Bæta þurfi kynfræðslu til að koma í veg fyrir frekara kæruleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. júlí 2017 11:43 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. VÍSIR/STEFÁN Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það skipta höfuðmáli að auka fræðslu í skólum til að stemma stigu við mikla aukningu kynsjúkdóma hér á landi. Íslendingar séu orðnir of kærulausir í kynlífi. „Ég held að það sé fræðsla sem sé númer eitt, tvö og þrjú, og ég held það þurfi að gera mönnum og konum grein fyrir þessari hættu og hvetja fólk til að passa sig,“ segir Þórólfur, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fræðsla í skólum er brotakennd sýnist mér. Hún er ekki alveg stöðluð i skólunum og það eru margir utanaðkomandi aðilar sem koma þar að. Það virðist vera sem svo að skólarnir ráði sér nokkuð sjálfir, kennarar kannski veigra sér við að kenna þetta og ég held það sé þörf á samstilltu átaki innan skólanna að auka fræðslu,“ segir hann og bætir við að starfshópur innan heilbrigðisráðuneytisins vinnu nú ða lausn. Íslendingar hafa um nokkurra ára skeið átt Evrópumet í klamydíusýkingum en aukning hefur orðið á flestum kynsjúkdómum hér á landi, til dæmis á sárasótt, lekanda og HIV. „Ég held að skýringin sé sú að menn eru orðnir of kærulausir í kynlífi, þar á meðal að nota ekki smokk. Sumar sýkingar eru einkennalitlar eða einkennalausar, eins og til dæmis sárasóttin. Hún getur verið mjög einkennalítil í byrjun og menn geta mjög auðveldlega smitað í nokkuð langan tíma áður en þeir greinast,“ segir Þórólfur. Hann segir skýringarnar eflaust fleiri, en að flest bendi til þess að fólk sé of óábyrgt í kynlífi.Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það skipta höfuðmáli að auka fræðslu í skólum til að stemma stigu við mikla aukningu kynsjúkdóma hér á landi. Íslendingar séu orðnir of kærulausir í kynlífi. „Ég held að það sé fræðsla sem sé númer eitt, tvö og þrjú, og ég held það þurfi að gera mönnum og konum grein fyrir þessari hættu og hvetja fólk til að passa sig,“ segir Þórólfur, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fræðsla í skólum er brotakennd sýnist mér. Hún er ekki alveg stöðluð i skólunum og það eru margir utanaðkomandi aðilar sem koma þar að. Það virðist vera sem svo að skólarnir ráði sér nokkuð sjálfir, kennarar kannski veigra sér við að kenna þetta og ég held það sé þörf á samstilltu átaki innan skólanna að auka fræðslu,“ segir hann og bætir við að starfshópur innan heilbrigðisráðuneytisins vinnu nú ða lausn. Íslendingar hafa um nokkurra ára skeið átt Evrópumet í klamydíusýkingum en aukning hefur orðið á flestum kynsjúkdómum hér á landi, til dæmis á sárasótt, lekanda og HIV. „Ég held að skýringin sé sú að menn eru orðnir of kærulausir í kynlífi, þar á meðal að nota ekki smokk. Sumar sýkingar eru einkennalitlar eða einkennalausar, eins og til dæmis sárasóttin. Hún getur verið mjög einkennalítil í byrjun og menn geta mjög auðveldlega smitað í nokkuð langan tíma áður en þeir greinast,“ segir Þórólfur. Hann segir skýringarnar eflaust fleiri, en að flest bendi til þess að fólk sé of óábyrgt í kynlífi.Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30
Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00