ná fólkinu úr bátnum. Enginn er slasaður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×