Innlent

Slökkti á símanum og fór til Íslands án þess að láta nokkurn vita

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Úr öryggismyndavélum.
Úr öryggismyndavélum. lögreglan á suðurnesjum
Fjölskylda 22 ára franskrar ferðakonu sem lögreglan leitar nú að segist viti sínu fjær af áhyggjum. Þau sáu konuna síðast fyrir átta dögum en slökkt hefur verið á farsíma hennar síðan þá. Konan tók með sér tjaldbúnað og lét engan vita af brottför sinni.

Konan heitir Louise Soreda og er fædd árið 1995. Hún sást í eftirlitsmyndavélum á Keflavíkurflugvelli fyrir viku síðan, þann 5. júlí síðastliðinn. Hún var þá klædd í bláar gallabuxur, brúna fjallgönguskó og hvíta peysu.

Louise Soreda er fædd árið 1995. Þegar hún sást síðast var hún klædd í bláar gallabuxur, brúna fjallgönguskó og hvíta peysu.
Lolo Fred, föðursystir Louise, segir fjölskylduna ekki hafa fengið upplýsingar um að Louise hefði flogið til Íslands fyrr en síðastliðinn sunnudag, fimm dögum eftir hvarf hennar. Þau vita ekki hvers vegna Ísland varð fyrir valinu og furða sig á því að Louise skyldi hafa tekið útilegubúnað með sér, enda sé hún ekki mikil útilegukona.

Þá segir Lolo frænku sína aðeins hafa skilið eitt bréf eftir. Það hafi verið til föður hennar þar sem hún hafi sagst vera stolt af honum. Hún segir Louise hafa glímt við þunglyndi um nokkurt skeið og segist óttast það versta. Hún biður Íslendinga því að hafa augun opin fyrir frænku sinni og láta vita þeir hvar hana er að finna.

Hægt er að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444-2200.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.