Eigandinn að umtalaðasta jeppa landsins gaf sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 15:17 Ökumaðurinn og félagar hans halda niður Esjuna eftir að þeir festu bílinn á laugardaginn.Skemmdirnar á gróðrinum eru vel sýnilegar. Leifur Hákonarson Ökumaður og eigandi að Toyota Land Cruser jeppa sem setið hefur fastur í hlíðum Esjunnar síðan á laugardag gaf sig fram við lögregluna í Grafarvogi eftir hádegi í dag. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir manninn hafa hringt í lögreglu og í framhaldinu mætt á stöðina og gefið skýrslu vegna málsins. Að sögn Ásgeirs Péturs ók maðurinn gamlan vegarslóða sem hefur verið í Esjunni frá því á stríðsárunum. Hann var með farþega með sér í bílnum og ók upp slóðann töluverða vegalengd. Á tíma verður vegaslóðinn ógreinilegur og þar virðist sem lukka ökumannsins og félaga hafi farið sígandi. Jeppanum var ekið áleiðis niður fjallið en festist svo í mýri, þar sem hann hefur verið fastur síðan. Málið er upplýst en enn er óljóst hvernig og hvenær bíllinn verður færður úr Esjunni og á göturnar.Jeppinn er fastur í mýri á milli göngustíganna tveggja upp að Steini eins og sést á þessu korti úr Lightroom.Leifur Skarphéðinsson„Við erum að reyna að finna einhvern aðila með spil til að krækja. Það er ekki hægt að fara alveg að bílnum nema að skemma helling til viðbótar,“ segir Ásgeir Pétur. Vísar hann þar til þeirra skemmda sem sjá má í hlíðum Esjunnar eftir jeppann. Líklegasta lendingin sé að keyra bíl með spil framan á upp stíginn, leggja reipi í jeppann og reyna að ná honum þannig upp úr mýrinni. Ásgeir Pétur hefur starfað hjá lögreglu í á fjórða áratug. Aðspurður hvort þetta mál sé með þeim sérstakari í starfinu segir hann svo margt koma upp í starfi lögreglumannsins. „En það er svolítið sérstakt að láta sér detta það í huga að fara alla leið þangað upp.“ Lögreglufulltrúinn segir manninn geta átt von á kæru fyrir utanvegaakstur. Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35 Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ökumaður og eigandi að Toyota Land Cruser jeppa sem setið hefur fastur í hlíðum Esjunnar síðan á laugardag gaf sig fram við lögregluna í Grafarvogi eftir hádegi í dag. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir manninn hafa hringt í lögreglu og í framhaldinu mætt á stöðina og gefið skýrslu vegna málsins. Að sögn Ásgeirs Péturs ók maðurinn gamlan vegarslóða sem hefur verið í Esjunni frá því á stríðsárunum. Hann var með farþega með sér í bílnum og ók upp slóðann töluverða vegalengd. Á tíma verður vegaslóðinn ógreinilegur og þar virðist sem lukka ökumannsins og félaga hafi farið sígandi. Jeppanum var ekið áleiðis niður fjallið en festist svo í mýri, þar sem hann hefur verið fastur síðan. Málið er upplýst en enn er óljóst hvernig og hvenær bíllinn verður færður úr Esjunni og á göturnar.Jeppinn er fastur í mýri á milli göngustíganna tveggja upp að Steini eins og sést á þessu korti úr Lightroom.Leifur Skarphéðinsson„Við erum að reyna að finna einhvern aðila með spil til að krækja. Það er ekki hægt að fara alveg að bílnum nema að skemma helling til viðbótar,“ segir Ásgeir Pétur. Vísar hann þar til þeirra skemmda sem sjá má í hlíðum Esjunnar eftir jeppann. Líklegasta lendingin sé að keyra bíl með spil framan á upp stíginn, leggja reipi í jeppann og reyna að ná honum þannig upp úr mýrinni. Ásgeir Pétur hefur starfað hjá lögreglu í á fjórða áratug. Aðspurður hvort þetta mál sé með þeim sérstakari í starfinu segir hann svo margt koma upp í starfi lögreglumannsins. „En það er svolítið sérstakt að láta sér detta það í huga að fara alla leið þangað upp.“ Lögreglufulltrúinn segir manninn geta átt von á kæru fyrir utanvegaakstur.
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35 Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35
Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36