Skipverjar skútunnar komnir um borð í rannsóknarskipið Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2017 11:48 Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var í um þrjátíu sjómílna fjarlægð frá vettvangi þegar neyðarboð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um hálf fimm í nótt. Vísir/GVA Skipverjar á bandarísku skútunni, sem flugvél Isavia fann á ellefta tímanum í dag, eru komnir um borð í rannsóknarskipið Árna Friðriksson sem nú er komið á vettvang. Mastur skútunnar, sem lét úr höfn frá Virginíu-ríki í Bandaríkjunum í byrjun þessa mánaðar, hafði brotnað og rafmagnslaust var um borð. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Kveikt var á sendinum, sem sendi neyðarboðin, handvirkt og því reyndist full ástæða til að ætla að þarna væri alvara á ferð. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins og óskaði því stjórnstöð eftir því að hann færi þegar í stað á vettvang. Einnig var varðskipinu Þór, sem er við eftirlit suður af landinu, stefnt þangað. Sökum þess að flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, er við landamæraeftirlit í Miðjarðarhafi á vegum Frontex var flugvél Isavia kölluð út, svo og Challenger-eftirlitsvél danska flughersins í Kangerlussuaq á Grænlandi. Leitaraðgerðirnar voru blásnar af þegar í ljós kom að ekki var alvarleg hætta á ferðum. Mastur skútunnar hafði brotnað af og rafmagnslaust var um borð. Varðskipið Þór hélt þó áfram för sinni á vettvang. „Samkvæmt upplýsingum frá Árna Friðrikssyni eru skipverjar á skútunni komnir um borð í rannsóknarskipið. Þeir yfirgáfu skútuna í gúmmíbjörgunarbát. Óljóst er hvert framhaldið verður með skútuna, það fer eftir ástandi hennar,“ segir í tilkynningunni. Skútan lét úr höfn frá Virginíu-ríki í Bandaríkjunum í byrjun þessa mánaðar, samkvæmt upplýsingum frá bandarísku strandgæslunni. För skútunnar var heitið til Íslands en þrír voru um borð. Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Skútan fundin með brotið mastur Flugvél Isavia hefur fundið bandarísku skútuna sem sendi frá sér neyðarboð í nótt. Mastur hennar hafði brotnað og rafmagnslaust orðið um borð. Leit hefur verið hætt. 26. júlí 2017 10:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Skipverjar á bandarísku skútunni, sem flugvél Isavia fann á ellefta tímanum í dag, eru komnir um borð í rannsóknarskipið Árna Friðriksson sem nú er komið á vettvang. Mastur skútunnar, sem lét úr höfn frá Virginíu-ríki í Bandaríkjunum í byrjun þessa mánaðar, hafði brotnað og rafmagnslaust var um borð. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Kveikt var á sendinum, sem sendi neyðarboðin, handvirkt og því reyndist full ástæða til að ætla að þarna væri alvara á ferð. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins og óskaði því stjórnstöð eftir því að hann færi þegar í stað á vettvang. Einnig var varðskipinu Þór, sem er við eftirlit suður af landinu, stefnt þangað. Sökum þess að flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, er við landamæraeftirlit í Miðjarðarhafi á vegum Frontex var flugvél Isavia kölluð út, svo og Challenger-eftirlitsvél danska flughersins í Kangerlussuaq á Grænlandi. Leitaraðgerðirnar voru blásnar af þegar í ljós kom að ekki var alvarleg hætta á ferðum. Mastur skútunnar hafði brotnað af og rafmagnslaust var um borð. Varðskipið Þór hélt þó áfram för sinni á vettvang. „Samkvæmt upplýsingum frá Árna Friðrikssyni eru skipverjar á skútunni komnir um borð í rannsóknarskipið. Þeir yfirgáfu skútuna í gúmmíbjörgunarbát. Óljóst er hvert framhaldið verður með skútuna, það fer eftir ástandi hennar,“ segir í tilkynningunni. Skútan lét úr höfn frá Virginíu-ríki í Bandaríkjunum í byrjun þessa mánaðar, samkvæmt upplýsingum frá bandarísku strandgæslunni. För skútunnar var heitið til Íslands en þrír voru um borð.
Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Skútan fundin með brotið mastur Flugvél Isavia hefur fundið bandarísku skútuna sem sendi frá sér neyðarboð í nótt. Mastur hennar hafði brotnað og rafmagnslaust orðið um borð. Leit hefur verið hætt. 26. júlí 2017 10:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00
Skútan fundin með brotið mastur Flugvél Isavia hefur fundið bandarísku skútuna sem sendi frá sér neyðarboð í nótt. Mastur hennar hafði brotnað og rafmagnslaust orðið um borð. Leit hefur verið hætt. 26. júlí 2017 10:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?