Fótbolti

Góðir útisigrar hjá Birni og Ingvari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björn Bergmann hefur átt mjög gott tímabil með Molde.
Björn Bergmann hefur átt mjög gott tímabil með Molde. vísir/getty
Molde vann góðan útisigur á Tromsö, 1-2, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Þetta var þriðji sigur Molde í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 31 stig, sjö stigum á eftir toppliði Rosenborg.

Björn Bergmann Sigurðarson bar fyrirliðabandið hjá Molde í dag og lék allan leikinn. Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi Molde.

Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Tromsö en fór af velli þegar átta mínútur voru til leiksloka. Tromsö hefur tapað þremur leikjum í röð og situr á botni deildarinnar.

Ingvar Jónsson og félagar í Sandefjord gerðu góða ferð til Bærum og unnu 1-3 sigur á Stabæk. Ingvar varði vítaspyrnu í stöðunni 0-1 fyrir Sandefjord.

Þetta var annar sigur Sandefjord í röð en liðið er í 8. sæti deildarinnar með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×