Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. ágúst 2017 22:15 Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, húsfreyja á Hvalskeri við Patreksfjörð: Sveitavargurinn og nágrannarnir á Patreksfirði sjá ekki sumir varúðarskiltin. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra í sumar. Íbúi óttast samt að þetta verði til þess að fleiri kríur drepist á nýja veginum. Fjallað var um vegarbætur vestur á fjörðum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Endapunktur malbiksins var áður við fiskiskipið í fjörunni í Skápadal í botni Patreksfjarðar. Í skrám Vegagerðarinnar heitir hann Örlygshafnarvegur en þennan veg aka þeir sem eru á leið á staði eins og Rauðasand, Örlygshöfn, Hænuvík, Breiðavík og Látrabjarg. Fyrirtækið Borgarverk tók að sér verkið fyrir um 130 milljónir króna, sem fólst í að endurbyggja sex kílómetra vegarkafla með bundnu slitlagi frá Skápadal, um Rauðasandsgatnamótin og vestur fyrir bæinn Hvalsker. Þá verða eftir 37 kílómetrar ómalbikaðir að Látrabjargi.Malbikið nær nú langleiðina að Patreksfjarðarflugvelli, skammt vestur fyrir bæinn Hvalsker.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ætla mætti að vegarbótunum væri vel fagnað af íbúum á Hvalskeri sem losna núna við þjóðvegarykið. „Þetta verður sjálfsagt ágætt þegar þetta verður búið. Það er nú ekki alveg búið. Það er bara búið að fara eina ferð með olíumöl hérna. Það á eftir að fara aðra,” segir Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, húsfreyja á Hvalskeri. -Verður þetta ekki allt annað og betra líf? „Ahh. Ég veit það ekki. Ég kvíði vetrinum. Sumsstaðar verður vegurinn snjóþyngri inni í firði en hann hefur verið. Þeir færðu hann til og þá er hærra niður á hann. En það þykir sjálfsagt mörgum þetta gott.” -En er mikil umferð hérna? „Það er gríðarleg umferð. En hún er öðruvísi. Það er mikið meira af húsbílum heldur en venjulegum bílum.” Nýi vegarkaflinn er í sunnanverðum Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Mestar áhyggjur hefur Sigurbjörg af kríuvarpinu við Hvalsker og að fleiri kríur drepist á nýja veginum. „Það er farið bara mikið af því og búið að keyra yfir mikið af þeim.” -Er það af því að menn keyra þá hraðar? „Menn sjá ekki nema þær sem fljúga. Menn sjá ekki ungana,” segir Sigurbjörg og segir ungana æfa sig að fljúga á veginum. Og íbúum á Hvalskeri finnst ekki nóg að gert að hafa bara varúðarskilti Vegagerðarinnar um fuglavarpið. Þeir settu líka upp það sem Sigurbjörg kallar „þrífót” til að minna ökumenn á að draga úr hraðanum. „Það er allt í lagi með útlendingana. Þeir sjá merkin. En það sér ekki sveitavargurinn. Og nágrannarnir á Patreksfirði. Þeir sjá ekki merkin sumir. Það er bara svoleiðis.” Tengdar fréttir Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Laxeldi í sjókvíum er á góðri leið með að rífa samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum upp úr langvarandi öldudal. 5. júlí 2017 09:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra í sumar. Íbúi óttast samt að þetta verði til þess að fleiri kríur drepist á nýja veginum. Fjallað var um vegarbætur vestur á fjörðum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Endapunktur malbiksins var áður við fiskiskipið í fjörunni í Skápadal í botni Patreksfjarðar. Í skrám Vegagerðarinnar heitir hann Örlygshafnarvegur en þennan veg aka þeir sem eru á leið á staði eins og Rauðasand, Örlygshöfn, Hænuvík, Breiðavík og Látrabjarg. Fyrirtækið Borgarverk tók að sér verkið fyrir um 130 milljónir króna, sem fólst í að endurbyggja sex kílómetra vegarkafla með bundnu slitlagi frá Skápadal, um Rauðasandsgatnamótin og vestur fyrir bæinn Hvalsker. Þá verða eftir 37 kílómetrar ómalbikaðir að Látrabjargi.Malbikið nær nú langleiðina að Patreksfjarðarflugvelli, skammt vestur fyrir bæinn Hvalsker.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ætla mætti að vegarbótunum væri vel fagnað af íbúum á Hvalskeri sem losna núna við þjóðvegarykið. „Þetta verður sjálfsagt ágætt þegar þetta verður búið. Það er nú ekki alveg búið. Það er bara búið að fara eina ferð með olíumöl hérna. Það á eftir að fara aðra,” segir Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, húsfreyja á Hvalskeri. -Verður þetta ekki allt annað og betra líf? „Ahh. Ég veit það ekki. Ég kvíði vetrinum. Sumsstaðar verður vegurinn snjóþyngri inni í firði en hann hefur verið. Þeir færðu hann til og þá er hærra niður á hann. En það þykir sjálfsagt mörgum þetta gott.” -En er mikil umferð hérna? „Það er gríðarleg umferð. En hún er öðruvísi. Það er mikið meira af húsbílum heldur en venjulegum bílum.” Nýi vegarkaflinn er í sunnanverðum Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Mestar áhyggjur hefur Sigurbjörg af kríuvarpinu við Hvalsker og að fleiri kríur drepist á nýja veginum. „Það er farið bara mikið af því og búið að keyra yfir mikið af þeim.” -Er það af því að menn keyra þá hraðar? „Menn sjá ekki nema þær sem fljúga. Menn sjá ekki ungana,” segir Sigurbjörg og segir ungana æfa sig að fljúga á veginum. Og íbúum á Hvalskeri finnst ekki nóg að gert að hafa bara varúðarskilti Vegagerðarinnar um fuglavarpið. Þeir settu líka upp það sem Sigurbjörg kallar „þrífót” til að minna ökumenn á að draga úr hraðanum. „Það er allt í lagi með útlendingana. Þeir sjá merkin. En það sér ekki sveitavargurinn. Og nágrannarnir á Patreksfirði. Þeir sjá ekki merkin sumir. Það er bara svoleiðis.”
Tengdar fréttir Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Laxeldi í sjókvíum er á góðri leið með að rífa samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum upp úr langvarandi öldudal. 5. júlí 2017 09:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Laxeldi í sjókvíum er á góðri leið með að rífa samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum upp úr langvarandi öldudal. 5. júlí 2017 09:15