Innlent

Með um 30 þúsund fylgjendur á Instagram: Íslenskt sveitalíf heillar

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Pálína Axelsdóttir Njarðvík er fædd og uppalin í sveit, nánar til tekið á bænum Eystra-Geldingarholti.
Pálína Axelsdóttir Njarðvík er fædd og uppalin í sveit, nánar til tekið á bænum Eystra-Geldingarholti. Instagram/farmlifeiceland

Næstum 30 þúsund manns frá öllum heimshornum fylgjast með daglegu lífi á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gegnum Instagram-síðuna Farm Life Iceland, sem ungur bóndi heldur úti. Hún segir vinsældir síðunnar hafa komið sér verulega á óvart.

Pálína Axelsdóttir Njarðvík er fædd og uppalin í sveit, nánar til tekið á bænum Eystra-Geldingarholti. Hún er nú búsett í Reykjavík en nýtir hvert tækifæri til að fara í sveitina og sinna bústörfum með fjölskyldu sinni.

Fyrir tveimur árum stofnaði hún Instagramreikning þar sem hún deilir myndum og myndböndum af íslensku sveitalífi. „Þetta eru ekki einhverjar glansmyndir. Bara lífið í sveitinni á Íslandi sem er náttúrulega – ef þú býrð í Sjanghæ, Hong Kong, New York eða einhverjum öðrum af stórborgum heimsins – þá er íslenskt sveitalíf mjög framandi. Þetta er eitthvað sem fólk þekkir ekki. Það veit ekki að kindur geta verið spakar, eru með persónuleika og þetta eru ekki bara einhver húsdýr. Þetta eru persónur.“

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, og er Pálína nú með rúmlega 28 þúsund fylgjendur á Instagram. Flestir sem fylgjast með eru útlendingar, frá öllum heimshornum.

„Það eru mjög margir sem eru búnir að spyrja mig hvort þeir geti komið og verið sjálfboðaliðar og hjálpað okkur og komið í heimsókn. Fólk kemur í heimsókn sem er að ferðast um Ísland, kíkir við ef ég er heima, fær að hitta kind, fær að klappa kind. Það segist hafa séð milljón kindur en þær hlaupi allar í burtu. Svo koma þeir og hitta mínar kindur og þær vilja bara tala við fólkið. Fólkið finnst það frábær upplifun.“

Sjá má innslagið að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×