Martröð í pípunum Fjóla Jóhannesdóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Í dag, 19. nóvember, er alþjóðlegur klósettdagur Sameinuðu þjóðanna sem haldinn er árlega. Í ár er þemað hjá þeim um aðgengi að klósetti á vinnustað, eitthvað sem þykir sjálfsagt í okkar samfélagi. Hér á landi njótum við þeirra forréttinda að hafa vatns- og fráveitukerfi sem eru forsenda heilbrigðis í nútíma borgarsamfélagi. Það er ekki úr vegi að nýta þennan dag til að beina sjónum að sívaxandi vandamáli sem fráveitur í nútíma borgarsamfélögum standa frammi fyrir en það er aukin notkun blautklúta og áhrif þeirra í fráveitukerfunum. Sífellt meira pláss í hillum verslana fer undir klúta og þurrkur sem ætlað er að létta heimilisstörfin, þrífa börnin, andlitið á okkur sjálfum og botninn. Fjöldi framleiðenda blautklúta merkir svo vöru sína þannig að neytendur gætu talið að í góðu lagi væri að sturta þeim niður í klósettið en staðreyndin er sú að blautþurrkurnar leysast ekki upp í vökva líkt og hefðbundinn salernispappír, þrátt fyrir loforð sumra framleiðanda um annað. Blautþurrkur geta stíflað klósettið eða rör heimilisins og orðið að martröð í pípunum. Allar blautþurrkur, hvort sem þær eru ætlaðar til heimilisnota eða á líkamann, eiga heima í ruslafötunni eftir notkun. Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír. En hvað er það helst sem stíflar fráveitukerfið fyrir utan blautklútana? Fita er mikill skaðvaldur, ekki síst þegar hún binst klútunum í rörunum og myndar þar vafninga sem hindra rennsli og mynda stíflur. Steikingarfeiti, sósur, smjör og annað slíkt á ekki að fara í vaskinn, heldur skal láta það harðna og henda svo í ruslið. Fljótandi olíu má safna í ílát sem svo er hent með heimilissorpi. Tannþráður á undantekningalaust að fara í rusl sem og bómullarvörur eins og dömubindi, tíðatappar og eyrnapinnar. Hið sama gildir um verjur. Það kemur fyrir að við fáum gólfmoppur, þvottapoka, falskar tennur, greiðslukort og síma í dælur en nokkuð ljóst er að slíkir hlutir lenda í kerfinu fyrir slysni. Fyrir nokkrum árum fundu starfsmenn í hreinsistöðinni í Klettagörðum gullfisk sem hafði lifað af svaðilför í gegnum holræsakerfið. Hann fékk nafnið Undri og dvelur nú í góðu yfirlæti í rúmgóðu fiskabúri í stöðinni. Sameiginlega og hvert í sínu lagi erum við að stíga mörg framfaraskref í umhverfismálum. Við getum gert talsvert betur í umgengni okkar við klósettin heima hjá okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 19. nóvember, er alþjóðlegur klósettdagur Sameinuðu þjóðanna sem haldinn er árlega. Í ár er þemað hjá þeim um aðgengi að klósetti á vinnustað, eitthvað sem þykir sjálfsagt í okkar samfélagi. Hér á landi njótum við þeirra forréttinda að hafa vatns- og fráveitukerfi sem eru forsenda heilbrigðis í nútíma borgarsamfélagi. Það er ekki úr vegi að nýta þennan dag til að beina sjónum að sívaxandi vandamáli sem fráveitur í nútíma borgarsamfélögum standa frammi fyrir en það er aukin notkun blautklúta og áhrif þeirra í fráveitukerfunum. Sífellt meira pláss í hillum verslana fer undir klúta og þurrkur sem ætlað er að létta heimilisstörfin, þrífa börnin, andlitið á okkur sjálfum og botninn. Fjöldi framleiðenda blautklúta merkir svo vöru sína þannig að neytendur gætu talið að í góðu lagi væri að sturta þeim niður í klósettið en staðreyndin er sú að blautþurrkurnar leysast ekki upp í vökva líkt og hefðbundinn salernispappír, þrátt fyrir loforð sumra framleiðanda um annað. Blautþurrkur geta stíflað klósettið eða rör heimilisins og orðið að martröð í pípunum. Allar blautþurrkur, hvort sem þær eru ætlaðar til heimilisnota eða á líkamann, eiga heima í ruslafötunni eftir notkun. Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír. En hvað er það helst sem stíflar fráveitukerfið fyrir utan blautklútana? Fita er mikill skaðvaldur, ekki síst þegar hún binst klútunum í rörunum og myndar þar vafninga sem hindra rennsli og mynda stíflur. Steikingarfeiti, sósur, smjör og annað slíkt á ekki að fara í vaskinn, heldur skal láta það harðna og henda svo í ruslið. Fljótandi olíu má safna í ílát sem svo er hent með heimilissorpi. Tannþráður á undantekningalaust að fara í rusl sem og bómullarvörur eins og dömubindi, tíðatappar og eyrnapinnar. Hið sama gildir um verjur. Það kemur fyrir að við fáum gólfmoppur, þvottapoka, falskar tennur, greiðslukort og síma í dælur en nokkuð ljóst er að slíkir hlutir lenda í kerfinu fyrir slysni. Fyrir nokkrum árum fundu starfsmenn í hreinsistöðinni í Klettagörðum gullfisk sem hafði lifað af svaðilför í gegnum holræsakerfið. Hann fékk nafnið Undri og dvelur nú í góðu yfirlæti í rúmgóðu fiskabúri í stöðinni. Sameiginlega og hvert í sínu lagi erum við að stíga mörg framfaraskref í umhverfismálum. Við getum gert talsvert betur í umgengni okkar við klósettin heima hjá okkur.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun