Munu ekki greina strax frá tilkynntum kynferðisbrotum í Eyjum Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2017 10:23 Þrátt fyrir gagnrýni ætlar Páley lögreglustjóri að halda sínu striki; ekki verður upplýst um tilkynnt kynferðisbrot fyrr en rannsóknarhagsmunir brotaþola eru tryggðir. Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum fyrr en „búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og segir frá tilkynningu frá embættinu. Hér er því um sömu stefnu að ræða og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Tilkynningin var gefin út í kjölfar undirbúningsfundar sem haldinn var í upphafi mánaðar fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem nú stendur fyrir dyrum, en Verslunarmannahelgin er 4. ágúst. Fundinn sátu allir helstu viðbragðsaðilar svo sem fulltrúar frá þjóðhátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðisstofnun, sjúkraflutningum, sálgæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni.Umdeilt verklagÞetta verklag hefur verið gagnrýnt sem og tilmæli Páleyjar Borþórsdóttur lögreglustjóra til Neyðarmóttökunnar að fylgja sömu línu. En, Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar hefur sagt stefnu spítalans vera að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála. Og skiptir þá ekki máli hvers eðlis málin eru. Páley hefur verið sökuð um þöggunartilburði og hefur meðal annarra Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum sagt að ekki sé til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta en flest önnur til embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Þá bárust þau tíðindi úr Svíaríki í upphafi mánaðar að í framhaldi af því að kynferðisbrot hafa verið framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla, hefur verið ákveðið að aflýsa hátíðinni.Svartir sauðir þar sem fólk kemur saman Vart þarf að fjölyrða um að Eyjamönnum er raun af þessum fréttaflutningi en þeir ætla að halda sínu striki á þeim forsendum að verið sé að „tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og áður segir. Í fyrra komu upp tvö mál af þessu tagi en í hitteðfyrra ekkert. Vísir ræddi við Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum en hann vísar í áður nefnda tilkynningu um málið og segir alla upplýsingagjöf vegna þessa á vegum Páleyjar, en litlu sé við þetta að bæta. Jóhannes segir utan dagskrár vissulega það svo að eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið. Hann nefnir að sér finnist oft sem fjallað sé um þjóðhátíð af vanþekkingu og mynd sem dregin sé upp oft bjöguð og einhliða; um sé að ræða fjölskylduhátíð en ekki einhverja drykkjuhátíð unglinga. En, vissulega og því miður slæðast á stundum svartir sauðir með þar sem fólk kemur saman. Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum fyrr en „búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og segir frá tilkynningu frá embættinu. Hér er því um sömu stefnu að ræða og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Tilkynningin var gefin út í kjölfar undirbúningsfundar sem haldinn var í upphafi mánaðar fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem nú stendur fyrir dyrum, en Verslunarmannahelgin er 4. ágúst. Fundinn sátu allir helstu viðbragðsaðilar svo sem fulltrúar frá þjóðhátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðisstofnun, sjúkraflutningum, sálgæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni.Umdeilt verklagÞetta verklag hefur verið gagnrýnt sem og tilmæli Páleyjar Borþórsdóttur lögreglustjóra til Neyðarmóttökunnar að fylgja sömu línu. En, Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar hefur sagt stefnu spítalans vera að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála. Og skiptir þá ekki máli hvers eðlis málin eru. Páley hefur verið sökuð um þöggunartilburði og hefur meðal annarra Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum sagt að ekki sé til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta en flest önnur til embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Þá bárust þau tíðindi úr Svíaríki í upphafi mánaðar að í framhaldi af því að kynferðisbrot hafa verið framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla, hefur verið ákveðið að aflýsa hátíðinni.Svartir sauðir þar sem fólk kemur saman Vart þarf að fjölyrða um að Eyjamönnum er raun af þessum fréttaflutningi en þeir ætla að halda sínu striki á þeim forsendum að verið sé að „tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og áður segir. Í fyrra komu upp tvö mál af þessu tagi en í hitteðfyrra ekkert. Vísir ræddi við Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum en hann vísar í áður nefnda tilkynningu um málið og segir alla upplýsingagjöf vegna þessa á vegum Páleyjar, en litlu sé við þetta að bæta. Jóhannes segir utan dagskrár vissulega það svo að eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið. Hann nefnir að sér finnist oft sem fjallað sé um þjóðhátíð af vanþekkingu og mynd sem dregin sé upp oft bjöguð og einhliða; um sé að ræða fjölskylduhátíð en ekki einhverja drykkjuhátíð unglinga. En, vissulega og því miður slæðast á stundum svartir sauðir með þar sem fólk kemur saman.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48
Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent