Erlent

Cable orðinn leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Sir Vince Cable var fyrst kjörinn á þing árið 1997.
Sir Vince Cable var fyrst kjörinn á þing árið 1997. Vísir/AFP

Breski þingmaðurinn Sir Vince Cable er orðinn leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi eftir að ekkert annað framboð til formanns barst.

Cable tók við formennsku í flokknum til bráðabirgða eftir að Tim Farron sagði af sér í kjölfar breski þingkosninganna í síðasta mánuði þar sem flokkurinn náði tólf mönnum á þing.

Cable náði þá aftur þingsæti sínu í Twickenham eftir að hafa misst það í kosningunum árið 2015.
Hinn 74 ára Cable var fyrst kjörinn á þing árið 1997.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.