Feiersinger dáðist að Dagnýju hjá Bayern Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 13:15 Dagný varð þýskur meistari með Bayern árið 2015. Vísir/Getty Laura Feiersinger, miðjumaður Austurríkis, segir liðið spennt fyrir leikinn gegn Íslandi í Rotterdam í kvöld. Austurríki dugar jafntefli til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Raunar mega þær tapa gegn Íslandi svo framarlega sem Sviss vinni ekki sigur á Frökkum í hinum leik riðilsins. „Við þurfum að halda áfram af sama krafti og í fyrri leikjum okkar tveimur. Við vitum að íslensku stelpurnar spila af hörku og við erum tilbúnar fyrir það. Við þurfum að halda áfram að trúa á leikstílinn okkar,“ segir Feiersinger. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi austurríska liðsins í gær ásamt þjálfaranum Domenic Thalhammer. Hann segir austurríska liðið þurfa að einbeita sér að leik sínum og ekki pæla í viðureign Frakka og Sviss. „Við einbeitum okkur alfarið að Íslandi. Það getur allt gerst í fótbolta og við getum ekki treyst á að Frakkar geri okkur greiða gegn Sviss. Þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það,“ sagði Thalhammer á fundi með blaðamönnum í gær. Feiersinger spilaði á sínum tíma með Dagnýju Brynjarsdóttur, miðjumanni Íslands, hjá Bayern München. „Ég elskaði leikstílinn hennar og hún skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir okkur. Ég var meidd á þessum tíma svo ég fékk að fylgjast með henni!“ Thalhammer á von á erfiðum leik. „Þetta verður erfitt og við verðum að hundsa muninn á liðunum í stigum. Liðin eru nokkuð jöfn að getu svo þetta verður erfitt. Ísland spilar af hörku sem gerir liðið að erfiðum andstæðing. Við verðum að vera andlega undirbúin sem líkamlega.“ Stuðningsmenn Íslands hafa vakið athygli austurríska þjálfarans. „Íslenska liðið á gott bakland í stuðningsmönnum sínum og liðið hefur barist af ótrúlega miklum krafti í báðum leikjunum, sem lauk með eins marks tapi. Það gæti hafa tekið sinn toll.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira
Laura Feiersinger, miðjumaður Austurríkis, segir liðið spennt fyrir leikinn gegn Íslandi í Rotterdam í kvöld. Austurríki dugar jafntefli til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Raunar mega þær tapa gegn Íslandi svo framarlega sem Sviss vinni ekki sigur á Frökkum í hinum leik riðilsins. „Við þurfum að halda áfram af sama krafti og í fyrri leikjum okkar tveimur. Við vitum að íslensku stelpurnar spila af hörku og við erum tilbúnar fyrir það. Við þurfum að halda áfram að trúa á leikstílinn okkar,“ segir Feiersinger. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi austurríska liðsins í gær ásamt þjálfaranum Domenic Thalhammer. Hann segir austurríska liðið þurfa að einbeita sér að leik sínum og ekki pæla í viðureign Frakka og Sviss. „Við einbeitum okkur alfarið að Íslandi. Það getur allt gerst í fótbolta og við getum ekki treyst á að Frakkar geri okkur greiða gegn Sviss. Þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það,“ sagði Thalhammer á fundi með blaðamönnum í gær. Feiersinger spilaði á sínum tíma með Dagnýju Brynjarsdóttur, miðjumanni Íslands, hjá Bayern München. „Ég elskaði leikstílinn hennar og hún skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir okkur. Ég var meidd á þessum tíma svo ég fékk að fylgjast með henni!“ Thalhammer á von á erfiðum leik. „Þetta verður erfitt og við verðum að hundsa muninn á liðunum í stigum. Liðin eru nokkuð jöfn að getu svo þetta verður erfitt. Ísland spilar af hörku sem gerir liðið að erfiðum andstæðing. Við verðum að vera andlega undirbúin sem líkamlega.“ Stuðningsmenn Íslands hafa vakið athygli austurríska þjálfarans. „Íslenska liðið á gott bakland í stuðningsmönnum sínum og liðið hefur barist af ótrúlega miklum krafti í báðum leikjunum, sem lauk með eins marks tapi. Það gæti hafa tekið sinn toll.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira