Glímir við krabbamein og er ósáttur við svör ríkisskattstjóra: Íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis Ásgeir Erlendsson skrifar 7. ágúst 2017 19:51 Maður sem glímir við krabbamein undrast svör ríkisskattstjóra sem telur útlagðan læknis- og lyfjakostnað síðasta árs, sem samsvarar rúmri miljón af tekjum fjölskyldunnar, ekki skerða gjaldþol hennar. Hann óskar eftir skýringum við hvað sé miðað og íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis. Njáll Þórðarson er tveggja barna faðir sem hefur undanfarið ár barist við alvarlegt ristilkrabbamein. Við síðustu skattskil ákvað Njáll að sækja um ívilnun þar sem útlagður lyfja- og læknakostnaður síðasta árs var færður inn. Hann gerði grein fyrir rúmum 624 þúsund krónum en sleppti öllum tilfallandi kostnaði líkt og sálfræðiþjónustu. Í lögum um tekjuskatt er heimild til lækkunar á tekjustofni ef veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Njáll segist hafa orðið undrandi þegar ríkisskattstjóri tjáði honum að upphæðin þætti ekki hafa skert gjaldþol fjölskyldunnar verulega og bendir á að upphæðin sem færð var inn samsvari 1,1 milljón króna af tekjum fjölskyldunnar. „Hverjum í millistétt munar ekki um 1,1 milljón út heimilisbókhaldinu? Við fengum þau svör, mjög skýrt, að þetta teljist ekki vera íþyngjandi fyrir okkur. Ég hló úr mér lungun. Það voru fyrstu viðbrögðin. Þetta er hjákátlegt, að gefa svona svör.“Upp á Everest í inniskóm Njáll segir ótækt að málið sé ekki rökstutt betur og óskar eftir skýringum við hvað sé miðað þegar mat er lagt á hvenær gjaldþol fjölskyldunnar þykir skert. „Eftir hverju er farið? Hver metur það að fjölskylda í Árbæ hafi það það gott að hún þurfi ekki endurgreiðslu á helmingi þess sem hún lagði út? Ég hef líkt þessari baráttu við að labba á Everest – á inniskóm. Það eru líkur, en það eru hraðahindranir. En heilbrigðiskerfið virkar einhvern veginn þannig að manni er rétt hjálparhönd þegar maður er byrjaður að renna aftur á bak, jafnvel á andlitinu. Þá sé í lagi að kasta til manns kaðli og jafnvel henda manni í einhverja notaða íþróttaskó. En í raun og veru ætti að byggja undir fólk sem er í þessari baráttu til að hjálpa því á toppinn.“ Hann hyggst kæra ákvörðun ríkisskattstjóra og íhugar leita til umboðsmanns Alþingis. „Fyrir hönd þeirra sem eru að berjast við illvíga sjúkdóma þá er þetta alveg ótækt. Það verður að bara að segjast eins og er.“ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Maður sem glímir við krabbamein undrast svör ríkisskattstjóra sem telur útlagðan læknis- og lyfjakostnað síðasta árs, sem samsvarar rúmri miljón af tekjum fjölskyldunnar, ekki skerða gjaldþol hennar. Hann óskar eftir skýringum við hvað sé miðað og íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis. Njáll Þórðarson er tveggja barna faðir sem hefur undanfarið ár barist við alvarlegt ristilkrabbamein. Við síðustu skattskil ákvað Njáll að sækja um ívilnun þar sem útlagður lyfja- og læknakostnaður síðasta árs var færður inn. Hann gerði grein fyrir rúmum 624 þúsund krónum en sleppti öllum tilfallandi kostnaði líkt og sálfræðiþjónustu. Í lögum um tekjuskatt er heimild til lækkunar á tekjustofni ef veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Njáll segist hafa orðið undrandi þegar ríkisskattstjóri tjáði honum að upphæðin þætti ekki hafa skert gjaldþol fjölskyldunnar verulega og bendir á að upphæðin sem færð var inn samsvari 1,1 milljón króna af tekjum fjölskyldunnar. „Hverjum í millistétt munar ekki um 1,1 milljón út heimilisbókhaldinu? Við fengum þau svör, mjög skýrt, að þetta teljist ekki vera íþyngjandi fyrir okkur. Ég hló úr mér lungun. Það voru fyrstu viðbrögðin. Þetta er hjákátlegt, að gefa svona svör.“Upp á Everest í inniskóm Njáll segir ótækt að málið sé ekki rökstutt betur og óskar eftir skýringum við hvað sé miðað þegar mat er lagt á hvenær gjaldþol fjölskyldunnar þykir skert. „Eftir hverju er farið? Hver metur það að fjölskylda í Árbæ hafi það það gott að hún þurfi ekki endurgreiðslu á helmingi þess sem hún lagði út? Ég hef líkt þessari baráttu við að labba á Everest – á inniskóm. Það eru líkur, en það eru hraðahindranir. En heilbrigðiskerfið virkar einhvern veginn þannig að manni er rétt hjálparhönd þegar maður er byrjaður að renna aftur á bak, jafnvel á andlitinu. Þá sé í lagi að kasta til manns kaðli og jafnvel henda manni í einhverja notaða íþróttaskó. En í raun og veru ætti að byggja undir fólk sem er í þessari baráttu til að hjálpa því á toppinn.“ Hann hyggst kæra ákvörðun ríkisskattstjóra og íhugar leita til umboðsmanns Alþingis. „Fyrir hönd þeirra sem eru að berjast við illvíga sjúkdóma þá er þetta alveg ótækt. Það verður að bara að segjast eins og er.“
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira