Innlent

Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna á Suðurlandi

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Flúðir taka á móti mörgum gestum um helgina.
Flúðir taka á móti mörgum gestum um helgina. Vísir/Vilhelm
Mikið var um ölvun og notkun annarra vímuefna í gærkvöldi og í nótt samkvæmt Lögreglunni á Suðurlandi. Fjórir einstaklingar gistu fangageymslur lögreglu. Verst virðist ástandið hafa verið á Flúðum.

Í færslu lögreglunnar á Facebook segir að um tíu fíkniefnamál hafi komið til kasta lögreglu. Þá var einnig lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna en grunur liggur á að þeim hafi verið ætlað til sölu.

Þrír voru kærðir fyrir ölvun við akstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var ein líkamsárás kærð til lögreglu og talið er að eggvopni hafi mögulega verið beitt.

Í færslu lögreglunnar segir að allt tiltækt lið lögreglu hafi um tíma verið í verkefnum á Flúðum en þar er mikill mannfjöldi sem gistir á tjaldstæðum yfir Verslunarmannahelgina. Lögreglan hafði afskipti af nokkrum einstaklingum sem gátu enga björg sér veitt vegna áhrifa áfengis og/eða fíkniefna. Á tjaldstæðinu var talsvert um óspektir og voru annir hjá lögreglumönnum miklar. Var lögreglan fengin til að stilla til friðar og að fyrirbyggja slagsmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×