Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2017 12:03 Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. vísir/Arnar Halldórsson Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. Hundruð skjálfta hafa mælst í hrinunni. Hann segir að skjálftarnir í hrinunni nú séu ekki stórir þó einhverjir mælist 4 að stærð og finnist víða á Suðvestur-og Vesturlandi. Hrinan er á flekaskilum Norður-Ameríku-flekans og Evrasíu-flekans en skilin liggja eftir endalöngum Reykjanesskaga. Skjálftarnir verða vegna flekahreyfinga. „Þetta er bara klassísk Reykjanesskaga-skjálftahrina. Svona hrinur ganga yfir með millibili og gengur virknin yfir í hviðum að er virðist með 20 til 30 ára millibili. Þá eru margar hrinur í hverri hviðu. Það var til dæmis hviða af svona skjálftahrinum sem gekk yfir 1967 til 1975 og þá fóru skjálftar upp í sex stig. Sá stærsti varð1968 en á þessu tímabili voru allmargar hrinur í líkingu við þessa,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Í kjölfarið á Suðurlandsskjálftanum árið 2000 hófst svo önnur hviða á Reykjanesskaganum. „Stærsti skjálftinn þá varð undir Kleifarvatni. Margir kannast við hann því hann varð nánast samtímis öðrum Suðurlandsskjálftanum það ár og var svörun við honum að mörgu leyti. Það gæti svo verið að nú sé ný hviða í uppsiglingu,“ segir Páll. Snarpur skjálfti varð einnig í Kötlu í gærkvöldi að stærð 4,5. Páll segir hann sé að sumu leyti óvenjulegri skjálfti. „Þetta er með stærri skjálftum sem hafa komið í Kötlu í seinni tíð. Við þekkjum stærri skjálfta í Kötlu, sá stærsti varð 1977, en þessi er innan öskjunnar og tengist þeim umbrotum sem eru í fjallinu.“ Tengdar fréttir Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradalssfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 11:45 Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 16:55 Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram Stærstu jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall á Reykjanesi hafa verið af stærðinni tveir og yfir í nótt og í morgun. 27. júlí 2017 08:17 Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25 Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld. 26. júlí 2017 21:11 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. Hundruð skjálfta hafa mælst í hrinunni. Hann segir að skjálftarnir í hrinunni nú séu ekki stórir þó einhverjir mælist 4 að stærð og finnist víða á Suðvestur-og Vesturlandi. Hrinan er á flekaskilum Norður-Ameríku-flekans og Evrasíu-flekans en skilin liggja eftir endalöngum Reykjanesskaga. Skjálftarnir verða vegna flekahreyfinga. „Þetta er bara klassísk Reykjanesskaga-skjálftahrina. Svona hrinur ganga yfir með millibili og gengur virknin yfir í hviðum að er virðist með 20 til 30 ára millibili. Þá eru margar hrinur í hverri hviðu. Það var til dæmis hviða af svona skjálftahrinum sem gekk yfir 1967 til 1975 og þá fóru skjálftar upp í sex stig. Sá stærsti varð1968 en á þessu tímabili voru allmargar hrinur í líkingu við þessa,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Í kjölfarið á Suðurlandsskjálftanum árið 2000 hófst svo önnur hviða á Reykjanesskaganum. „Stærsti skjálftinn þá varð undir Kleifarvatni. Margir kannast við hann því hann varð nánast samtímis öðrum Suðurlandsskjálftanum það ár og var svörun við honum að mörgu leyti. Það gæti svo verið að nú sé ný hviða í uppsiglingu,“ segir Páll. Snarpur skjálfti varð einnig í Kötlu í gærkvöldi að stærð 4,5. Páll segir hann sé að sumu leyti óvenjulegri skjálfti. „Þetta er með stærri skjálftum sem hafa komið í Kötlu í seinni tíð. Við þekkjum stærri skjálfta í Kötlu, sá stærsti varð 1977, en þessi er innan öskjunnar og tengist þeim umbrotum sem eru í fjallinu.“
Tengdar fréttir Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradalssfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 11:45 Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 16:55 Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram Stærstu jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall á Reykjanesi hafa verið af stærðinni tveir og yfir í nótt og í morgun. 27. júlí 2017 08:17 Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25 Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld. 26. júlí 2017 21:11 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradalssfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 11:45
Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 16:55
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram Stærstu jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall á Reykjanesi hafa verið af stærðinni tveir og yfir í nótt og í morgun. 27. júlí 2017 08:17
Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25 Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld. 26. júlí 2017 21:11