Túrtappar, bleiur og eyrnapinnar í tonnavís látið gossa í klósettin Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2017 14:34 Ef skoðaðar eru tölur um magn rusls sem höfuðborgarbúar láta góssa í klósett sín er erfitt að líta hjá þeirri staðreynd að þeir séu upp til hópa sóðar. Gettys Höfuðborgarbúar henda hundruðum tonna af rusli í klósettin sín. Þetta kemur fram í svari Ólafar Snæhólm Baldursdóttur upplýsingafulltrúa Veitna við fyrirspurn Vísis. Í fyrra voru 130 tonn sem komu frá hreinsistöðvunum í Ánanaustum og Klettagörðum urðuð. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um bilun í hreinsibúnaði dælustöðvar í Faxaskjóli. Í fréttum RUV í gær, sem hefur látið bilunina mjög til sín taka, kom fram að í kjölfar þeirrar bilunar hefur magn af túrtöppum, bleium og eyrnapinnum í fjörum landsins aukist. Skal engan undra. Á undanförnum tveimur árum og það sem af er ársins 2017 hafa verið síuð rúmlega 153 tonn af af rusli í hreinsistöðinni í Ánanaustum og 164 tonn skiluðu sér í hreinsistöðinni í Klettagörðum.Þetta eru magntölur þess sem síað er úr skólpi í hreinsistöðvunum í Ánanaustum og Klettagörðum. Í þær fer allt skolp úr Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Garðabæ. Höfuðborgarbúar verða því að teljast nokkuð hirðulausir um umhverfi sitt, í ljósi þessa. Í þessum tölum er eingöngu um að ræða rusl en annað, svo sem fita og sandur, er tekinn frá skolpi á öðrum stað í ferlinu. Um er að ræða tölur tveggja síðustu ára til dagsins í dag en lengra nær samanburður ekki þar sem fráveituúrgangur dróst mikið saman í kjölfar þess að búnaður til að þvo ristarúrgang og sand í hreinsistöðvum að Klettagörðum og Ánanaustum var settur upp í byrjun árs 2015. Í fyrra skrifaði Fjóla Jóhannesdóttir fagstjóri fráveitu Veitna athyglisverða grein, sem virðist hafa farið fram hjá flestum ef litið er til alls ruslsins sem látið er fara í klósettin. Þar segir meðal annars: „Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír.“ Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Höfuðborgarbúar henda hundruðum tonna af rusli í klósettin sín. Þetta kemur fram í svari Ólafar Snæhólm Baldursdóttur upplýsingafulltrúa Veitna við fyrirspurn Vísis. Í fyrra voru 130 tonn sem komu frá hreinsistöðvunum í Ánanaustum og Klettagörðum urðuð. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um bilun í hreinsibúnaði dælustöðvar í Faxaskjóli. Í fréttum RUV í gær, sem hefur látið bilunina mjög til sín taka, kom fram að í kjölfar þeirrar bilunar hefur magn af túrtöppum, bleium og eyrnapinnum í fjörum landsins aukist. Skal engan undra. Á undanförnum tveimur árum og það sem af er ársins 2017 hafa verið síuð rúmlega 153 tonn af af rusli í hreinsistöðinni í Ánanaustum og 164 tonn skiluðu sér í hreinsistöðinni í Klettagörðum.Þetta eru magntölur þess sem síað er úr skólpi í hreinsistöðvunum í Ánanaustum og Klettagörðum. Í þær fer allt skolp úr Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Garðabæ. Höfuðborgarbúar verða því að teljast nokkuð hirðulausir um umhverfi sitt, í ljósi þessa. Í þessum tölum er eingöngu um að ræða rusl en annað, svo sem fita og sandur, er tekinn frá skolpi á öðrum stað í ferlinu. Um er að ræða tölur tveggja síðustu ára til dagsins í dag en lengra nær samanburður ekki þar sem fráveituúrgangur dróst mikið saman í kjölfar þess að búnaður til að þvo ristarúrgang og sand í hreinsistöðvum að Klettagörðum og Ánanaustum var settur upp í byrjun árs 2015. Í fyrra skrifaði Fjóla Jóhannesdóttir fagstjóri fráveitu Veitna athyglisverða grein, sem virðist hafa farið fram hjá flestum ef litið er til alls ruslsins sem látið er fara í klósettin. Þar segir meðal annars: „Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír.“
Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56
Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11
Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30
Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00