Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs síðar á árinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2017 08:10 Kosið verður um sameiningu Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs í nóvember næstkomandi. Fulltrúar bæjanna segja að efla þurfi stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Frá því í september á síðasta ári hafa sveitarfélögin rætt sameiningu og vonast er til að kosið verði um það nú í nóvember. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir að þessi umræða hafi verið viðvarandi ansi lengi. „Bæjarfulltrúar í þessum sveitarfélögum hér ræddu saman fyrir rúmlega ári síðan, um það hvort ætti að fara að skoða þessa sameiningu hér.“ Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, segir marga sjá það í svolítið rómantísku ljósi að þessir bæir munu byggjast saman. „Ég sjálfur er ekki alveg að sjá það. Ég held að þetta verði – ef þessi sveitarfélög sameinast – að þetta verði tveir sterkir byggðakjarnar sem munu spila og starfa saman í einu sveitarfélagi.“ Sveitarfélögin eru lík í uppbyggingu og svipað stór. Garður með um fimmtán hundruð íbúa og Sandgerði með sautján hundruð íbúa. „Að mínu mati snýst þetta fyrst og fremst um stjórnsýsluna, efla hana og auka þjónustu við íbúana,“ segir Magnús. Til að mynda þurfi að efla póst- og bankaþjónustu og fá heilsugæslu. „Við á Suðurnesjum höfum upplifað einstakan tíma síðustu tvö ár. Mikil fjölgun. Bara í mínu sveitarfélagi, Sandgerði, það var það sveitarfélag þar sem fjölgaði mest á síðasta ári, rúm átta prósent fjölgun íbúa. Við erum að takast á við ýmis vaxtaverkefni sem eru bæði flókin og erfið en líka spennandi. Spennandi tímar til að takast á við. Hvernig ætlum við að veita þjónustu, hvar og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kosið verður um sameiningu Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs í nóvember næstkomandi. Fulltrúar bæjanna segja að efla þurfi stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Frá því í september á síðasta ári hafa sveitarfélögin rætt sameiningu og vonast er til að kosið verði um það nú í nóvember. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir að þessi umræða hafi verið viðvarandi ansi lengi. „Bæjarfulltrúar í þessum sveitarfélögum hér ræddu saman fyrir rúmlega ári síðan, um það hvort ætti að fara að skoða þessa sameiningu hér.“ Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, segir marga sjá það í svolítið rómantísku ljósi að þessir bæir munu byggjast saman. „Ég sjálfur er ekki alveg að sjá það. Ég held að þetta verði – ef þessi sveitarfélög sameinast – að þetta verði tveir sterkir byggðakjarnar sem munu spila og starfa saman í einu sveitarfélagi.“ Sveitarfélögin eru lík í uppbyggingu og svipað stór. Garður með um fimmtán hundruð íbúa og Sandgerði með sautján hundruð íbúa. „Að mínu mati snýst þetta fyrst og fremst um stjórnsýsluna, efla hana og auka þjónustu við íbúana,“ segir Magnús. Til að mynda þurfi að efla póst- og bankaþjónustu og fá heilsugæslu. „Við á Suðurnesjum höfum upplifað einstakan tíma síðustu tvö ár. Mikil fjölgun. Bara í mínu sveitarfélagi, Sandgerði, það var það sveitarfélag þar sem fjölgaði mest á síðasta ári, rúm átta prósent fjölgun íbúa. Við erum að takast á við ýmis vaxtaverkefni sem eru bæði flókin og erfið en líka spennandi. Spennandi tímar til að takast á við. Hvernig ætlum við að veita þjónustu, hvar og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira