Skipverjar skútunnar komnir um borð í rannsóknarskipið Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2017 11:48 Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var í um þrjátíu sjómílna fjarlægð frá vettvangi þegar neyðarboð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um hálf fimm í nótt. Vísir/GVA Skipverjar á bandarísku skútunni, sem flugvél Isavia fann á ellefta tímanum í dag, eru komnir um borð í rannsóknarskipið Árna Friðriksson sem nú er komið á vettvang. Mastur skútunnar, sem lét úr höfn frá Virginíu-ríki í Bandaríkjunum í byrjun þessa mánaðar, hafði brotnað og rafmagnslaust var um borð. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Kveikt var á sendinum, sem sendi neyðarboðin, handvirkt og því reyndist full ástæða til að ætla að þarna væri alvara á ferð. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins og óskaði því stjórnstöð eftir því að hann færi þegar í stað á vettvang. Einnig var varðskipinu Þór, sem er við eftirlit suður af landinu, stefnt þangað. Sökum þess að flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, er við landamæraeftirlit í Miðjarðarhafi á vegum Frontex var flugvél Isavia kölluð út, svo og Challenger-eftirlitsvél danska flughersins í Kangerlussuaq á Grænlandi. Leitaraðgerðirnar voru blásnar af þegar í ljós kom að ekki var alvarleg hætta á ferðum. Mastur skútunnar hafði brotnað af og rafmagnslaust var um borð. Varðskipið Þór hélt þó áfram för sinni á vettvang. „Samkvæmt upplýsingum frá Árna Friðrikssyni eru skipverjar á skútunni komnir um borð í rannsóknarskipið. Þeir yfirgáfu skútuna í gúmmíbjörgunarbát. Óljóst er hvert framhaldið verður með skútuna, það fer eftir ástandi hennar,“ segir í tilkynningunni. Skútan lét úr höfn frá Virginíu-ríki í Bandaríkjunum í byrjun þessa mánaðar, samkvæmt upplýsingum frá bandarísku strandgæslunni. För skútunnar var heitið til Íslands en þrír voru um borð. Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Skútan fundin með brotið mastur Flugvél Isavia hefur fundið bandarísku skútuna sem sendi frá sér neyðarboð í nótt. Mastur hennar hafði brotnað og rafmagnslaust orðið um borð. Leit hefur verið hætt. 26. júlí 2017 10:45 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Skipverjar á bandarísku skútunni, sem flugvél Isavia fann á ellefta tímanum í dag, eru komnir um borð í rannsóknarskipið Árna Friðriksson sem nú er komið á vettvang. Mastur skútunnar, sem lét úr höfn frá Virginíu-ríki í Bandaríkjunum í byrjun þessa mánaðar, hafði brotnað og rafmagnslaust var um borð. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Kveikt var á sendinum, sem sendi neyðarboðin, handvirkt og því reyndist full ástæða til að ætla að þarna væri alvara á ferð. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins og óskaði því stjórnstöð eftir því að hann færi þegar í stað á vettvang. Einnig var varðskipinu Þór, sem er við eftirlit suður af landinu, stefnt þangað. Sökum þess að flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, er við landamæraeftirlit í Miðjarðarhafi á vegum Frontex var flugvél Isavia kölluð út, svo og Challenger-eftirlitsvél danska flughersins í Kangerlussuaq á Grænlandi. Leitaraðgerðirnar voru blásnar af þegar í ljós kom að ekki var alvarleg hætta á ferðum. Mastur skútunnar hafði brotnað af og rafmagnslaust var um borð. Varðskipið Þór hélt þó áfram för sinni á vettvang. „Samkvæmt upplýsingum frá Árna Friðrikssyni eru skipverjar á skútunni komnir um borð í rannsóknarskipið. Þeir yfirgáfu skútuna í gúmmíbjörgunarbát. Óljóst er hvert framhaldið verður með skútuna, það fer eftir ástandi hennar,“ segir í tilkynningunni. Skútan lét úr höfn frá Virginíu-ríki í Bandaríkjunum í byrjun þessa mánaðar, samkvæmt upplýsingum frá bandarísku strandgæslunni. För skútunnar var heitið til Íslands en þrír voru um borð.
Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Skútan fundin með brotið mastur Flugvél Isavia hefur fundið bandarísku skútuna sem sendi frá sér neyðarboð í nótt. Mastur hennar hafði brotnað og rafmagnslaust orðið um borð. Leit hefur verið hætt. 26. júlí 2017 10:45 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00
Skútan fundin með brotið mastur Flugvél Isavia hefur fundið bandarísku skútuna sem sendi frá sér neyðarboð í nótt. Mastur hennar hafði brotnað og rafmagnslaust orðið um borð. Leit hefur verið hætt. 26. júlí 2017 10:45