Glímir við krabbamein og er ósáttur við svör ríkisskattstjóra: Íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis Ásgeir Erlendsson skrifar 7. ágúst 2017 19:51 Maður sem glímir við krabbamein undrast svör ríkisskattstjóra sem telur útlagðan læknis- og lyfjakostnað síðasta árs, sem samsvarar rúmri miljón af tekjum fjölskyldunnar, ekki skerða gjaldþol hennar. Hann óskar eftir skýringum við hvað sé miðað og íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis. Njáll Þórðarson er tveggja barna faðir sem hefur undanfarið ár barist við alvarlegt ristilkrabbamein. Við síðustu skattskil ákvað Njáll að sækja um ívilnun þar sem útlagður lyfja- og læknakostnaður síðasta árs var færður inn. Hann gerði grein fyrir rúmum 624 þúsund krónum en sleppti öllum tilfallandi kostnaði líkt og sálfræðiþjónustu. Í lögum um tekjuskatt er heimild til lækkunar á tekjustofni ef veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Njáll segist hafa orðið undrandi þegar ríkisskattstjóri tjáði honum að upphæðin þætti ekki hafa skert gjaldþol fjölskyldunnar verulega og bendir á að upphæðin sem færð var inn samsvari 1,1 milljón króna af tekjum fjölskyldunnar. „Hverjum í millistétt munar ekki um 1,1 milljón út heimilisbókhaldinu? Við fengum þau svör, mjög skýrt, að þetta teljist ekki vera íþyngjandi fyrir okkur. Ég hló úr mér lungun. Það voru fyrstu viðbrögðin. Þetta er hjákátlegt, að gefa svona svör.“Upp á Everest í inniskóm Njáll segir ótækt að málið sé ekki rökstutt betur og óskar eftir skýringum við hvað sé miðað þegar mat er lagt á hvenær gjaldþol fjölskyldunnar þykir skert. „Eftir hverju er farið? Hver metur það að fjölskylda í Árbæ hafi það það gott að hún þurfi ekki endurgreiðslu á helmingi þess sem hún lagði út? Ég hef líkt þessari baráttu við að labba á Everest – á inniskóm. Það eru líkur, en það eru hraðahindranir. En heilbrigðiskerfið virkar einhvern veginn þannig að manni er rétt hjálparhönd þegar maður er byrjaður að renna aftur á bak, jafnvel á andlitinu. Þá sé í lagi að kasta til manns kaðli og jafnvel henda manni í einhverja notaða íþróttaskó. En í raun og veru ætti að byggja undir fólk sem er í þessari baráttu til að hjálpa því á toppinn.“ Hann hyggst kæra ákvörðun ríkisskattstjóra og íhugar leita til umboðsmanns Alþingis. „Fyrir hönd þeirra sem eru að berjast við illvíga sjúkdóma þá er þetta alveg ótækt. Það verður að bara að segjast eins og er.“ Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Maður sem glímir við krabbamein undrast svör ríkisskattstjóra sem telur útlagðan læknis- og lyfjakostnað síðasta árs, sem samsvarar rúmri miljón af tekjum fjölskyldunnar, ekki skerða gjaldþol hennar. Hann óskar eftir skýringum við hvað sé miðað og íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis. Njáll Þórðarson er tveggja barna faðir sem hefur undanfarið ár barist við alvarlegt ristilkrabbamein. Við síðustu skattskil ákvað Njáll að sækja um ívilnun þar sem útlagður lyfja- og læknakostnaður síðasta árs var færður inn. Hann gerði grein fyrir rúmum 624 þúsund krónum en sleppti öllum tilfallandi kostnaði líkt og sálfræðiþjónustu. Í lögum um tekjuskatt er heimild til lækkunar á tekjustofni ef veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Njáll segist hafa orðið undrandi þegar ríkisskattstjóri tjáði honum að upphæðin þætti ekki hafa skert gjaldþol fjölskyldunnar verulega og bendir á að upphæðin sem færð var inn samsvari 1,1 milljón króna af tekjum fjölskyldunnar. „Hverjum í millistétt munar ekki um 1,1 milljón út heimilisbókhaldinu? Við fengum þau svör, mjög skýrt, að þetta teljist ekki vera íþyngjandi fyrir okkur. Ég hló úr mér lungun. Það voru fyrstu viðbrögðin. Þetta er hjákátlegt, að gefa svona svör.“Upp á Everest í inniskóm Njáll segir ótækt að málið sé ekki rökstutt betur og óskar eftir skýringum við hvað sé miðað þegar mat er lagt á hvenær gjaldþol fjölskyldunnar þykir skert. „Eftir hverju er farið? Hver metur það að fjölskylda í Árbæ hafi það það gott að hún þurfi ekki endurgreiðslu á helmingi þess sem hún lagði út? Ég hef líkt þessari baráttu við að labba á Everest – á inniskóm. Það eru líkur, en það eru hraðahindranir. En heilbrigðiskerfið virkar einhvern veginn þannig að manni er rétt hjálparhönd þegar maður er byrjaður að renna aftur á bak, jafnvel á andlitinu. Þá sé í lagi að kasta til manns kaðli og jafnvel henda manni í einhverja notaða íþróttaskó. En í raun og veru ætti að byggja undir fólk sem er í þessari baráttu til að hjálpa því á toppinn.“ Hann hyggst kæra ákvörðun ríkisskattstjóra og íhugar leita til umboðsmanns Alþingis. „Fyrir hönd þeirra sem eru að berjast við illvíga sjúkdóma þá er þetta alveg ótækt. Það verður að bara að segjast eins og er.“
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira