Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 21. júlí 2017 14:28 Freyr Alexandersson ræðir við leikmenn landsliðsins eftir 1-0 tapið gegn Frökkum í Tilburg. Vísir/Vilhelm Töluverð umræða hefur skapast á Íslandi um nöfn íslenskra landsliðsmanna og þá staðreynd að á keppnisbúningum kvennalandsliðsins eru þær með kenninöfnin á bakinu en ekki fornöfnin. Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun og hafa ýmsir lagt orð í belg. Umræðan kemur reglulega upp hjá landsliðum Íslands í íþróttum. Leikmenn karlalandsliðsins bera kenninöfn sín á treyjunum að eigin ósk eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma.Horfa til crossfit stjarnanna Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir útskýrðu á fundi með blaðamönnum í dag að þetta hefði verið rætt fyrir mót og atkvæðagreiðsla farið fram. „Síðustu tvær keppnir hafa verið með fornafninu en við kusum um þetta og ákváðum að vera með eftirnöfnin núna þar sem við erum sameinaðar undir „dóttir“,“ sagði Sif. Vísaði Sif til merkisins #dottir sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum. Stelpurnar hafa verið duglegar að merkja færslur sínar með merkinu. Glódís útskýrði hvers vegna. „Þetta kemur upprunalega úr crossfit-heiminum þar sem stelpurnar okkar þar fengu þetta nafn á sig,“ sagði Glódís. Vísar hún þar meðal annars til Katrínar Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur sem slegið hafa í gegn í crossfit auk Annie Mist. „Þetta stendur fyrir að vera grjótharðar og ógeðslega flottar,“ sagði Glódís.Jessen og Jensen sammála „Okkur langaði að taka þetta með okkur inn í mótið. Þetta gefur okkur auka orku, þetta er svona íslenskt og er skemmtilegt.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari skaut inn að allir 23 leikmenn landsliðsins hefðu greitt atkvæði í sömu átt, þ.e. að vera með eftirnöfn á treyjum sínum. „Meira að segja Jessen og Jensen,“ sagði Freyr og fékk salinn til að hlæja. Átti hann þar við Elínu Mettu Jensen og Söndru Maríu Jessen sem bera ættarnöfn í stað þess að vera kenndar við föður eða móður sína. „Svona erum við meira lið.“Uppfært klukkan 17:25Orðinu kenninafn, sem nær utan um föður-, móður og ættarnöfn, skipt inn fyrir orðið eftirnafn. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast á Íslandi um nöfn íslenskra landsliðsmanna og þá staðreynd að á keppnisbúningum kvennalandsliðsins eru þær með kenninöfnin á bakinu en ekki fornöfnin. Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun og hafa ýmsir lagt orð í belg. Umræðan kemur reglulega upp hjá landsliðum Íslands í íþróttum. Leikmenn karlalandsliðsins bera kenninöfn sín á treyjunum að eigin ósk eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma.Horfa til crossfit stjarnanna Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir útskýrðu á fundi með blaðamönnum í dag að þetta hefði verið rætt fyrir mót og atkvæðagreiðsla farið fram. „Síðustu tvær keppnir hafa verið með fornafninu en við kusum um þetta og ákváðum að vera með eftirnöfnin núna þar sem við erum sameinaðar undir „dóttir“,“ sagði Sif. Vísaði Sif til merkisins #dottir sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum. Stelpurnar hafa verið duglegar að merkja færslur sínar með merkinu. Glódís útskýrði hvers vegna. „Þetta kemur upprunalega úr crossfit-heiminum þar sem stelpurnar okkar þar fengu þetta nafn á sig,“ sagði Glódís. Vísar hún þar meðal annars til Katrínar Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur sem slegið hafa í gegn í crossfit auk Annie Mist. „Þetta stendur fyrir að vera grjótharðar og ógeðslega flottar,“ sagði Glódís.Jessen og Jensen sammála „Okkur langaði að taka þetta með okkur inn í mótið. Þetta gefur okkur auka orku, þetta er svona íslenskt og er skemmtilegt.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari skaut inn að allir 23 leikmenn landsliðsins hefðu greitt atkvæði í sömu átt, þ.e. að vera með eftirnöfn á treyjum sínum. „Meira að segja Jessen og Jensen,“ sagði Freyr og fékk salinn til að hlæja. Átti hann þar við Elínu Mettu Jensen og Söndru Maríu Jessen sem bera ættarnöfn í stað þess að vera kenndar við föður eða móður sína. „Svona erum við meira lið.“Uppfært klukkan 17:25Orðinu kenninafn, sem nær utan um föður-, móður og ættarnöfn, skipt inn fyrir orðið eftirnafn.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira