Stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni sem sakaður var um að beita barn ofbeldi snýr ekki aftur til starfa í haust Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júlí 2017 09:08 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur lokið könnun gegn tveimur starfsmönnum Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík á grundvelli tilkynninga um að mögulega hafi börn verið beitt ofbeldi innan skólans. Um var að ræða stuðningsfulltrúa og skólastjóra skólans sem samkvæmt verklagsreglum skólans voru strax sendir í leyfi á meðan könnun málsins fór fram. Stuðningsfulltrúinn mun ekki snúa aftur til starfa við skólann í haust. Áður hafði komið fram að skólastjórinn snúi aftur til starfa. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur telja að erfiðar aðstæður og álag hafi skapast í tilteknum nemendahópi og að í einhverjum tilvikum hafi viðbörgð viðkomandi við óæskilegri hegðun ekki verið eins og best hefði verið á kosið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjallastefnunni. Þar kemur einnig fram að þau viðbrögð stuðningsfulltrúans hafi ekki verið með þeim hætti að Barnavernd Reykjavíkur telji þörf á að óska eftir lögreglurannsókn og telst málinu lokið af þeirra hálfu.Börn njóti alltaf vafans „Við fögnum því að skýrar niðurstöður liggi fyrir og þökkum öllum sem að málinu hafa komið á einn eða annan veg. Það er mikill léttir að starfsemi skólans reyndist traustsins verð en við hörmum innilega að starfsmaður okkar hafi ekki náð að bregðast við börnum á besta hátt í öllum tilvikum. Því verður mætt með áframhaldandi vinnu við verkferla og viðbrögð sem og að fækka álagsþáttum í samvinnu við utanaðkomandi aðila,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Í tilkynningu segir að skólinn hafi skýra stefnu um að börn og þarfir þeirra séu í fyrirrúmi og að börn skuli alltaf njóta vafans hvað sem á dynur. „Við mál sem þetta er óhjákvæmilegt að traust brotni, bæði hjá starfsfólki og öðrum aðilum. Allir þarfnast nú ráðrúms til heilunar eftir sársaukafulla reynslu síðustu vikna og allir eiga rétt á viðeigandi tíma til að meta stöðu sína. Af þeim sökum var það sameiginleg niðurstaða að viðkomandi starfsmaður komi ekki til starfa í haust,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Mál skólastjórans fellt niður: „Búið að reyna gríðarlega mikið á alla“ Mætir aftur til starfa. 16. júlí 2017 17:54 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur lokið könnun gegn tveimur starfsmönnum Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík á grundvelli tilkynninga um að mögulega hafi börn verið beitt ofbeldi innan skólans. Um var að ræða stuðningsfulltrúa og skólastjóra skólans sem samkvæmt verklagsreglum skólans voru strax sendir í leyfi á meðan könnun málsins fór fram. Stuðningsfulltrúinn mun ekki snúa aftur til starfa við skólann í haust. Áður hafði komið fram að skólastjórinn snúi aftur til starfa. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur telja að erfiðar aðstæður og álag hafi skapast í tilteknum nemendahópi og að í einhverjum tilvikum hafi viðbörgð viðkomandi við óæskilegri hegðun ekki verið eins og best hefði verið á kosið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjallastefnunni. Þar kemur einnig fram að þau viðbrögð stuðningsfulltrúans hafi ekki verið með þeim hætti að Barnavernd Reykjavíkur telji þörf á að óska eftir lögreglurannsókn og telst málinu lokið af þeirra hálfu.Börn njóti alltaf vafans „Við fögnum því að skýrar niðurstöður liggi fyrir og þökkum öllum sem að málinu hafa komið á einn eða annan veg. Það er mikill léttir að starfsemi skólans reyndist traustsins verð en við hörmum innilega að starfsmaður okkar hafi ekki náð að bregðast við börnum á besta hátt í öllum tilvikum. Því verður mætt með áframhaldandi vinnu við verkferla og viðbrögð sem og að fækka álagsþáttum í samvinnu við utanaðkomandi aðila,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Í tilkynningu segir að skólinn hafi skýra stefnu um að börn og þarfir þeirra séu í fyrirrúmi og að börn skuli alltaf njóta vafans hvað sem á dynur. „Við mál sem þetta er óhjákvæmilegt að traust brotni, bæði hjá starfsfólki og öðrum aðilum. Allir þarfnast nú ráðrúms til heilunar eftir sársaukafulla reynslu síðustu vikna og allir eiga rétt á viðeigandi tíma til að meta stöðu sína. Af þeim sökum var það sameiginleg niðurstaða að viðkomandi starfsmaður komi ekki til starfa í haust,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Mál skólastjórans fellt niður: „Búið að reyna gríðarlega mikið á alla“ Mætir aftur til starfa. 16. júlí 2017 17:54 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59
Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34
Mál skólastjórans fellt niður: „Búið að reyna gríðarlega mikið á alla“ Mætir aftur til starfa. 16. júlí 2017 17:54
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00