Yfirfullt á tjaldsvæðin á Akureyri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. júlí 2017 21:49 Lokað hefur verið fyrir gestakomur á tjaldsvæðið, en hér má sjá svæðið við Þórunnarstræti. vísir/ásgeir Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, eru fullsetin og búið er að loka fyrir frekari gestakomur. Annar eins fjöldi á svæðinu hefur vart sést frá árinu 2004, að sögn Ásgeir Hreiðarssonar, hjá Hömrum, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta sem rekur bæði tjaldsvæðin. „Ástæðan er líklega bara góð veðurspá,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. „Það er erfitt að skjóta á fjölda en ætli þetta sé ekki eitthvað í kringum þrjú þúsund manns.“ Hann segir að almennt sé mikið að gera á tjaldsvæðinu þegar veður er gott. Hins vegar sé nokkuð óvanalegt að tjaldsvæðið sé orðið fullt fyrir klukkan 22 á föstudagskvöldi. Aðspurður segist hann telja að það muni losna eitthvað um á morgun. „Það er alltaf einhver hreyfing á fólki. Hér er hópur sem fer á morgun, svo halda margir annað, jafnvel í betra veður og svo framvegis,“ segir Ásgeir. Hann segist ekki geta svarað til um hvernig staðan sé á tjaldsvæðum í kring, en hvetur fólk til þess að hringja á undan sér, svo það komi ekki að lokuðum dyrum. Líkt og Ásgeir bendir á er veðurspá helgarinnar nokkuð góð, en á norður- og norðausturlandi er búist við allt að 24 stiga hita.Hamrar við Kjarnaskóg.vísir/ásgeirÞað er líf og fjör á Akureyri.vísir/ásgeirvísir/ásgeir Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, eru fullsetin og búið er að loka fyrir frekari gestakomur. Annar eins fjöldi á svæðinu hefur vart sést frá árinu 2004, að sögn Ásgeir Hreiðarssonar, hjá Hömrum, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta sem rekur bæði tjaldsvæðin. „Ástæðan er líklega bara góð veðurspá,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. „Það er erfitt að skjóta á fjölda en ætli þetta sé ekki eitthvað í kringum þrjú þúsund manns.“ Hann segir að almennt sé mikið að gera á tjaldsvæðinu þegar veður er gott. Hins vegar sé nokkuð óvanalegt að tjaldsvæðið sé orðið fullt fyrir klukkan 22 á föstudagskvöldi. Aðspurður segist hann telja að það muni losna eitthvað um á morgun. „Það er alltaf einhver hreyfing á fólki. Hér er hópur sem fer á morgun, svo halda margir annað, jafnvel í betra veður og svo framvegis,“ segir Ásgeir. Hann segist ekki geta svarað til um hvernig staðan sé á tjaldsvæðum í kring, en hvetur fólk til þess að hringja á undan sér, svo það komi ekki að lokuðum dyrum. Líkt og Ásgeir bendir á er veðurspá helgarinnar nokkuð góð, en á norður- og norðausturlandi er búist við allt að 24 stiga hita.Hamrar við Kjarnaskóg.vísir/ásgeirÞað er líf og fjör á Akureyri.vísir/ásgeirvísir/ásgeir
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira