Innlent

Kynnir gögn um mál Róberts Downey

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, er kominn með í hendurnar gögn frá dómsmálaráðuneytinu er varða þá ákvörðun að veita Róberti Árna Hreiðarssyni, sem nú heitir Róbert Downey, uppreist æru.

Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. Brynjar ætlar að kynna nefndarmönnum öll gögn málsins, meðal annars gögn um það hverjir veittu umsagnir um veitingu uppreistar æru.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×