Glímir við krabbamein og er ósáttur við svör ríkisskattstjóra: Íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis Ásgeir Erlendsson skrifar 7. ágúst 2017 19:51 Maður sem glímir við krabbamein undrast svör ríkisskattstjóra sem telur útlagðan læknis- og lyfjakostnað síðasta árs, sem samsvarar rúmri miljón af tekjum fjölskyldunnar, ekki skerða gjaldþol hennar. Hann óskar eftir skýringum við hvað sé miðað og íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis. Njáll Þórðarson er tveggja barna faðir sem hefur undanfarið ár barist við alvarlegt ristilkrabbamein. Við síðustu skattskil ákvað Njáll að sækja um ívilnun þar sem útlagður lyfja- og læknakostnaður síðasta árs var færður inn. Hann gerði grein fyrir rúmum 624 þúsund krónum en sleppti öllum tilfallandi kostnaði líkt og sálfræðiþjónustu. Í lögum um tekjuskatt er heimild til lækkunar á tekjustofni ef veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Njáll segist hafa orðið undrandi þegar ríkisskattstjóri tjáði honum að upphæðin þætti ekki hafa skert gjaldþol fjölskyldunnar verulega og bendir á að upphæðin sem færð var inn samsvari 1,1 milljón króna af tekjum fjölskyldunnar. „Hverjum í millistétt munar ekki um 1,1 milljón út heimilisbókhaldinu? Við fengum þau svör, mjög skýrt, að þetta teljist ekki vera íþyngjandi fyrir okkur. Ég hló úr mér lungun. Það voru fyrstu viðbrögðin. Þetta er hjákátlegt, að gefa svona svör.“Upp á Everest í inniskóm Njáll segir ótækt að málið sé ekki rökstutt betur og óskar eftir skýringum við hvað sé miðað þegar mat er lagt á hvenær gjaldþol fjölskyldunnar þykir skert. „Eftir hverju er farið? Hver metur það að fjölskylda í Árbæ hafi það það gott að hún þurfi ekki endurgreiðslu á helmingi þess sem hún lagði út? Ég hef líkt þessari baráttu við að labba á Everest – á inniskóm. Það eru líkur, en það eru hraðahindranir. En heilbrigðiskerfið virkar einhvern veginn þannig að manni er rétt hjálparhönd þegar maður er byrjaður að renna aftur á bak, jafnvel á andlitinu. Þá sé í lagi að kasta til manns kaðli og jafnvel henda manni í einhverja notaða íþróttaskó. En í raun og veru ætti að byggja undir fólk sem er í þessari baráttu til að hjálpa því á toppinn.“ Hann hyggst kæra ákvörðun ríkisskattstjóra og íhugar leita til umboðsmanns Alþingis. „Fyrir hönd þeirra sem eru að berjast við illvíga sjúkdóma þá er þetta alveg ótækt. Það verður að bara að segjast eins og er.“ Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Maður sem glímir við krabbamein undrast svör ríkisskattstjóra sem telur útlagðan læknis- og lyfjakostnað síðasta árs, sem samsvarar rúmri miljón af tekjum fjölskyldunnar, ekki skerða gjaldþol hennar. Hann óskar eftir skýringum við hvað sé miðað og íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis. Njáll Þórðarson er tveggja barna faðir sem hefur undanfarið ár barist við alvarlegt ristilkrabbamein. Við síðustu skattskil ákvað Njáll að sækja um ívilnun þar sem útlagður lyfja- og læknakostnaður síðasta árs var færður inn. Hann gerði grein fyrir rúmum 624 þúsund krónum en sleppti öllum tilfallandi kostnaði líkt og sálfræðiþjónustu. Í lögum um tekjuskatt er heimild til lækkunar á tekjustofni ef veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Njáll segist hafa orðið undrandi þegar ríkisskattstjóri tjáði honum að upphæðin þætti ekki hafa skert gjaldþol fjölskyldunnar verulega og bendir á að upphæðin sem færð var inn samsvari 1,1 milljón króna af tekjum fjölskyldunnar. „Hverjum í millistétt munar ekki um 1,1 milljón út heimilisbókhaldinu? Við fengum þau svör, mjög skýrt, að þetta teljist ekki vera íþyngjandi fyrir okkur. Ég hló úr mér lungun. Það voru fyrstu viðbrögðin. Þetta er hjákátlegt, að gefa svona svör.“Upp á Everest í inniskóm Njáll segir ótækt að málið sé ekki rökstutt betur og óskar eftir skýringum við hvað sé miðað þegar mat er lagt á hvenær gjaldþol fjölskyldunnar þykir skert. „Eftir hverju er farið? Hver metur það að fjölskylda í Árbæ hafi það það gott að hún þurfi ekki endurgreiðslu á helmingi þess sem hún lagði út? Ég hef líkt þessari baráttu við að labba á Everest – á inniskóm. Það eru líkur, en það eru hraðahindranir. En heilbrigðiskerfið virkar einhvern veginn þannig að manni er rétt hjálparhönd þegar maður er byrjaður að renna aftur á bak, jafnvel á andlitinu. Þá sé í lagi að kasta til manns kaðli og jafnvel henda manni í einhverja notaða íþróttaskó. En í raun og veru ætti að byggja undir fólk sem er í þessari baráttu til að hjálpa því á toppinn.“ Hann hyggst kæra ákvörðun ríkisskattstjóra og íhugar leita til umboðsmanns Alþingis. „Fyrir hönd þeirra sem eru að berjast við illvíga sjúkdóma þá er þetta alveg ótækt. Það verður að bara að segjast eins og er.“
Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira