Jodie Taylor skaut Frökkum úr keppni Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júlí 2017 20:30 Ensku stelpurnar fagna sigurmarki Taylor. Vísir/Getty England er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frökkum í átta liða úrslitum keppninnar, en leikið var í Deventer í Hollandi í kvöld. Frakkar voru í riðli með okkur Íslendingum, en Frakkland vann 1-0 sigur í viðurreign liðanna með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Staðan í kvöld var markalaus allt þangað til á 60. mínútu þegar Jodie Taylor, framherji Englendinga, sem tók vel við boltanum og kláraði færið vel inn í vítateig Frakka. Þetta var fimmta mark Jodie á mótinu, en þetta var fyrsta færið hennar í þessum leik og þufrti hún bara eitt færi til þess að skjóta Englendingum í undanúrslit. Englendingar mæta í undanúrslitunum heimastúlkunum í Hollandi, en leikurinn fer fram á fimmtudag. Leikið verður í Enschede í Hollandi, en í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Danmörk og Austurríki. EM 2017 í Hollandi
England er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frökkum í átta liða úrslitum keppninnar, en leikið var í Deventer í Hollandi í kvöld. Frakkar voru í riðli með okkur Íslendingum, en Frakkland vann 1-0 sigur í viðurreign liðanna með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Staðan í kvöld var markalaus allt þangað til á 60. mínútu þegar Jodie Taylor, framherji Englendinga, sem tók vel við boltanum og kláraði færið vel inn í vítateig Frakka. Þetta var fimmta mark Jodie á mótinu, en þetta var fyrsta færið hennar í þessum leik og þufrti hún bara eitt færi til þess að skjóta Englendingum í undanúrslit. Englendingar mæta í undanúrslitunum heimastúlkunum í Hollandi, en leikurinn fer fram á fimmtudag. Leikið verður í Enschede í Hollandi, en í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Danmörk og Austurríki.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn