Stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni sem sakaður var um að beita barn ofbeldi snýr ekki aftur til starfa í haust Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júlí 2017 09:08 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur lokið könnun gegn tveimur starfsmönnum Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík á grundvelli tilkynninga um að mögulega hafi börn verið beitt ofbeldi innan skólans. Um var að ræða stuðningsfulltrúa og skólastjóra skólans sem samkvæmt verklagsreglum skólans voru strax sendir í leyfi á meðan könnun málsins fór fram. Stuðningsfulltrúinn mun ekki snúa aftur til starfa við skólann í haust. Áður hafði komið fram að skólastjórinn snúi aftur til starfa. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur telja að erfiðar aðstæður og álag hafi skapast í tilteknum nemendahópi og að í einhverjum tilvikum hafi viðbörgð viðkomandi við óæskilegri hegðun ekki verið eins og best hefði verið á kosið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjallastefnunni. Þar kemur einnig fram að þau viðbrögð stuðningsfulltrúans hafi ekki verið með þeim hætti að Barnavernd Reykjavíkur telji þörf á að óska eftir lögreglurannsókn og telst málinu lokið af þeirra hálfu.Börn njóti alltaf vafans „Við fögnum því að skýrar niðurstöður liggi fyrir og þökkum öllum sem að málinu hafa komið á einn eða annan veg. Það er mikill léttir að starfsemi skólans reyndist traustsins verð en við hörmum innilega að starfsmaður okkar hafi ekki náð að bregðast við börnum á besta hátt í öllum tilvikum. Því verður mætt með áframhaldandi vinnu við verkferla og viðbrögð sem og að fækka álagsþáttum í samvinnu við utanaðkomandi aðila,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Í tilkynningu segir að skólinn hafi skýra stefnu um að börn og þarfir þeirra séu í fyrirrúmi og að börn skuli alltaf njóta vafans hvað sem á dynur. „Við mál sem þetta er óhjákvæmilegt að traust brotni, bæði hjá starfsfólki og öðrum aðilum. Allir þarfnast nú ráðrúms til heilunar eftir sársaukafulla reynslu síðustu vikna og allir eiga rétt á viðeigandi tíma til að meta stöðu sína. Af þeim sökum var það sameiginleg niðurstaða að viðkomandi starfsmaður komi ekki til starfa í haust,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Mál skólastjórans fellt niður: „Búið að reyna gríðarlega mikið á alla“ Mætir aftur til starfa. 16. júlí 2017 17:54 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur lokið könnun gegn tveimur starfsmönnum Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík á grundvelli tilkynninga um að mögulega hafi börn verið beitt ofbeldi innan skólans. Um var að ræða stuðningsfulltrúa og skólastjóra skólans sem samkvæmt verklagsreglum skólans voru strax sendir í leyfi á meðan könnun málsins fór fram. Stuðningsfulltrúinn mun ekki snúa aftur til starfa við skólann í haust. Áður hafði komið fram að skólastjórinn snúi aftur til starfa. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur telja að erfiðar aðstæður og álag hafi skapast í tilteknum nemendahópi og að í einhverjum tilvikum hafi viðbörgð viðkomandi við óæskilegri hegðun ekki verið eins og best hefði verið á kosið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjallastefnunni. Þar kemur einnig fram að þau viðbrögð stuðningsfulltrúans hafi ekki verið með þeim hætti að Barnavernd Reykjavíkur telji þörf á að óska eftir lögreglurannsókn og telst málinu lokið af þeirra hálfu.Börn njóti alltaf vafans „Við fögnum því að skýrar niðurstöður liggi fyrir og þökkum öllum sem að málinu hafa komið á einn eða annan veg. Það er mikill léttir að starfsemi skólans reyndist traustsins verð en við hörmum innilega að starfsmaður okkar hafi ekki náð að bregðast við börnum á besta hátt í öllum tilvikum. Því verður mætt með áframhaldandi vinnu við verkferla og viðbrögð sem og að fækka álagsþáttum í samvinnu við utanaðkomandi aðila,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Í tilkynningu segir að skólinn hafi skýra stefnu um að börn og þarfir þeirra séu í fyrirrúmi og að börn skuli alltaf njóta vafans hvað sem á dynur. „Við mál sem þetta er óhjákvæmilegt að traust brotni, bæði hjá starfsfólki og öðrum aðilum. Allir þarfnast nú ráðrúms til heilunar eftir sársaukafulla reynslu síðustu vikna og allir eiga rétt á viðeigandi tíma til að meta stöðu sína. Af þeim sökum var það sameiginleg niðurstaða að viðkomandi starfsmaður komi ekki til starfa í haust,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Mál skólastjórans fellt niður: „Búið að reyna gríðarlega mikið á alla“ Mætir aftur til starfa. 16. júlí 2017 17:54 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59
Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34
Mál skólastjórans fellt niður: „Búið að reyna gríðarlega mikið á alla“ Mætir aftur til starfa. 16. júlí 2017 17:54
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00