Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2017 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá Sigrúnu Dóru Jónsdóttur, fjögurra barna einstæðri móður, sem er húsnæðislaus í Reykjanesbæ en mikill húsnæðisskortur er í bænum eins og víða á landinu. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, segir rúmlega níutíu manns vera á biðlista eftir almennu félagslegu húsnæði. „Fimmtán til sextán myndum við titla húsnæðislausa þótt þeir hafi höfði sínu að halla einhvers staðar, hjá vinum, ættingjum eða kunningjum." Hera segir allt að fjögurra ára bið eftir húsnæði en Reykjanesbær er þó það sveitarfélag sem er með einna mest af félagslegu húsnæði á landinu. Hún segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. „En bærinn hefur ekki húsnæði „standby“ fyrir þá sem lenda á götunni. Ef fólk er í þeirri aðstöðu að það geti ekki bjargað sér sjálf þá leiðbeinum við því að fara á gistiheimili eða þannig úrræði," segir hún.Boðið fóstur við útburð Sigrún Dóra hefur ítrekað óskað eftir aðstoð bæjarins þar sem hún getur ekki veitt eldri börnum sínum tveimur húsaskjól en eina úrræðið sem henni hefur boðist er að setja börnin í fóstur. Hera segir sjaldan boðið upp á slíkt. „En það gæti komið upp sú staða ef það er útburður hjá sýslumanni að barnaverndaryfirvöld mæta á staðinn, ef það þarf að aðstoða fólk við að vista börnin sín. En það hefur ekki gerst. Fólk hefur leyst úr því áður en það er komið á þann stað.“ Heitar umræður hafa skapast á facebook-síðum íbúa Reykjanesbæjar um húsnæðisvanda Sigrúnar. Þar vilja einhverjir meina að hælisleitendur séu í forgangi þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Hera segir hælisleitendur ekki vera í félagslegu húsnæði, húsnæði á almennum markaði er tekið á leigu fyrir þá. En er þá ekki hægt að leigja á almennum markaði fyrir aðra íbúa í neyð? „Við styðjum fólk við að gera það. Veitum aðstoð við fyrirframgreiðslu og reynum að liðka til eins og við getum," segir hún. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá Sigrúnu Dóru Jónsdóttur, fjögurra barna einstæðri móður, sem er húsnæðislaus í Reykjanesbæ en mikill húsnæðisskortur er í bænum eins og víða á landinu. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, segir rúmlega níutíu manns vera á biðlista eftir almennu félagslegu húsnæði. „Fimmtán til sextán myndum við titla húsnæðislausa þótt þeir hafi höfði sínu að halla einhvers staðar, hjá vinum, ættingjum eða kunningjum." Hera segir allt að fjögurra ára bið eftir húsnæði en Reykjanesbær er þó það sveitarfélag sem er með einna mest af félagslegu húsnæði á landinu. Hún segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. „En bærinn hefur ekki húsnæði „standby“ fyrir þá sem lenda á götunni. Ef fólk er í þeirri aðstöðu að það geti ekki bjargað sér sjálf þá leiðbeinum við því að fara á gistiheimili eða þannig úrræði," segir hún.Boðið fóstur við útburð Sigrún Dóra hefur ítrekað óskað eftir aðstoð bæjarins þar sem hún getur ekki veitt eldri börnum sínum tveimur húsaskjól en eina úrræðið sem henni hefur boðist er að setja börnin í fóstur. Hera segir sjaldan boðið upp á slíkt. „En það gæti komið upp sú staða ef það er útburður hjá sýslumanni að barnaverndaryfirvöld mæta á staðinn, ef það þarf að aðstoða fólk við að vista börnin sín. En það hefur ekki gerst. Fólk hefur leyst úr því áður en það er komið á þann stað.“ Heitar umræður hafa skapast á facebook-síðum íbúa Reykjanesbæjar um húsnæðisvanda Sigrúnar. Þar vilja einhverjir meina að hælisleitendur séu í forgangi þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Hera segir hælisleitendur ekki vera í félagslegu húsnæði, húsnæði á almennum markaði er tekið á leigu fyrir þá. En er þá ekki hægt að leigja á almennum markaði fyrir aðra íbúa í neyð? „Við styðjum fólk við að gera það. Veitum aðstoð við fyrirframgreiðslu og reynum að liðka til eins og við getum," segir hún.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00
Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30