Fundu nýja flugutegund í rannsóknarleiðangri í Surtsey Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:55 Hér má sjá fluguna sem fannst í leiðangrinum. Talið er að hún sé af frittfluguætt. Hún hefur aldrei áður sést hér á landi. Erling Ólafsson Ný flugutegund fannst í Surtsey við rannsóknarleiðangur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn. Tegundin hefur aldrei áður sést hér á landi. Borgþór Magnússon, líffræðingur við Náttúrufræðistofnunina og leiðangursstjóri, segir í samtali við Vísi að flugan hafi líklega borist hingað til lands með suðrænum vindum. „Surtsey er náttúrulega syðsta eyja Íslands og næst meginlandinu og það voru nokkrar líkur á að það sem berst hingað með suðrænum vindum, að eitthvað af því komi þangað fyrst eða til Vestmannaeyja,“ segir Borgþór í samtali við Vísi.Grávíðir er einn nýjasti íbúi eyjunnar.Erling ÓlafssonNý víðitegund Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. Hann nefnir þó að síðustu ár hafi hægt á landnámi nýrra tegunda í eynni og segir að við því hafi verið að búast. Til að mynda er mjög lítið um nýjar fuglategundir. Hins vegar sé gróið svæði að aukast við það svæðið sem mávar halda sig helst. „Þar er komið mjög þétt og gróskumikið graslendi sem fuglinn viðheldur og það færist stöðugt út. Eyjan er að verða með árunum grónari og grónari. Gróðurfarið er farið að minna talsvert mikið á úteyjar Vestmannaeyjar þar sem eru sjófuglar,“ segir Borgþór.Þeir sem tóku þátt í leiðangrinum, f.v. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Matthías Viðar Alfreðsson, Pawel Wasowicz, Sune Linder, Borgþór Magnússon, Kristján Jónasson og Erling Ólafsson.Erling ÓlafssonEyjan minnkar Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá árinu 2008 og er friðuð. Farið er til Surtseyjar á hverju ári og þar er mikil söfnun í gangi. Fyrsta ferð var árið 1964 og þá dvöldu menn á eynni frá vori fram á haust. Nú gistir rannsóknarteymið í um það bil viku í senn. Þá sést að mikil breyting er á eyjunni í hvert sinn, þó ekki af mannavöldum. Eyjan er orðin meira en helmingi minni en hún var þegar gosi lauk. „Það sem maður undrast alltaf á er hvað hraunin sunnan á eynni eru brotgjörn. Maður sér alltaf á milli ára talsverðar breytingar. Það brotnar af hömrum og það falla þarna niður stórar spildur og gengur stöðugt á hana,“ segir Borgþór. Hann telur að hraunið muni hverfa á næstu hundrað til tvö hundruð árum en að móbergshæðir muni hins vegar standa í þúsundir ára. Hann segir að góðar líkur á því að það muni verða til nýjar eyjar áður en Surtsey hverfur. Þarna sé enn þá bullandi eldvirkni.Stærsta rannsóknin frá upphafi Í ágúst mun hefjast ný rannsókn í Surtsey og verður hún sú stærsta frá upphafi. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands. Þá verða boraðar tvær 200 metra og 300 metra holur og efnið úr þeim verður rannsakað. Markmið rannsóknarinnar er meðal annars að rannsaka myndun og þróun eldfjallaeyja. Þá verða sýni rannsökuð til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Holurnar sem verða boraðar verða síðan notaðar næstu áratugi sem neðanjarðarrannsóknarstöðvar til vöktunar, sýnatöku og tilrauna.Hér má sjá gróið land í Surtsey. Mávar halda þarna til.Borgþór Magnússon Dýr Surtsey Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Ný flugutegund fannst í Surtsey við rannsóknarleiðangur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn. Tegundin hefur aldrei áður sést hér á landi. Borgþór Magnússon, líffræðingur við Náttúrufræðistofnunina og leiðangursstjóri, segir í samtali við Vísi að flugan hafi líklega borist hingað til lands með suðrænum vindum. „Surtsey er náttúrulega syðsta eyja Íslands og næst meginlandinu og það voru nokkrar líkur á að það sem berst hingað með suðrænum vindum, að eitthvað af því komi þangað fyrst eða til Vestmannaeyja,“ segir Borgþór í samtali við Vísi.Grávíðir er einn nýjasti íbúi eyjunnar.Erling ÓlafssonNý víðitegund Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. Hann nefnir þó að síðustu ár hafi hægt á landnámi nýrra tegunda í eynni og segir að við því hafi verið að búast. Til að mynda er mjög lítið um nýjar fuglategundir. Hins vegar sé gróið svæði að aukast við það svæðið sem mávar halda sig helst. „Þar er komið mjög þétt og gróskumikið graslendi sem fuglinn viðheldur og það færist stöðugt út. Eyjan er að verða með árunum grónari og grónari. Gróðurfarið er farið að minna talsvert mikið á úteyjar Vestmannaeyjar þar sem eru sjófuglar,“ segir Borgþór.Þeir sem tóku þátt í leiðangrinum, f.v. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Matthías Viðar Alfreðsson, Pawel Wasowicz, Sune Linder, Borgþór Magnússon, Kristján Jónasson og Erling Ólafsson.Erling ÓlafssonEyjan minnkar Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá árinu 2008 og er friðuð. Farið er til Surtseyjar á hverju ári og þar er mikil söfnun í gangi. Fyrsta ferð var árið 1964 og þá dvöldu menn á eynni frá vori fram á haust. Nú gistir rannsóknarteymið í um það bil viku í senn. Þá sést að mikil breyting er á eyjunni í hvert sinn, þó ekki af mannavöldum. Eyjan er orðin meira en helmingi minni en hún var þegar gosi lauk. „Það sem maður undrast alltaf á er hvað hraunin sunnan á eynni eru brotgjörn. Maður sér alltaf á milli ára talsverðar breytingar. Það brotnar af hömrum og það falla þarna niður stórar spildur og gengur stöðugt á hana,“ segir Borgþór. Hann telur að hraunið muni hverfa á næstu hundrað til tvö hundruð árum en að móbergshæðir muni hins vegar standa í þúsundir ára. Hann segir að góðar líkur á því að það muni verða til nýjar eyjar áður en Surtsey hverfur. Þarna sé enn þá bullandi eldvirkni.Stærsta rannsóknin frá upphafi Í ágúst mun hefjast ný rannsókn í Surtsey og verður hún sú stærsta frá upphafi. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands. Þá verða boraðar tvær 200 metra og 300 metra holur og efnið úr þeim verður rannsakað. Markmið rannsóknarinnar er meðal annars að rannsaka myndun og þróun eldfjallaeyja. Þá verða sýni rannsökuð til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Holurnar sem verða boraðar verða síðan notaðar næstu áratugi sem neðanjarðarrannsóknarstöðvar til vöktunar, sýnatöku og tilrauna.Hér má sjá gróið land í Surtsey. Mávar halda þarna til.Borgþór Magnússon
Dýr Surtsey Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira