Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss hækkað í gult stig Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. júlí 2017 21:06 Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var hækkað í gult stig í morgun, eftir að Jökulhlaup hófst í Múlakvísl seint í gærkvöldi. Hlaupið náði svo hámarki í dag, en áfram verður fylgst með svæðinu. Mönnum er efst í huga hamfaraflóðin sem áttu sér stað í Múlakvísl árið 2011 og viðbragðsaðilar voru viðbúnir ef það skyldi gerast aftur. Líkindi voru með hlaupinu í dag og hlaupinu þá. Rafleiðni í Múlakvísl hefur verið að aukast jafnt og þétt frá því að skjálfti varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í vikunni. Hann mældist 4,5 í stærð. Í gærkvöldi tók rafleiðnin kipp og snemma í morgun var komið það mikið jarðhitavatn í ánna að Veðurstofan og Almannavarnir hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss upp í gult og tilkynntu að jökulhlaup væri hafið. Tveir jarðskjálftar urðu norðarlega í Kötluöskjunni rétt eftir miðnætti og voru þeir að stærðinni 2,5 og þrír. Frá því að rafleiðnin náði toppi í morgun, hefur hún verið að síga hægt niður aftur og vatnshæð hefur einnig minnkað. Liturinn í ánni hefur verið dökkur sem segir að töluverð drulla er að skila sér úr jöklinum. Þó nokkur fjöldi ferðamanna er á svæðinu og það voru margir í Þakgili í nótt. Að sögn þeirra sem fréttastofa ræddi við var varla vært út sökum brennisteinslyktar. Veðurstofan varaði í dag fólk við því að vera nærri ánni vegna mengunar.Sjá einnig: Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinuVegagerðin og lögreglan hafa vaktað ánna frá því í gærkvöldi og stóðu sjónpóst á brúnni austan við Vík. Brúin er nýleg og á að standa jökulhlaup en árið 2011 sópaðist gamla brúin í burtu. Nú er vegurinn hannaður svo vatn flæði yfir hann til að hlífa brúnni. Ekkert sig hefur mælst í jöklinum en flogið var yfir svæðið í morgun. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í dag vegna hlaupsins og um miðjan dag kom tilkynning um að hlaupið hefði náð hámarki. Áfram verður fylgst með svæðinu. Enn er fólk beðið um að fara varlega á þessum slóðum. Þá barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning ofan af Sólheimajökli í dag frá leiðsögumönnum. Þar var tilkynnt um brennisteinslykt, sérkennileg hljóð og vatn á stöðum þar sem það á ekki að vera. Hins vegar hafi komið í ljós að ekkert óvenjulegt væri að gerast. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að brugðist hafi verið við því með að hafa samband við ferðaþjónustuaðila. Þeir fóru allir með sína hópa af jöklinum. Ástandinu hafi svo verið aflétt þegar í ljós kom að ekkert óeðlilegt væri á seiði. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var hækkað í gult stig í morgun, eftir að Jökulhlaup hófst í Múlakvísl seint í gærkvöldi. Hlaupið náði svo hámarki í dag, en áfram verður fylgst með svæðinu. Mönnum er efst í huga hamfaraflóðin sem áttu sér stað í Múlakvísl árið 2011 og viðbragðsaðilar voru viðbúnir ef það skyldi gerast aftur. Líkindi voru með hlaupinu í dag og hlaupinu þá. Rafleiðni í Múlakvísl hefur verið að aukast jafnt og þétt frá því að skjálfti varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í vikunni. Hann mældist 4,5 í stærð. Í gærkvöldi tók rafleiðnin kipp og snemma í morgun var komið það mikið jarðhitavatn í ánna að Veðurstofan og Almannavarnir hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss upp í gult og tilkynntu að jökulhlaup væri hafið. Tveir jarðskjálftar urðu norðarlega í Kötluöskjunni rétt eftir miðnætti og voru þeir að stærðinni 2,5 og þrír. Frá því að rafleiðnin náði toppi í morgun, hefur hún verið að síga hægt niður aftur og vatnshæð hefur einnig minnkað. Liturinn í ánni hefur verið dökkur sem segir að töluverð drulla er að skila sér úr jöklinum. Þó nokkur fjöldi ferðamanna er á svæðinu og það voru margir í Þakgili í nótt. Að sögn þeirra sem fréttastofa ræddi við var varla vært út sökum brennisteinslyktar. Veðurstofan varaði í dag fólk við því að vera nærri ánni vegna mengunar.Sjá einnig: Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinuVegagerðin og lögreglan hafa vaktað ánna frá því í gærkvöldi og stóðu sjónpóst á brúnni austan við Vík. Brúin er nýleg og á að standa jökulhlaup en árið 2011 sópaðist gamla brúin í burtu. Nú er vegurinn hannaður svo vatn flæði yfir hann til að hlífa brúnni. Ekkert sig hefur mælst í jöklinum en flogið var yfir svæðið í morgun. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í dag vegna hlaupsins og um miðjan dag kom tilkynning um að hlaupið hefði náð hámarki. Áfram verður fylgst með svæðinu. Enn er fólk beðið um að fara varlega á þessum slóðum. Þá barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning ofan af Sólheimajökli í dag frá leiðsögumönnum. Þar var tilkynnt um brennisteinslykt, sérkennileg hljóð og vatn á stöðum þar sem það á ekki að vera. Hins vegar hafi komið í ljós að ekkert óvenjulegt væri að gerast. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að brugðist hafi verið við því með að hafa samband við ferðaþjónustuaðila. Þeir fóru allir með sína hópa af jöklinum. Ástandinu hafi svo verið aflétt þegar í ljós kom að ekkert óeðlilegt væri á seiði.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira