Ekki von á miklum breytingum á byrjunarliði Íslands Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 21. júlí 2017 09:00 Ásmundur Haraldsson var hinn hressasti þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir kvennalandslið Íslands á virkilega góðum stað fyrir leikinn gegn Sviss á laugardaginn. „Við nýttum daginn í gær til að fara yfir leikinn og loka honum og hefja strax undirbúning fyrir leikinn á laugardag. Stelpurnar sem spiluðu leikinn fengu góðan tíma og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfarateyminu til að endurheimta og ná í þá orku sem þær þurfa. Stelpurnar sem spiluðu minna fengu góða æfingu úti á velli. Stelpurnar voru mjög fljótar að losa sig við leikinn. Við horfum fram á við í næsta verkefni.“ Ásmundur segir svissneska liðið vissulega ólíkt því franska. Mikil vinna þjálfarateymisins er að baki þar sem Svisslendingarnir hafa verið kortlagðir. „Við fáum góðar upplýsingar um hvernig þær spila og hvernig þær koma til með að nálgast leikinn. Það eru einhverjar breytingar á þeirra liði og næstu tveir dagar fara í að leggja upp leikinn með það til hliðsjónar.“Ásmundur fékk gult spjald fyrir læti á varamannabekknum í leiknum gegn Frökkum. Hann hefur þó sloppið með grín frá stelpunum og öðrum vegna upphlaupsins. „Við erum ástríðufullt þjálfarateymi og þurfum stundum að sussa aðeins hvor á annan. Í þessari stöðu ríkur maður aðeins upp, urrar aðeins og sest svo aftur niður. Henni (dómaranum) fannst þetta aðeins of mikið.“ Aðspurður hvort von sé á miklum breytingum á byrjunarliði fyrir laugardaginn. „Nei, við komum til með að nálgast þetta á svipaðan hátt. Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi en það á bara eftir að koma í ljós.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir kvennalandslið Íslands á virkilega góðum stað fyrir leikinn gegn Sviss á laugardaginn. „Við nýttum daginn í gær til að fara yfir leikinn og loka honum og hefja strax undirbúning fyrir leikinn á laugardag. Stelpurnar sem spiluðu leikinn fengu góðan tíma og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfarateyminu til að endurheimta og ná í þá orku sem þær þurfa. Stelpurnar sem spiluðu minna fengu góða æfingu úti á velli. Stelpurnar voru mjög fljótar að losa sig við leikinn. Við horfum fram á við í næsta verkefni.“ Ásmundur segir svissneska liðið vissulega ólíkt því franska. Mikil vinna þjálfarateymisins er að baki þar sem Svisslendingarnir hafa verið kortlagðir. „Við fáum góðar upplýsingar um hvernig þær spila og hvernig þær koma til með að nálgast leikinn. Það eru einhverjar breytingar á þeirra liði og næstu tveir dagar fara í að leggja upp leikinn með það til hliðsjónar.“Ásmundur fékk gult spjald fyrir læti á varamannabekknum í leiknum gegn Frökkum. Hann hefur þó sloppið með grín frá stelpunum og öðrum vegna upphlaupsins. „Við erum ástríðufullt þjálfarateymi og þurfum stundum að sussa aðeins hvor á annan. Í þessari stöðu ríkur maður aðeins upp, urrar aðeins og sest svo aftur niður. Henni (dómaranum) fannst þetta aðeins of mikið.“ Aðspurður hvort von sé á miklum breytingum á byrjunarliði fyrir laugardaginn. „Nei, við komum til með að nálgast þetta á svipaðan hátt. Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi en það á bara eftir að koma í ljós.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira