Bæta þurfi kynfræðslu til að koma í veg fyrir frekara kæruleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. júlí 2017 11:43 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. VÍSIR/STEFÁN Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það skipta höfuðmáli að auka fræðslu í skólum til að stemma stigu við mikla aukningu kynsjúkdóma hér á landi. Íslendingar séu orðnir of kærulausir í kynlífi. „Ég held að það sé fræðsla sem sé númer eitt, tvö og þrjú, og ég held það þurfi að gera mönnum og konum grein fyrir þessari hættu og hvetja fólk til að passa sig,“ segir Þórólfur, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fræðsla í skólum er brotakennd sýnist mér. Hún er ekki alveg stöðluð i skólunum og það eru margir utanaðkomandi aðilar sem koma þar að. Það virðist vera sem svo að skólarnir ráði sér nokkuð sjálfir, kennarar kannski veigra sér við að kenna þetta og ég held það sé þörf á samstilltu átaki innan skólanna að auka fræðslu,“ segir hann og bætir við að starfshópur innan heilbrigðisráðuneytisins vinnu nú ða lausn. Íslendingar hafa um nokkurra ára skeið átt Evrópumet í klamydíusýkingum en aukning hefur orðið á flestum kynsjúkdómum hér á landi, til dæmis á sárasótt, lekanda og HIV. „Ég held að skýringin sé sú að menn eru orðnir of kærulausir í kynlífi, þar á meðal að nota ekki smokk. Sumar sýkingar eru einkennalitlar eða einkennalausar, eins og til dæmis sárasóttin. Hún getur verið mjög einkennalítil í byrjun og menn geta mjög auðveldlega smitað í nokkuð langan tíma áður en þeir greinast,“ segir Þórólfur. Hann segir skýringarnar eflaust fleiri, en að flest bendi til þess að fólk sé of óábyrgt í kynlífi.Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það skipta höfuðmáli að auka fræðslu í skólum til að stemma stigu við mikla aukningu kynsjúkdóma hér á landi. Íslendingar séu orðnir of kærulausir í kynlífi. „Ég held að það sé fræðsla sem sé númer eitt, tvö og þrjú, og ég held það þurfi að gera mönnum og konum grein fyrir þessari hættu og hvetja fólk til að passa sig,“ segir Þórólfur, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fræðsla í skólum er brotakennd sýnist mér. Hún er ekki alveg stöðluð i skólunum og það eru margir utanaðkomandi aðilar sem koma þar að. Það virðist vera sem svo að skólarnir ráði sér nokkuð sjálfir, kennarar kannski veigra sér við að kenna þetta og ég held það sé þörf á samstilltu átaki innan skólanna að auka fræðslu,“ segir hann og bætir við að starfshópur innan heilbrigðisráðuneytisins vinnu nú ða lausn. Íslendingar hafa um nokkurra ára skeið átt Evrópumet í klamydíusýkingum en aukning hefur orðið á flestum kynsjúkdómum hér á landi, til dæmis á sárasótt, lekanda og HIV. „Ég held að skýringin sé sú að menn eru orðnir of kærulausir í kynlífi, þar á meðal að nota ekki smokk. Sumar sýkingar eru einkennalitlar eða einkennalausar, eins og til dæmis sárasóttin. Hún getur verið mjög einkennalítil í byrjun og menn geta mjög auðveldlega smitað í nokkuð langan tíma áður en þeir greinast,“ segir Þórólfur. Hann segir skýringarnar eflaust fleiri, en að flest bendi til þess að fólk sé of óábyrgt í kynlífi.Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30
Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00