Martröð í pípunum Fjóla Jóhannesdóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Í dag, 19. nóvember, er alþjóðlegur klósettdagur Sameinuðu þjóðanna sem haldinn er árlega. Í ár er þemað hjá þeim um aðgengi að klósetti á vinnustað, eitthvað sem þykir sjálfsagt í okkar samfélagi. Hér á landi njótum við þeirra forréttinda að hafa vatns- og fráveitukerfi sem eru forsenda heilbrigðis í nútíma borgarsamfélagi. Það er ekki úr vegi að nýta þennan dag til að beina sjónum að sívaxandi vandamáli sem fráveitur í nútíma borgarsamfélögum standa frammi fyrir en það er aukin notkun blautklúta og áhrif þeirra í fráveitukerfunum. Sífellt meira pláss í hillum verslana fer undir klúta og þurrkur sem ætlað er að létta heimilisstörfin, þrífa börnin, andlitið á okkur sjálfum og botninn. Fjöldi framleiðenda blautklúta merkir svo vöru sína þannig að neytendur gætu talið að í góðu lagi væri að sturta þeim niður í klósettið en staðreyndin er sú að blautþurrkurnar leysast ekki upp í vökva líkt og hefðbundinn salernispappír, þrátt fyrir loforð sumra framleiðanda um annað. Blautþurrkur geta stíflað klósettið eða rör heimilisins og orðið að martröð í pípunum. Allar blautþurrkur, hvort sem þær eru ætlaðar til heimilisnota eða á líkamann, eiga heima í ruslafötunni eftir notkun. Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír. En hvað er það helst sem stíflar fráveitukerfið fyrir utan blautklútana? Fita er mikill skaðvaldur, ekki síst þegar hún binst klútunum í rörunum og myndar þar vafninga sem hindra rennsli og mynda stíflur. Steikingarfeiti, sósur, smjör og annað slíkt á ekki að fara í vaskinn, heldur skal láta það harðna og henda svo í ruslið. Fljótandi olíu má safna í ílát sem svo er hent með heimilissorpi. Tannþráður á undantekningalaust að fara í rusl sem og bómullarvörur eins og dömubindi, tíðatappar og eyrnapinnar. Hið sama gildir um verjur. Það kemur fyrir að við fáum gólfmoppur, þvottapoka, falskar tennur, greiðslukort og síma í dælur en nokkuð ljóst er að slíkir hlutir lenda í kerfinu fyrir slysni. Fyrir nokkrum árum fundu starfsmenn í hreinsistöðinni í Klettagörðum gullfisk sem hafði lifað af svaðilför í gegnum holræsakerfið. Hann fékk nafnið Undri og dvelur nú í góðu yfirlæti í rúmgóðu fiskabúri í stöðinni. Sameiginlega og hvert í sínu lagi erum við að stíga mörg framfaraskref í umhverfismálum. Við getum gert talsvert betur í umgengni okkar við klósettin heima hjá okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 19. nóvember, er alþjóðlegur klósettdagur Sameinuðu þjóðanna sem haldinn er árlega. Í ár er þemað hjá þeim um aðgengi að klósetti á vinnustað, eitthvað sem þykir sjálfsagt í okkar samfélagi. Hér á landi njótum við þeirra forréttinda að hafa vatns- og fráveitukerfi sem eru forsenda heilbrigðis í nútíma borgarsamfélagi. Það er ekki úr vegi að nýta þennan dag til að beina sjónum að sívaxandi vandamáli sem fráveitur í nútíma borgarsamfélögum standa frammi fyrir en það er aukin notkun blautklúta og áhrif þeirra í fráveitukerfunum. Sífellt meira pláss í hillum verslana fer undir klúta og þurrkur sem ætlað er að létta heimilisstörfin, þrífa börnin, andlitið á okkur sjálfum og botninn. Fjöldi framleiðenda blautklúta merkir svo vöru sína þannig að neytendur gætu talið að í góðu lagi væri að sturta þeim niður í klósettið en staðreyndin er sú að blautþurrkurnar leysast ekki upp í vökva líkt og hefðbundinn salernispappír, þrátt fyrir loforð sumra framleiðanda um annað. Blautþurrkur geta stíflað klósettið eða rör heimilisins og orðið að martröð í pípunum. Allar blautþurrkur, hvort sem þær eru ætlaðar til heimilisnota eða á líkamann, eiga heima í ruslafötunni eftir notkun. Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír. En hvað er það helst sem stíflar fráveitukerfið fyrir utan blautklútana? Fita er mikill skaðvaldur, ekki síst þegar hún binst klútunum í rörunum og myndar þar vafninga sem hindra rennsli og mynda stíflur. Steikingarfeiti, sósur, smjör og annað slíkt á ekki að fara í vaskinn, heldur skal láta það harðna og henda svo í ruslið. Fljótandi olíu má safna í ílát sem svo er hent með heimilissorpi. Tannþráður á undantekningalaust að fara í rusl sem og bómullarvörur eins og dömubindi, tíðatappar og eyrnapinnar. Hið sama gildir um verjur. Það kemur fyrir að við fáum gólfmoppur, þvottapoka, falskar tennur, greiðslukort og síma í dælur en nokkuð ljóst er að slíkir hlutir lenda í kerfinu fyrir slysni. Fyrir nokkrum árum fundu starfsmenn í hreinsistöðinni í Klettagörðum gullfisk sem hafði lifað af svaðilför í gegnum holræsakerfið. Hann fékk nafnið Undri og dvelur nú í góðu yfirlæti í rúmgóðu fiskabúri í stöðinni. Sameiginlega og hvert í sínu lagi erum við að stíga mörg framfaraskref í umhverfismálum. Við getum gert talsvert betur í umgengni okkar við klósettin heima hjá okkur.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun