Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 29. júlí 2017 13:13 Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. vísir/jóhann k. jóhannsson Ferðamenn í Mýrdal hafa lítið kippt sér upp við jökulhlaupið í Múlakvísl en virðast þó forvitnir yfir þessum náttúruhamförum, segir Helga Ólafsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins í Þakgili í Vík. Helga hefur sjálf upplifað nokkur jökulhlaup í gegnum tíðina og segist hún nokkuð róleg yfir stöðu mála. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður bara stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. En ég var vara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ segir Helga. Aðspurð segir hún ferðamennina sömuleiðis nokkuð slaka. Fólk spurði spurninga í gærkvöldi og lögreglan kom og sagði að það væri ekkert að óttast – hún væri bara að fylgjast með. Þannig að það voru bara allir rólegir,“ segir Helga. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. Ég var bara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ bætir hún við. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Ágúst Freyr Bjarnason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé stöðugt. Svæðið verði áfram í vöktun, eða þar til fer að róast. Þá segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að unnið sé eftir ákveðinni viðbragðsáætlun. „Við lokuðum í gær vegum og slóðum í kringum Mýrdalsjökul og það er sá viðbúnaður sem við erum með. Núna í morgunsárið höfum við verið að stöðva ferðamenn og hvetja fólk til að halda áfram. Við höfum ekki gripið til þess að loka þjóðveginum, enn þá allavega. Við ætlum aðeins að sjá hver framvindan verður,“ segir Sveinn Kristján, en fólk hefur verið beðið um að vera ekki í nágrenni árinnar. Tengdar fréttir Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Ferðamenn í Mýrdal hafa lítið kippt sér upp við jökulhlaupið í Múlakvísl en virðast þó forvitnir yfir þessum náttúruhamförum, segir Helga Ólafsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins í Þakgili í Vík. Helga hefur sjálf upplifað nokkur jökulhlaup í gegnum tíðina og segist hún nokkuð róleg yfir stöðu mála. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður bara stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. En ég var vara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ segir Helga. Aðspurð segir hún ferðamennina sömuleiðis nokkuð slaka. Fólk spurði spurninga í gærkvöldi og lögreglan kom og sagði að það væri ekkert að óttast – hún væri bara að fylgjast með. Þannig að það voru bara allir rólegir,“ segir Helga. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. Ég var bara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ bætir hún við. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Ágúst Freyr Bjarnason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé stöðugt. Svæðið verði áfram í vöktun, eða þar til fer að róast. Þá segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að unnið sé eftir ákveðinni viðbragðsáætlun. „Við lokuðum í gær vegum og slóðum í kringum Mýrdalsjökul og það er sá viðbúnaður sem við erum með. Núna í morgunsárið höfum við verið að stöðva ferðamenn og hvetja fólk til að halda áfram. Við höfum ekki gripið til þess að loka þjóðveginum, enn þá allavega. Við ætlum aðeins að sjá hver framvindan verður,“ segir Sveinn Kristján, en fólk hefur verið beðið um að vera ekki í nágrenni árinnar.
Tengdar fréttir Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50
Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36