Bæta þurfi kynfræðslu til að koma í veg fyrir frekara kæruleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. júlí 2017 11:43 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. VÍSIR/STEFÁN Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það skipta höfuðmáli að auka fræðslu í skólum til að stemma stigu við mikla aukningu kynsjúkdóma hér á landi. Íslendingar séu orðnir of kærulausir í kynlífi. „Ég held að það sé fræðsla sem sé númer eitt, tvö og þrjú, og ég held það þurfi að gera mönnum og konum grein fyrir þessari hættu og hvetja fólk til að passa sig,“ segir Þórólfur, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fræðsla í skólum er brotakennd sýnist mér. Hún er ekki alveg stöðluð i skólunum og það eru margir utanaðkomandi aðilar sem koma þar að. Það virðist vera sem svo að skólarnir ráði sér nokkuð sjálfir, kennarar kannski veigra sér við að kenna þetta og ég held það sé þörf á samstilltu átaki innan skólanna að auka fræðslu,“ segir hann og bætir við að starfshópur innan heilbrigðisráðuneytisins vinnu nú ða lausn. Íslendingar hafa um nokkurra ára skeið átt Evrópumet í klamydíusýkingum en aukning hefur orðið á flestum kynsjúkdómum hér á landi, til dæmis á sárasótt, lekanda og HIV. „Ég held að skýringin sé sú að menn eru orðnir of kærulausir í kynlífi, þar á meðal að nota ekki smokk. Sumar sýkingar eru einkennalitlar eða einkennalausar, eins og til dæmis sárasóttin. Hún getur verið mjög einkennalítil í byrjun og menn geta mjög auðveldlega smitað í nokkuð langan tíma áður en þeir greinast,“ segir Þórólfur. Hann segir skýringarnar eflaust fleiri, en að flest bendi til þess að fólk sé of óábyrgt í kynlífi.Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það skipta höfuðmáli að auka fræðslu í skólum til að stemma stigu við mikla aukningu kynsjúkdóma hér á landi. Íslendingar séu orðnir of kærulausir í kynlífi. „Ég held að það sé fræðsla sem sé númer eitt, tvö og þrjú, og ég held það þurfi að gera mönnum og konum grein fyrir þessari hættu og hvetja fólk til að passa sig,“ segir Þórólfur, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fræðsla í skólum er brotakennd sýnist mér. Hún er ekki alveg stöðluð i skólunum og það eru margir utanaðkomandi aðilar sem koma þar að. Það virðist vera sem svo að skólarnir ráði sér nokkuð sjálfir, kennarar kannski veigra sér við að kenna þetta og ég held það sé þörf á samstilltu átaki innan skólanna að auka fræðslu,“ segir hann og bætir við að starfshópur innan heilbrigðisráðuneytisins vinnu nú ða lausn. Íslendingar hafa um nokkurra ára skeið átt Evrópumet í klamydíusýkingum en aukning hefur orðið á flestum kynsjúkdómum hér á landi, til dæmis á sárasótt, lekanda og HIV. „Ég held að skýringin sé sú að menn eru orðnir of kærulausir í kynlífi, þar á meðal að nota ekki smokk. Sumar sýkingar eru einkennalitlar eða einkennalausar, eins og til dæmis sárasóttin. Hún getur verið mjög einkennalítil í byrjun og menn geta mjög auðveldlega smitað í nokkuð langan tíma áður en þeir greinast,“ segir Þórólfur. Hann segir skýringarnar eflaust fleiri, en að flest bendi til þess að fólk sé of óábyrgt í kynlífi.Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30
Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00